Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1936, Blaðsíða 36
38
mikinn þátt. í sveitarstjórn hafa setið: A. E. Johnson og
G. J. Oleson. í skólaráði: Friðjón Friðriksson, Jón Ólafs-
son, P. G. Magnús, Jón Sigvaldason og P. A. Anderson.
í bæjarráði: Jón Ólafsson, F. S. Frederickson, Olgeir
Frederickson og A. S. Arason. Bæjarblaðið var í hönd-
um íslendinga lengi. Skrifari réttarhaldsins (Clerk of the
Court) hefir verið Islendingur síðan 1912 og friðdómari
bæjarins íslendingur. Félagsstarfsemi hefir verið all-
mikil meðal Islendinga. Lestrarfélag var stofnað og stóð
með miklum blóma lengi, er enn við líði, en aðgerðalaust.
Kirkjumálastarfsemi var í molum framanaf. Kom séra
Friðrik Hallgrímsson að jafnaði einusinni á mánuði fram
að 1919, en þá var söfnuður stofnaður (Glenborosöfnuð-
ar). Fyrstu fulltrúar: Hermann Arason, Jón Sigvaldason,
Jón Gillis, Stefán Christie og G. J. Oleson. Núverandi
fulltrúar: G. J. Oleson (forseti), G. Lambertsen (skrifari),
F. Frederickson (féhirðir), A. E. Johnson og P. A. And-
erson. Söfnuðurinn hefir unnið þarft verk fyrir félags-
starfsemi íslendinga í Glenboro. Hann á laglega kirkju
og söfnuðurinn átti mikinn þátt í því að afarvandað
prestshús var bygt í bænum í samfélagi við söfnuðinn í
Argyle 1925. Söfnuðinum hafa þessir prestar þjónað:
séra Friðrik Hallgrímsson 1919-25, séra K. K. Ólafsson
1925-30, séra E. H. Fafnis 1930—. Kvenfélagið hefir
verið annar sterkasti þáttur í félagslífinu. Var kvenfélag
stofnað á fyrstu árum og starfaði lengi og vel, en leið
undir lok. Núverandi kvenfélag var stafnað 29. apríl
1914. Fyrsti forseti þess var Mrs. J. Gillis, skrifari Mrs.
J. Ólafsson, féhirði Mrs. A. E. Johnson. Núverandi
stjórnarnefnd: Mrs, E. H. Fafnis, forseti, Mrs. G. Lam-
bertsen, skrifari og Mrs. G. J. Oleson, féhirðir. Hefir
kvenfélagið starfað með miklum dugnaði og áhuga frá
byrjun og verið einn sterkasti þáttur í félagsviðleitni
íslendinga í Glenboro, hefir það styrkt söfnuðinn og sint
líknarstarfsemi í ríkum mæli. Kvenfélagið hefir gengist
fyrir því, að nafnkendir íslendingar hafa komið hér og
flutt erindi og á þann hátt glatt félagslífið. Það hefir
stofnað blómsveigasjóð, þar sem í staðinn fyrir blóm við
útfarir, peningar til líknarstarfsemi eru gefnir í þann sjóð,
sem hefir haft blessun í för með sér, Forsetar kvenfélags-