Afturelding - 01.07.1942, Blaðsíða 2
3*
4
AFTURELDING
AFTURELDING
kemur út annan h,vem mánuð og verdur 70--SO siöur
á ári. Árgangurirm kostar kr. 2,00 og greiöist 1. maí.
Verd í Vesturheimi 50 cents og á Noröurlöndum kr.
3,00. — 1 iausasölu kostar blaöiö 35 aura hvert eintak.
Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Eric Ericson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Hverfisgötu 44, Reykjavik.
Sími 524 2. — Prentsmiöja Jóns Helgasonar.
úTGEFANDI FILADELFIUFORLAGIÐ.
dymar út úr neyðinni. Lyftu upp staf þínurn,
sagði Drottinn við Móse. Við þurfum að taka up]>
Orð Guðs, sem okkar einasta vopn, annað gildir
ekki í ýtrustu neyð. Við þurfum að spyrja eftir
gömlu götunum, götunum sem Móse gekk. Réttu
út hönd þína yfir hafið, sagði Guð einnig. Það
er nún, hönd trúarinnar, sem Guð viðurkennir
í dag, engar aðrar hendur. »Því að réttlættir af
trú höfum vér frið við Guð«. Önnur leið er ekk’
fyrir hendi. Hverja slíka hönd, sem rétt er út
yfir haf skelfinganna, í áttina til Guðs, í hana
tekur Drottinn til að leiða hana gegnum Rauða-
hafið.
Heimurinn er sekur fyrir Guði. Ég er strá i
stakknum, þú líka. Reisum því ekki upp neinn
rimlastiga sjálfsblekkingar né sjálfsréttlætingar
á bak við staðreyndirnar. Ger miklu heldur bæn
tollheimtumannsins að þinni bæn: »Guð, vertu
mér syndugum Iíknsamur«. Ilann fór réttlættur
heim, stendur skrifað. Svo getur þú einnig farið
réttlættur heim, er þú hefir beðið sömu bænar,
með sama sundurmarða hugarfari. Trú þú, að fyr-
ir fórn og dauða Drottins Jesú Krist, fáir þú fyr-
irgefning synda þinna. »Þann, sem til mín kemur,
mun ég alls ekki burt reka«. Jóh. 6, 37.
»Ætlið ekki, að ég muni ákæra yður fyrir Föð-
urnum«, sagði Kristur, »sá er til, sem ákærir yð-
ur, Móse ... því að ef þér tryðuð Móse, þá tryö-
uð þér og mér«. Jóh. 5„ 45—46.
Svo eigum við þá öll eftir að mæta fyrir opin-
beruðu Orði Guðs, mæta fyrir Kristi. Þá skipt-
umst við í tvo flokka, ekki meira. f ciðrum eru
menn með óuppgert líf, ófyrirgefnar syndir. AUu
þá brestur djörfung, og vildu þeir mega skýla sér
að baki hans. Hinir koma ineð uppgert líf, fyrir-
gefnar syndir. Þeir hafa djörfung hinna endur-
leystu og'þurfa ekki að leita á bak við neitt, held-
ur ekki auglit Guðs.
Norðmaður einn hefir sagt mér frá einkar merki-
legu fyrirbæri, er átti sér stað, er Þjóðverjar gerðu
innrásina í Noreg. Meðal fjölda fallbyssna átti
norski herinn tvær, fornar mjög. Þær voru ekki
taldar nothæfar í hernaði og höfðu verið settar
til hliðar. En nafn þessara fallbyssna tveggja var
því merkilegra. Þær hétu »Móse« og »Aron«. Nú
þegar voðinn skall yfir, voru hergögn öll af skorn-
um skammti. Var því ráðist í það, að sækja »Móse«
og »Aron« inn í ruslageymsluna. Og rykug'ir voru
þeir, hlessaðir, og illa klæddir, þegar þeir voru
leiddir fram á hólminn. En heyrðu nú til! Meö
(jessum byssum var það skot gerl, sem Þjóðverj-
ar hefðu kallað »eikarlaufs-skotið«, hefði það ver-
ið hjá þeim. Það er heiðursskotið í norskri land-
vörn. Það var nefnilega »Móse« og »Aron«, sein
skutu 1 kaf eitthvert fullkomnasta herskip Þjóð-
verja. Segi og skrifa: Tákn tímanna!
Það hefir verið farið svipað að við Orð Guðs,
'og fallbyssur þessar. Sápuþvottamenning nútím-
ans hefir álitið það sem úrelt vopn, orðið of gam-
íilt. Það hefir verið sett til hliðar, látið rykfalla,
ineðan hyggjuvit mannanna hefir fægt og smurt
vélahergögn ,s/ín. — En vitið þetta: það koma dag-
ar, það kemur neyð, þegar gamla fallbyssan sú,
Guðs Orð, verður leidd fram á hólminn. Með henni
;i hÖnd Drottins eftir að gera stærsta og bezta
skotið: »Enn einu sinni mun ég skjálfa láta, eltki
jörðina eina, heldur og himininn. En þetta einu
sinni, birtir umskipti þeirra hluta, senr bifast,
eins og við má búast, þar sem þeir eru skapaðir
til þess að það standi stöðugt, sem eigi bifast. Þar
sem vér höfum fengið óbifanlegt ríki, þá kunn-
um þakkir, að vér með því megum þjóna Guði
velþóknanlega með guðhræðslu og ótta. Því að
vor Guð er eyðandi eldur«. Hebr. 12 ,27—29.
Þetta verður »eikarlaufs-skotið« í landvörnum
Guðs ríkis.
Hvar ætlar þú að standa þá, lesari minn? 1
rimlastiga sjálfsréttlætingarinnar á bak við stað-
reyndirnar, eða t vári endurlausnar Krists á Gol-
gata?
Hvort heldur?
Á. E.
Gripfð tií allra ráða. í kirkju einni I Ohiö er lagður
doUaraseóiU af handahófi innan í eina af söngbókunum,
sem notaðar eru. við guðsþjónustuna. Er þetta gert til að
auka aðsóknina, þvl að sá á, «em hlýtur seðilinn.