Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Blaðsíða 39
41
hans, hagur hans blómgaðist og hann var mikils metinn.
Hann tók mikinn og góðan þátt í almennum málum, var
í skólaráði og skrifari þess í I 7 ár og gengdi margvísleg-
um trúnaðarstörfum meðborgara sinna. Hann stóð
fremstur í flokki leikmanna í hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl.
í V.heimi og mikils metinn leiðtogi þess. Hann var
fremur Orthodox í trúarskoðun og hann bar fram rétt-
trúnaðartillöguna á kirkjuþinginu í Winnipeg er kirkju-
félagið klofnaði. Friðjón var spakur maður, höfðingleg-
ur í sjón, ágætur sáttasemjari og var oft leitað til hans að
miðla málum og fórst honum það vel. 1 fjármálasökum
var hann glöggur og frábærlega aðgætinn og ábyggileg-
ur í orði og athöfn. Hann flutti til Winnipeg I906ogþar
bjó hann til dauðadags. Kona hans var Guðný Sesselja
Sigurðardóttir Steinssonar frá Grjótnesi. Bjó Sigurður á
Harðbak á Melrakkasléttu. Friðjón og Guðný giftust 10.
júlí 1873. Guðný var mikil myndarkona og heimili
þeirra var höfðingjasetur. Guðný er enn á lífi og býr í
Winnipeg. Börn þeirra sem á lífi eru: Aurora, ekkja
Hon. Thos. H. Johnson, um skeið dómsmálaraðherra í
Manitoba. 2. Kári í þjónustu sambandsstjórnarinnar,
giftur Þórdísi Jónsdóttir Einarssonar frá Foam Lake,
Sask. 3. Haraldur, giftur hérlendri konu, býr í Winnipeg.
(Sjá æfisögu Friðjóns í Almanaki Ól. S. Thorg eirssonar
1908, eftir séra Friðrik J. Bergmann.
HALLDÓR BJARNASON fæddur á Litla Múla í
Dalasýslu. Foreldrar Bjarni Stefánsson Magnússonar
prests í Glaumbæ og kona hans Steinunn Jónsdóttir.
Var séra Magnús í Glaumbæ langafi Halldórs afi Indriða
Einarssonar sjónleikaskálds í Reykjavík. Fluttist Halldór
með foreldrum sínum barn að aldri norður í Skagafjörð.
Þar misti hann föður sinn fimm ára gamall, fór þá móðir
hans vestur í Dalasýslu aftur og sá hann hana ekki fram-
ar. Ölst Halldór upp hjá Guðrúnu Þorleifsdóttir ekkju
Halldórs Magnússonar frá Glaumbæ. Halldór kom til
Vesturheims 1887 og til Glenboro 1888. Við algenga
vinnu vann hann fyrsta árið, réðist síðan sem verzlunar-
þjónn til Friðjóms Friðrikssonar og starfaði við verzlun
hans í tólf ár. A því tímabili var hann stutt námsskeið