Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1903, Blaðsíða 82
kennt þ;iu, sem sér tilheyrancli, mun hann
þá ekki minnast þeirra sem fara illa með
þau og misbjöða þeim — minnast þeirra,
sem flytja þau dag eftir dag með járnbraut-
um, án þess að gefa þeim fóðuv eða brynna
þeim —, þeirra, sem slátra þeim á grimmd-
arfullan hátt á slátrnnarhúsunum —, þeirra,
sem taka unga kálfa frá mæðrum sínum og
misbjóða þeirn —, þeirra, sem til að spara
fóður svelta þau á vetrum, þav til þau veikj-
ast af hor og hungri. Oft iíða gri])ir kvalir,
sem þúsund sinnum ítrekaður dauði getur
ekki jafnast við, fyrir skort á nauðsynlegu
fóðri og viðunanlegri hýsingu yflr kulda-
tímann.
111 meðferð á skepnum, hvort sem hún
kemur fram við þær þegar þeim er slátrað
eða endranær, skemmir kjötið og gjörir það
óheilnæint til fæðu — jafnvel eitraða. 111
meðferð ;í mjólkurkúm, orsakar skemmd og
óheilnæmi í mjólk þeirra, smjöri og osti og
gjörir það óbrúklegt til manneldis.
Ég vildi ekki þurfa að neyta kjöts af
þeim gripum, sem hafa liðið við flutning á
járnbrautum skömmu áður en þeim var ióg-
að, eða þeim sem er slátrað á grimmdarfull-
an liátt, vitandi fyrirfram að þeim ætti að
lóga. Allar skepnur ætti að drepa fljótt,
annaðhvort með því að skjóta þær í höfuðið,
48