Afturelding - 01.07.1942, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.07.1942, Blaðsíða 8
44 AFTURELDING Þao var ekki hægt að sveigja Kalla, svo að A'innumaðurinn varð að fara. Hreppstjórinn var alveg undrandi yfir hörku drengsins í garðtgamla fiskimannsins. »Eg er alveg hissa, sagði liann og tók sig um hökuna. Þegar hann var drengur, var hann svo hrifinn af gamla Lassa, svo hann var þar allt af, þegar hann gat. Við verðum að biðja mikið fyrir drengnum okkar. Ég er hræddur um, að syndin sé að1 ná tökum á honum«. Þrettándinn var kominn. Það hafði verið blíð- veður, svo snjórinn var horfinri aftur. Það var dimmt úti og stormurinu hristi hin nöktu tré. Inni í hinu hlýja herbergi stóð hrepþstjórinn frammi fyrir syni sínum. »Nei, Kalli minn, þú fer ekki þangað aftur«. »En pabbi ...« »Dengur minn, þú hefir verið á Lækjarbakka tvisvar um jólin. Fyrsta skiptið, hélt ég, að það A'æri venjulegt jólaboð, seinna skiptið fór mig að gruna og fór að spyrjast fyrir, hvernig þetta boð væri. Nú veit ég, að Lækjarbakki er orðinn reglu- legt drykkju- og spilabæli. Og ég banna þér að fara þangað«. Kalli þorði ekki að rnæla á mótj. Fólkiðá hreppstjórgbænum háttaði snemma. ()g það átti vel við áform Kalla. Hann hafði séð um að auðvelt væri að opna gluggann og beið aðeins eftir þvj', að allt yrði hljótt á bænum. Er hann hafði háttað, kom faðir hans inn og bauð honum góða nótt og sagði: »Guð blessi þig, drengurinn minn, mættir þú forðast iiið iJla og aldrei sitja í hóp spottaranna, heldur ganga veg Guðs, og þá mun Drottinn lilessa þig. Svo fór liann inn til að sofa. Ivalli lá og beið, Er allt var hljótt inni hjá foreldrunum, læddist hann úr rúminu og klæddi sig. Svo opnaði hann gluggann hljóðlega og stökk út, lét gluggann aftur og hélt af stað að Lækjarbakka. Það var seint, svo að honum fannst það taka of langan tíma að ganga veg- inn, svo að hann ákvað að fara beina leið yfir ísilagt stöðuvatnið. Hann hélt, að ísinn væri traustur, en s\ro var ckki. Er Kalli kom út á mitt vatnið, hrotnaði ísinn og hann sökk niður í hið dimma djúp. Hann kom aftiuv upj) í vökin'ni og hóf angistarfplla baráttu fyrir lífinu. fsröndin var veik og hrotnaði við tilraun hans að komast upp. Myndi hann (deyja núna? »Góði Guð, miskunna þu mér«, hað hann. Svo sá hann ljós í gluggan- um hjá Lársson fisltimanni og fór að hrópa á bjálp. »Hjálp! Hjálp! H-j-á-á-á-l-p! ómaði í næturkyrrö- inni. Það var ekki mikil von, að gömlu hjónin lieyrðu neyðarkall hans. En ef þau tækju ekki eftir því, livað þá? Þá væri hann glataður bæði fyrir tím i og eilífð. En Larsson heyrði neyðarkallið og kom með langan planka. Hann ski’eið út til hins drukku- andi drengs, ýtti plankanum til hans og hjálp- aði honum upp úr vökinni. Svo skreiddust þeir báðir til lands. »Hver ertu?« s|)urði Larsson, á leiðinni til lands í myrkrinu. »F.g er Kalli frá Austurgarði«, svaraði hann lágt. »Ö, Guði sé lof, að ég skyldi he.yra til þín, Kallik Gamla frú Larsson kveikti upp eld og lét hann fá þurr föt. Svo var honum gelið heitt kafli tií ;ið hressa sig á. Meðair hann sat þar og virti fyr- ir sér gamla manninn, sem var að bæta í eldinn, til þess að fötin hans þornuðu, þá hvarf einnig kuldinn úr hjarta hans og hann fór að gráta. »Nils, geturðu fyrirgefið mér, hvað ég hefi ver- ið \’ondur?«; Larsson gekk til hans og sagði: »Vísl fyrirgef ég þér. En þú skalt líka hiðja Guð að fyrirgefa þér«. »Já, en ég hefi verið svo vondur, af þvj' ég \ issi, að þið voruð að hiðja fyrir mér. Og,ég var á leið- inni að Lækjarbakka, til að skennnta mér við spil og dans, þó að pabbi væri búinn að bann;i mér það. Hann heldur að ég sofi í rúmi mínu, eins og góður og hlýðinn sonur. Ég vil ekki aö pabbi fái að vita, hve vondur ég hefi verkk. Klukkan þrjú um nóttina voru fötin hans þurr, svo að hann gat farið heim. Þegar foreldrar hans vöknuðu um morguninn, þá svaf Kalli, og þau vissu ekki neitt um, hve nærri hafði legið, að þau misstu hann. Það leið fram á vorið. Þá kom Larsson gamli einn daginn með þessa Irón: »Getið þið hjálpað mér um einn poka af kartöflum? Við erum orðin kartöflulaus«. »Það er varla ha:gt«, svaraði hreppstjórinfi, »því það er ekki mikið eftir hjá okkur heldur«. >>Auðvitað eigum við að hjálpa honuin«, sagöi Kalli og stóð upp. »Það er auðveldara fyrir okk- ur að ná í kartöflur, ef við þurfum. Ég skal fara og láta í pokann«. Hreppstjórinn varð alveg undrandi og sagði við konu sína, þegar hinir voru farnir út: »Hvað segii'

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.