Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Blaðsíða 84
86
firði, 9. Htöskuldssonar prests í Heydölum, 10. Ein-
arssonar prófasts í Heydölum er var mesta skáld
sinnar tíðar Sigurðssonar (föður Odds biskups í
Skálholti). Hann dó 1626, 87 ára. Frá honum er
hin afarfjölmenna Heydalaætt.
MÓÐURÆTT
Móðir Sigríðar Bjarnadóttur, kona Bjarna á Hey-
kollsstöðum, var 1. Bóthildur Sveinsdóttir, dóttir
2. Sveins bónda í Götu í Fellum. Hann var fæddur
1801, dó 1870. Hann átti Vilborgu Eiríksdóttur og
voru börn þeirra Eiríkur, dó um tvítugt, efnilegasti
maður, Sveinn, dó 4 ára, Sigríður Bóthildur, Einar
Margrét, Þórunn, Sveinbjörg og Þórdís, sem dó 6
ára 1852. a. Sigríður Sveinsdóttir átti Jón Magnús-
son bónda á Kleif í Fljótsdal. Hún dó í Refsmýri
1900. Þeirra börn: Eiríkur bóndi í Ref'Smýri átti
Guðbjörgu Gunnlaugsdóttur Sveinssonar. Þau lifa
bæði enn og eru á Dallandi, nýbýli hjá Böðvarsdal.
Börn þeirra eru Jón bóndi á parti úr Böðvarsdal,
er bamakennari á vetrurn í Vopnafirði, hefir gengið
í kennaraskóla. Hann á Láru dóttur Runólfs Hann-
essonar í Böðvarsdal. Sigríður Eiríksdóttir dó á
Hofi ógift 1924 úr lömunarveiki, bezta stúlka. Einar
Kristinn Eiríksson er giftur í Refsmýri. Sólrún er
ógiít ráöskona á Krossi í Pellum, Guðný á Jón son
Runólfs í Böðvarsdal. Hann er myndarmaður og
hefir bygt upp gamla býlið Þýfi í Böðvarsdalslandi
og kallar iþað Dalland. Guðný hefir verið berkla-
veik lengi æfinnar en virtist orðin góð; myndarleg,
greind og góð stúlka. Hún fæddi barn í fyrra vet-
ur, og veiktist þá. Barnið dó nokkurra mánaða,
en Guðný er á sjúkrahúsi á Seyðisfirði hvemig
sem það endar. Hjá þeim eru foreldrar hennar og
er Eiríkur orðinn hrumur, mjög brjóstveikur. Guð-