Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Side 99
80
Hans Hansson er fæddur á Gunnlaugsstöðum í
Skógum, í Suður-Múlasýslu 1854. Foreldrar hans voru:
Hans Jakobsson, Guðmundssonar, og Sigríðuil—kom-
in af Þórði Vídalín og ættuð af Fljótsdalshéraði. —
Hans kom kvongaður heiman af íslandi 1882. Voru
þau hjón eitt ár í Winnipeg, fluttu þaðan tii Klem-
ents Point, austan Winnipeg-vatns, en voru þar að
eins hálft ár. Þaðan fluttu þau til Sandy River, og
voru þar fjögur ár. Þá fluttu þau norður í Mikley og
voru þar rúm þrjú ár; þá til Sélkirk, og voru þar átta
ár. Þaðan fluttu þau vestur að hafi, settust aö í Beil-
ingham og voru þar kringum fjögur ár. Þaðan fiuttu
þau til Blaine; þar keypti Hans fjórtán ekrur af landi,
um þrjár mílur frá bænum, að sunnanverðu við fjörð
þann, er Drayton er nefndur, reisti þar mikið tvílyft
timburhús og bjó þar nokkur ár. Heimili þetta seldi
hann síðar Hirti Sigurðssyni frá Argyle. Á ný bygði
LÍans vestar með sama firðinum og hefir búið þar
síðan. — Kona Hansar er Björg Jónsdóttir Eyjólfs-
sonar og Sigurbjargar Jónsdóttur Sölvasonar frá Vík-
ingsstöðum í S.-Múlasýsiu. Björg er fædd 1861. Hún
fluttist með foreldrum sinum að strönd í sömu sýslu
og var þar þangað til hún giftist. — Af börnum þeirra
hjóna iifa níu. Þau er: Einar, giftur Ameríkanskri
konu, býr í San Francisco; Jón, giftur dóttur Þór-
unnar Lee, getið hér að framan, þau eru í Alberta;
Barney, giftur dóttur Jóns Jónassonar, getið hér á öðr-
um stað; Hansína Björg, gift norskum manni, til
heimilis í Vancouver; Victoria Regina, gift hérl.
manni; Björgheiður Flora, gift hérl. manni, báðar tii
heimilis 1 Bellingham, Wash; Emilía Sigurrós, Öskar
Wiíliam og Evalin Margrét, öll heima. Öll eru börnin
stór og mannvænleg. — Hans er heljarmenni að burð-
um, svo hann á fáa eða enga sína líka. Báða fætur
misti hann heima á íslandi; kól í kaupstaðarferð; átti
hann í því tvö ár og var allan þann tíma undir hendi
tveggja lækna. Þegar hann loksins fór að skríða á
stúfunum, seldi hann það, sem eftir var af eignum