Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Síða 118
99
fyrir, annaS en þaS, aS fá eigandann til aS gera sér
.þennan litla greiða. Hann fékk bókina lánaða umyrða-
laust, og þetta varð til þess, að eigandinn fór að veita
heimspekingnum meiri eftirtekt, og leiddi til þess, að
hann síðarmeir hjáipaði Benjamín með ráðum og dáð
til þess að ná takmarki sínu. Hann liafði rétt að mæla
vitmaðurinn sá, sem þetta sagði: “Ef þú gerir einhverj-
um rangt til, verður það. til þess, að þú 'hugsar illa til
hans; ef þú gerir manni greiða, leiðir það til þess, að þú
hugsar vingjarnlega til hans og gerir honum annan
greiða.” — Þetta er sannieikur, sem hver maður þarf að
temja sér, sem vill leiða aðra.
LENGSTI DAGURINN.
Það er einkennilegt, að lengsti dagur ársins er i
júnímánuði. Að dæma eftir klukkustundunum, sem
sjá má á sigurverkinu, þá getur þetta verið satt. En
reynslan er sú, að það er ekki að eins klukkustunda-
fjöldinn, sem ákveður lengd dagsins. í júní eru dag-
arnir styztir, þá fljúga þeir á vængjum sólarljóssins.
Þeir flýta sér að líða með dansgleðinni eða í hifreiðun-
um. Yndisleikur og fegurð eru samfara þakkagyðju.
Líf og ást ráða sér ekki fyrir gleði.
Lengstu dagarnir koma, þegar laufin eru þurr. Sól-
in felst bak við tár sín, hin þungbúnu ský breiðast yfir
'blýþung, þar til sólin sést ekki lengur. Sumarvindurinn,
sem hvíslaði þægilegum kvæðum, blæs nú yfir með
stunum og harmkvælum. Klukkustundirnar mjatlast
áfram hægt og seint eins og snigillinn.
Nei, júnídagarnir eru styztir. Lengstu dagarnir eru
liðnir.—(Þýtt
KRISTUR SAGÐI:
“Hlvar sem þeir svo eru, ]iá eru þeir ekki án guðs;
og 'þó einhver sé aleinn, [:á er eg þar með honum.
Reistu upp steininn og þú skalt finna mig þar; kljúfðu
viðinn og eg er þar.”