Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Blaðsíða 72
74
Bjarnasonar átti Sigbjörn Siguðsson fná Straumi
og ekki barn. Björg Eiríksdóttir átti 1. Þorstein
Guðmundsson á Nefbjarnarstöðum, þ. b. Katrín,
kona Gríms Þórðarsonar (áttu 1 son, er dó 9 ára
1889); 2. Sigfús Þorkelsson á Straumi. Þeirra böm:
Guðrún Björg kona Sigmundar í Gerði, Guðlaug
kona Jóns Jónssonar frá Torfastöðum (ií Ameríku)
og Málfríður kona Sigfúsar Eiríkssonar á Vífils-
stöðum, þeirra son Eiríkur, er nú ,býr í Dagverðar-
gerði. d. Ásmundur Bjarnason bjó í Dagverðar-
gerði, (vænsti maður), átti Sigríði Bálsdóttur frá
Heykollsstöðum. Þeirra börn: Páll í Dagverðar-
gerði (faðir Signýjar), Sigmundur, dó ókv. og
barnl., Guðrún seinni kona Jóns Vigfússonar í
Gerði (móðir Sigmundar), Þóra ógift og barnl. Ás-
mundur dó í mannskæðri kvefsótt 1866, 73 ára,
Sigriíður kona hans: daginn eftir 75 ára og Páil
sonur þeirra daginn þar á eftir. 48 ára. Fóru þan
öll í eina gröf. e. Guömundur Bjarnason frá Ear,
bjó á Hallfreðarstöðum, vænn maður og góður
bóndi; átti 1. Margrjeti dóttur Guðmundar Jónsson-
ar, er þar bjó áöur (Börn 2, dóu bæði ung), 2. Þór
dísi Þorsteinsdóttur, úr Þingeyjarsýslu, systur
Helgu, konu Ásgríms á Hrærekslæk, barnlaus; 3
Guðrúnu Eiríksdóttur, bróðurdóttur sína, barnlaus.
f. Jón Bjarnason eldri frá Ekru bjó á Setbergi í
Fellum átti Þórunni Eiríksdóttur frá Merki Þórð-
arssonar. Þeirra börn: Eiríkur, dó barn, Jón,
Bjarni. Guðrún, öll ógift og barnl. Ingibjörg, kona
Magnúsar á Úlfsstöðum á Völlum, Sigurðssonar á
Straumi (Börn: Eiríkur á Eyjaseli og Þórunn
Björg, kona Sigbjörns á Surtsstöðum), Þorbjörg,
kona Eiríks Guðmundssonar frá Vaði (Barn: Þór-
arinn, var í vinnumensku kvæntur, en barnlaus),
Sigríður fyrri kona Björns Hannessonar á Hnit-
björgum, Ásþrúður, kona Jóns Jónssonar frá Geira-
stöðum Benjamínssonar, barnlaus, og Anna ógift,
átti 2 launbörn: Sigþrúði við Birni Hannessyni (átti
Ólaf Magnússon, fóru til Ameríku) og Guðrúnu er