Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Side 91
72
það síðar Vilhjálmi ögmundssyni, tengdasyni sínum.
Sjálf er hún nú í Blaine, enn þá ern og kát, þrátt fyrir
háan aldur. Hún á, auk Svövu, son þann, er Jón
Andrés heitir. Hann er kvongaður.
Þórunn Halldórsdóttir Lee. — Þórunn Halldórs-
dóttir kom að heiman með föður sínum árið 1876.
Moðir Þórunnar var Margrét Sigfúsdóttir; en faðir
hennar Halldór Jónsson Einarssonar; móðir Halldórs
var Þórunn Rustíkusdóttir bónda á Fossvöllum í Jök-
ulsárhlíð. Halldór fór til Nýja íslands óg bjó Jengi í
Viðinessbygðinni. Þórunn fór suður til N. Dakota
og giftist þar óla Lee, norskum bónda við Grafton.
Óli var nokkurs konar ættarhöfðingi í nágrenni sínu,
bjó góðu búi og hafði haft margf fólk og mikil heim-
boð, drykkjumaður nokkur, en vandaður að virðingu
r.inni og sinna. Hjá þeim giftist Guðný Lee, eins og
segir í þætti hennar. Árið 1888 að vorinu, flutti óli
með fjölskyldu sinni vestur að hafi, keypti 40 ekrur
um tíu mílur frá því sem nú er Blaine, í bygð þeirri
er Birch Baý heitir, og reisti þar bú. Þar munu Óli
cg Þórunn hafa búið þangð til árið 1912, að þau seldu
land sitt og fluttu austur í Peace River héraðið i Ai-
berta, og eru þar nú. — Af tólf börnum, sem þau hjón
eignuðust, lifa sex. Þau eru: ein dóttir, gift Jóni
Hanssyn'i (fótalausa), og búa þau í Montana; önnur
dóttir gift býr í Bellingham, og fjórir synir; munu
þeir hafa farið austur með foreldrum sínum. — Þór-
unn var talin hin mesta ágætis kona, og öll voru börn
hennar efnileg. Faðir hennar Halldór var fjórgiftur.
Systkini hennar voru mörg — þrjár hálfsystur, gift-
ar, búa í Winnipeg.
Jóel Steinsson. — Næsti landeigandi á þessum
slóðum var Jóel Steinsson, Hann kom til Birch Bay
ásamt 'konu sinni, Björgu, hálfsystur Hjörleifs Stef-
ánssonar fsjá ætt hennar í þeim þætti hér á eftir) og
manni. sem hét eða heitir Helgi Einarsson. Þeir