Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 100
81
sínum og flutti vestur um haf. Og þó það væri ekki
arennilegt fyrir svo fatlaðan mann, félausan í fram-
andi landi, þá hefir honum farnast vel. Hans er vel
skynsamur og fyrirhyggjumaður í bezta lagi. Saga
hans er endurtekning á sögum íslenzki’a afarmenna.
En hjá honum hefir gæfan borið hærra hlut í öllum
aðalatriðum. Til eru ýmsar sögur af hreysti Hansar
og harðfengi, sem ekki ættu að glatast.
Björn Magnússon, Bjöi-nssonar, læknis, sem lengi
bjó að Bergþórshvoli’ í Landeyjum, er fæddur 1857 í
Snotru í Landeyjum. Móðir Björns, en kona Magnús-
ar, var Margrét Þorsteinsdóttir, ættuð og alin upp í
nefndu héraði. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum
til fullorðinsára; kom vestur um haf 1883, fór þegar
til Spanish Fork, Utah, og var þar í 12) ár. Þaðan för
hann til Uawson í Yukon héraði og var þar næstu
þrjú ár. Til Blaine kom hann 1901, keypti 50 ekrur
af landi, reisti þar gott hús og hefir búið þar síðan og
farnast vel. — Kona Björns er María Guðmundsdóttir
ögmundssonar og Sigríðar ólafsdóttur, ættuð úr
Vestmannaeyjum. Hún er fædd 1869, kom að heiman
1892, fór til Utah og giftist þar Birni Magnússyni
1895. Þau hjón eiga þrjú börn á lífi; þau eru: Björn,
giftur ameríkanskri konu, þau eiga heima í Belling-
ham; Elín, gift hérl. manni, býr skamt frá foreldrum
sínum, og Karolina, heima. — María er tvígift. Frá
fyrra hjónabandi sínu á hún son og eina dóttur. —
Björn er maður hinn prúðmannlegasti í framkomu,
búmaður góður, fáskiftinn um flesta hluti, en talinn
vinur vina sinna. Öll eru börn þeirra hjóna hin
efnilegustu. Hann er talinn ríkastur^ íslenzkra bænda
hér um slóðir.
Árni og Sigríður Valdason. — Árni Valdason var
fæddur 1862 og ættaður af Mýrum í Borgarfjarðar-
sýslu Hann kom að heiman til Winnipeg 1898, var tvö
ár verkstjóri á járnbrautardeild fsection) á Keewatin-
brautinni. Fór þaðan til Argyle, keypti land í nánd við