Afturelding - 01.07.1942, Qupperneq 4
AFTURELDING
WILLIAM E.
BOOTH-CLIBBORN:
Hrafns- eða
dúfuandinn
Hvort vilt þú licldur, vald hrai'nsins eða dúi-
unnar? Þessir tveir fuglar eru í heiminum í dag.
Það íinnast aðeins tveir andar og þeir tefla uití
herravaldið yfir mönnunum. Hjá Esekíel, Nahúni
og Obadía eru fuglarnir dregnir fram, sem lík-
ing upp á andavaldið. Kristur notar fuglana. sem
líking upp á andavald vonzkunnar. Sjá, dæmi-
pöguna um sáðmanninn og fleiri staði.
Guð einn veit, hvers vegna hann sendi hrafn-
inn fyrst iít. Þenna grimma, svarta og óhreina
anda. Ef þig langar til þess að sjá mynd af anda
myrkursins, þá virtu hrafninn fyrir þér. Hann fet
sí-stelandi, sí-drepandi. Hann er óvinur allra
fugla. Allt af óánægður, slöðugf á flökti. Hann
á hvergi heima, en er allt af á sveiini. Það er
sýnilegt, að eðli mannsins er gersýkt af anda
hrafnsins.
Það finnast ákveðin skapgerðareinkenni hjá
hverjum óendurfæddum manni, er sýna, að hann
er undir áhrifavaldi hrafnsins. Hér finnst eng-
inn millivegur. Hér þekkist ekki hugtakið: hlut-
laus. Annað tveggja ertu undir áhrifavaldi hrafns-
ins eða dúfunnar. Undir áhrifavaldi heggja get-
ur þú heldur ekki verið. Nei, þessir tveir fuglar
blanda sér ekki samaní
Hvers vegna sendi Nói hrafninn fyrst út? Já,
hvers vegna? Þú segir: Fyrir því er engin bein
orsök. Það stcndur á einum stað hjá Job, að Guð
Jýsi ekki æfinlega ástæðum fyrir því, að hann geri
svo og svo. Hann gerir það, sem nonum sýnist.
Hann fullkomnar sína ráðsályktun.
Hvers vegna sendi Nói hrafninn fyrst út? Næst-
um hver einasti maður hefir varpað þessari spurn-
ingu fram. Margir og aftur margir hafa spurt
Guð, hvers vegna hann hafi sent hið illa inn í
heiminn? Höggormurinn gat ekki án Guðs vilja
komizt inn í Eden. Guð hafði ákvörðunarréttinn.
Hvernig koin þá Satan inn?
Ef Guð ætti að skýra manninum l'rá því, hvers
vegna hann gerir svo í öllum málum, þá. væri
maðurinn orðinn jafningi Guðs, en það er hann
ekki. Je§ús sagði við lærisveina sína: Það sem
ég geri nú, skiljið þið ekki, en seinna munuð þið
skilja það. Það eru margir hlutir, sem Guð hefir
aldrei útskýrt.
En eitt vil ég segja, sem er fullkomlega víst:.
Sami' Guð, sein leyfði hrafninum að koma inn
í heiininn, hann leyfði einnig dúfunni að koma
þangað. Hversu mörgum sinnum hefi ég ekki hugs-
að sem svo: Hve yndislegt væri ekki að lifa, ef
við hefðum engar sorgir og erfiðleika í lífinu!
En maður, sem treður brennheitan eyðimerkur-
sandinn, með blóðrispaðar fætur, hann kann aö
meta svalandi skuggann undir klettinum. Mað-
urinn, sem gengur allan daginn í brennheitri eyði-
mörkinni, án þess að dreypa á vatni, hann getur
hezt metið hið svalandi vatn. Það virðist og stund-
um líta út fyrir það, að við þurfum að reyna
hungrið, til þess að kunna að meta góðan rétt
jnatar.
Ef engill frá himnum kæini upp í ræðustólinn,
mundi ég segja við hann: Þú getur ekki prédik-
að hér í kvöld eins og ég. Hvað veizt þú um of-
urvald syndarinnar? Hvað veizt þú um sársauka
þeirra banda, sem bindá mennina, og þeir geta
engan veginn losað af sér? Hvað veizt þú um
kvíða og hugsýki? Hvað veizt þú um óttann við
dauðann? Það er eilífur dagur hjá þér. Þíí þekk-