Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Side 121
102
henni þá mjög kalt, því ve'Öur var ekki hlýtt. Húsmóö-
irin tók iienni vel og gaf henni kaffi og svo eld. Gamla
konan kvaddi hana me'Ö þakklætistár í augunum og seg-
ir: “GuS launi þér fyrir mig og gefi þér eilífan eld.v
Prestur var aö S'pyrja börn i afþiljuÖu húsi á baö-
stofulofti. Framan við húsdyrnar, sem voru opnar,
sátu tvær gamlar konur á sinu rúminu hvor, og hlýddu
með fjálgleik á hið góÖa, sem presturinn sagði börnun-
um. L,oks spyr prestur börnin, hvaö. séu höfuðskepnur.
Börnunum var ógreitt um svar. Þá gellur önnur gamla
konan viö og segir: “Ó, mikið er aö mega ekki svara
fyrir blessuö börnin.” — “Svari hver sem vill,” segir
prestur. — “Nú eru þaö þá ekki kýrnar?’ segir sú
gamla. — “Ætíð’ert þú eins með framhleypnina, ef þú
veizt eitthvaö, en það er svo gott að vitað að þetta vissu
fleiri,- Jjó þagaö gætu,” sagöi þá hin konan.
Á. þúsund ára þjóöhátíöinni á Þingvöllum árið 1S74,
voru margar stúlkur úr Reykjavík, sem þjónuðu þar að
matseld. Ein af Jreim var spurð, er hún kom heim til
•■leykjavikur aftur, hvort hún hefði ekki skemt sér vel.
“N>ei,” sagði hún; “þaö var þvert á móti, og eg er búin
aö heitstrengja ])að, að vera ekki á annari þúsund ára
þjóðhátíð, hvað mi'kið kaup sem mér verður boðiö.”
Einu sinni var maður a.f Vesturlandi á ferð um Suö-
urland og gisti á bæ í Flóanum. Þar voru tveir bræöur,
og var annar Jjeirra bóndinn. Á kvöldvökunni fór gest-
urinn út aö skoða til veöurs og annar bræðranna með
honum. Er inn kom aftur, spyr hinn um veöriö. Sá er
út fór, svarar: “Og hann er svona með tenings augum
°g glugga-gægjum, býskitinn upp á báöa núpa, rennur
svo ræpan eftir fjöllunum; kann vera, að hann kiki í
kvöld, bróöir.”
/. K.