Afturelding - 01.05.1938, Síða 2

Afturelding - 01.05.1938, Síða 2
AFTURELDING, AFTURELDING lcemur út annan hvorn mánuð og verður 70—80 bfður á ári. — Árgangurinn kostar 1,25 og greiðist fyrirfram. Borga má með ðnotuðum ísl. frímerkjum. Veið í Vesturheimi 50 cents og á Norðurlöndum 1,50 — 1 lausasölu kostar biaðið 25 aura hvert eintak. Ritstjórar: Eric Ericson og Ásniundur Eiríksson. Ritstjðm og afgreiðsla: Hverfisgötu 44, Reykjavlk. Prentsm. Jóns Helgasonar. leyndardómur Guðs. Það er hliðstætt því, og þegar nazistar í Þýzkalandi segja, að »djöfullinn sé faðir Gyðinga«, þeim til smánar og óvirðingar. En á sama tíma reikna þeir allt tí.matal sitt frá þeim degi, er Gyðingakona fæddi sveinbarn fyrir rúmum 1937 árum austur í Asíu. Nafnkunnur maður lét svo ummælt, að það væri bæði til þess að hlæja o >■ gráta að því, að öll lög og ákvæði, sem Hitler und- irskrifar og sendir frá sér eru með dagsetningu sinni bundin við fæðingu Gyðings. Þau verða allt af spádómlega sönn þessi orð: »Gyðingar standa alltaf á gröfum, fjandmanna sinna að lokum«. T ljósi þessara fyrirbrigða hjá nazistum, minnist. maður ósjálfrátt orðanna í. sálmi 2, 4: »Hann sem situr á himni, hlær, Drottinn gerir gys a.ð þeim«. 1 sambandi við heimflutning Gyðinga er ekki annað hægt að seg.ja, en það horfi við okkur Guðs tákn við annað Guðs, tákn, 0(g fleiri spádómar hafa af hjúpast fyrir augum okkar. Jóel segir: »0g þér Zionsbúar, fagnio og gleðjist í Drottni, Guði yðar, því hann gefur yður ... haustregn og vorregn eins og áður« (2, 23). Hvað seg'ja orðin okkur »eins og áður« annað en þetta, að eitthvert tímabil skuli koma yfir landið, sem regnið falli ekki »eins og áður«, en skuli svo aftur á ný falla »eins og' áður«? Það er staðreynd, að af tveimur höfuð árstíðaregn- um, sem öll tímanleg farsæld Palest.ínu er undir komin, hætti annað regnið að falla, og féll ekki, svo sem nokkru nam, þau mörg hundruð ár, sem Gyðing- ar voru útlagar frá landi sínu. Þess vegna, ekki sízt, varð Palestína svo hrjóstrugt land þær mörgu aldir, sem Tyrkir höfðu yfirráð yfir landinu. En um það bil, sem' landið var opnað fyrir Gyðingum, í lok heimsófriðarins, fóru bæði regnin að falla »eins og áður«. Þetta hefir orðið til þess, að þurt og ófrjótt land Palestínu hefir á fáum árum breyzt í nokkurskonar Eden jarðhnattarins. Þekktur em- bættismaður í Palestínu sagði það um Saronsslétt- una, að hún hefði verið svo uppblásin og hörguls- leg, að naumast hefði verið hægt að halda lífinu í einni geit á henni. Nú þar á móti birgir Sarons- sléttan að miklum mun upp Evrópu með hinum viðurkenndu Jaffa-glóaldinum. Hvað er þetta, ef það er ekki Guðs tákn? Eins og kunnugt er fengu Bretar ráð yfir Palestínu í lok heimsstyrjaldarinnar. — Það duldist varla nokkrum sanntrúuðum manni. að jafnhliða, þessum heiðri, er Guð sýndi Bretum, að velja þá fram yfir aðrar þjóðir til þess að verða verndara og hjálparmenn þjóðar sinnar, í því að hún fengi land sitt aftur og kæmist heim, þá var það um, leið ábyrgðarmikið hlutverk gagn- vart Guði. Hvort sem það er heil þjóð eða. einstakl- ingur, sem fær kall af Guði til einhvers, þá fylgir því sú ábyrgð, sem ekki er hægt að vanrækja, án I>ess að mæta. alvarlegum afleiðingum fyrir. 1 flestu má segja, um Breta að þeir hafi komið svo vel fram við Gyðinga, að engri þjóð hefði betur tekizt. Þó álíta margir, að þeim hafi yfirsézt, þegar þeir tak- mörkuðu heimfararleyfi Gyðinga til Palestínu. Til samanburðar er lærdómsríkt að sjá, hvernig Persa- konungar fóru að, undir sömu kringumstæðum. Þeir fengu það hlutskipti að hjálpa Gyðingum heim frá Babeþ er samsvarar alveg hlutverki Breta nú. Kýrus gaf þessa konunglegu skipun út: »Hver sá meðal yðar, sem tilheyrir gervallri þjóð hans, með honum sé Guð hans og hann fari heim til Jerú- salem« (Esra 1, 3). Og Artahsasta, sagði: »Ég hefi gefið út skipun um, að hver sá ... af Israel ... sem vill fara tll Jerúsalem skuli fara ...« (Esra 7, 13). Hér var heimfararleyfið hvorki krenkt né takmarkað., Þó voru þjóðir fyrir i land- inu þá, sem voru algerlega andvígar heimkomu Gyðinga, sem Arabar nú. Þær skrifuðu klögumál 1:il konunganna; en sjáum hvernig Daríus konungur t. d. svarar einu slíku klögumáli, sem óvinir Gyð- inga skrifuðu honum: »Og ég hefi gefið út þá skip- un, að ef nokkur maður breytir á móti úrskuröi þessum — þ. e. reynir að hindra ráðrúm Gyðinga í landinu — þá skuli taka bjálka úr húsi hans og hann hengdur upp og negldur á hann, og hús hans skal fyrir þá sök gera að mykjuhaug« (Esra. 6, 11). Margir sanntrúaðir menn eru á einu máli um, að Bretar hefðu ekki átt að gefa Aröbum nokk- urn rétt gagnvart Gyðingum. Þá má minna á það, að Bretar eru a.ð reyna að koma því í framkvæmd að skipta Palestínu á milli Gyðinga og Araba. Þetta 26

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.