Afturelding - 01.05.1938, Blaðsíða 11
.AFTURELDING
Tollefsen og kona og Immanúel í kerruferð.
kvöldið. Á g'istihúsinu, þar sem við bjuggum, hafði
verið skreytt jólatré í borðstofunni. Hér fékk Imm-
anúel í fyrsta sinn að ,sjá jólasvein. Þegar hann
kom inn um dyrnar, fór Immanúel að háskæla.
Slíkthafði bann aldrei áður séð. Gestgjafirm reyndi
á allar lundir að hugga hann, og þegar jólasveinn-
inn kom til hans, talaði við hann og síðast lyfti
honum hátt upp, til þess að hann gæti sjálfur val-
ið sér jólagjöf af trénu, þá snerist sorgin upp í
takmarkalausan fögnuð.
Nú kvöddum við föður hans með sarum sökn-
uði. Yið grétum öll. Hann hafði þá borgað fyrir
ckkur allan ferðakostnað frá Luvungi og dvöl okk-
ar á gistihúsinu bæði í Uviru, og síðast. í Usum-
buru.
Nú var kominn tími til að fara um borð í skipið.
Ferðalagið yfir Tanganikavatnið var unaðslegt. Það
minnti okkur á Miðjarðarhafið. Gamlái'skvöld kom-
um við ti! Kigomu í ensku nýlendunni. Þaðan fór-
um við svo með járnbrautarlest þvert yfir Austur-
Afríku til Daresalam við indsverska hafið. Þá höfð-
um við ferðast1 stanslaust í 48 klukkutíma, að mestu
leyti yfir óræktað land. Þessi, járnbraut er það
þrekvirki verkfræðinganna, sem á fáa sína líka
í Afríku. Immanúel fannst þetta mjög merkilegt.
Hann hafði aldrei fyrr séð járnbrautarlest,, hvað
þá heldur ferðast með henni.
Við þurftum nú að hafa vegabréf okkar í lagi.
Þetta var heitasti tími ársins í Daresalem, og við
urðum þess vegna að halda okkur inni allan dag-
inn, en er sól var sezt, fórum við niður að strönd-
inni og fengum, okkur bað. Þetta fannst Imman-
úel gaman, ekki sízt að liggja á bakinu á mér í
sjónum. Eitt sinn, er við vorum að þessu, fór stórt
Evrópuskip fram hjá okkur. Slíkt, hafði hann aldr-
ei séð fyrr. Það var skipið, sem átti að flytja
okkur langt burt frá heimalandinu hans. Burt —
út í hið fjarlæga -— ókunna.
Undir suðurkrossinmn.
Við vorum stödd fyrir sunnan miðjarðarlínuna
og gátum séð suðurkrossinn á hverju kvöldi. Þaö
er nokkurskonar leiðarstjarna á þessu breiddar-
stigi.
Hið fyrsta sem þjónninn gerði, er við komum
út í skipið, var að taka Immanúel frá okkur. »Hann
fær ekki leyfi til að vera hér meðal hvítra manna«,
sagði hann. Þetta var í fyrsta sinn, sem Imman-
úel komst í kynni við kynþáttahatrið. Okkur þótti
sárt að sjá hann hverfa undir þiljur, en urðum
auðvitað að beygja okkur fyrir reglum skipsinsi. En
Immanúe] var ekki ráðþrota,, Hann gægðist upp í
stigagatið, og ef hann sá eitthvað til okkar, var
hann ánægður. Svo fór hann að færa sig upp á
skaítið 0(g voga sér lengra og lengra, þar til hann
allt í einu stóð á meðal okkar í salnurn, en þar
var enginn, sem skipti sér af því eða reyndi að
hindra hann. Áður en leið á löngu, var hann orð-
inn eftirlætisgoð allra á skipinu. Hann var svo
barnslega glaður og eðlilegur, að hann ávann sér
hylli allra, jafnvel þjónanna, sem laumuðu ávöxt-
um til hans. Fólkið á fyrsta farrými kom, meira
að siegja, og tók myndir af honum.
Fyrsti viðkomustaður okkar var Porto Amalia,
portúgalskur hafnarbær. Þar var þó ekki svo álit-
legt, að okkur fýsti að koma, í land. Næst var
Mósambik. Þar fórum' við í la,nd og vorum viðstödd
kaþólska guðsþjónustu. Á betra var ekki völ. Þarna
var samt ekkert handa þyrstri sál, en því meira
til að horfa á. Knébeygingar fyrir Maríu mey og
krossmarkinu, vígt vatn, skrautlegt altari, marg-
litir prestakjólar og kórdrengir skrýddir öllum lit-
um regnbogans. Prédikun heyrðum við enga. Er við
komum til Bivi, kunnum við betur við okkur, þar
lágu nefnilega 2 norsk skip á höfninni, en hitinn
var svo mikill, að ekki var viðlit að fara á land.
I Lorenza Marqus fundum við fyrst, að nú vor-
um við komin í betra, loftslag, hitinn er að vísu mik-
ili í Suður-Afríku, en jafnast ekki við hið bruna
heita Kongo. Með skipinu var enskur herramaður.
sem' sagði mér, að eflaust mundi verða erfitt fyr-
ir mig að ferðast, með Immanúel um Suður-Afríku,
35