Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 4
AFTURELDING samlegan hátt og hann fékk að tala nýjum tungum og spá eins og postularnir forðum. Eftir þetta fór hann út sem vitni Drottins og Guð notaði þjónustu hans ríkulega sálum til blessunar. — Árið 1933 var hann kallaður sem prédikari til Fíladelfíu- safnaðarins í Stokkhólmi, sem er stærsti Hvítasunnusofn- uður á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Þeirn söfnuði þjónaði hann síðan óslitið til dauðadags að und- anteknum árunum 1942—1945, sem hann var forstöðu- maður Smyrnasafnaðarins í Gautaborg, sem í fjölda mörg ár hefur kostað trúboða hér á íslandi, nefnilega Signe og Eric Ericsson. Frá árinu 1945 var Allan Törn- berg annar forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Stokk- hólmi og þannig nánasti samstarfsmaður Lewi Petbrus. Auk starfs síns heima fyrir ferðaðist Allan Törnberg mik- ið í þjónustu fagnaðarerindisins. Tvisvar var hann kall- aður sem kennari til erlendra biblíuskóla, bæði til Ham- borgar og Vínarborgar. Þá má nefna ferðir hans til Bandaríkjanna árið 1946, til Palestínu 1953 og loks til Suður-Ameríku 1954. í þeirri ferð sýktist hann af malaríu og varð ákaflega veikur. Þótt hann kæmist til heilsu á ný varð hann aldrei samur maður síðan og er álitið að afleiðingar veikinnar hafi flýtt fyrir dauða hans. Allan Törnberg fór heim til Guðs aðfaranótt 3. des. ember 1956. Hann var þá í prédikunarferð í Falun. Hann hafði verið þar í nokkra daga og ætlaði að fara 'heim 3. desember. Karl-Erik Heinerborg, sem þá var forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í Falun, hefur sagt frá þessum síðustu dögum Törnbergs hér á jörðu, á þessa leið: „Guðs orð var þessa daga eins og ljóskastari, sem lýsti til baka í djúp sögunnar, en um leið á trúfesti Guðs. En framar öllu varpaði Orðið Ijósi sínu fram á veginn. Við gátum skynjað fall núverandi heimsmyndar, en sáum nýjan himin og nýja jörð skína við okkur. — M. a. talaði Törnberg um Jakob, er hann blessaði syni sýna en safnaðist því næst til ferða sinna. í því sambandi sagði hann: „Ég vildi óska að ég mætti gera eins og Jakob. Blessa, blessa og blessa á ný og fara síðan beint heim til Drottins.“ Er hann hélt sína síðustu prédikun, glaður í Heilögum Anda, sagði hann m. a. hrærður til tára: „Ef þetta væri minn síðasti dagur á jörðu hér, þá hef ég þó vitnað þrisvar sinnum um Jesúm.“ Þetta hafði djúp áhrif á mig, sérstaklega þar sem hann skömmu fyrir prédikun sína hafði lotið að mér og sagt hrærður: „Karl-Erik, ég lifi ekki lengi enn“. Eftir þessa samkomu sagði ég við konu mína að þrátt fyrir þessar dásamlega blessuðu samkomur finndist mér sem ég kæmi frá jarðarför. Um nóttina vitraðist konu minni sýn. Hún vaknaði og sá þá 4 hvar himnesk vera, sem hún áleit vera Jesúm, kom inn í herbergi okkar. Snemma morguns sagði hún mér frá sýninni og við undruðumst bæði. Stundu síðar fengum við að vita að Jesús hafði tekið bróður okkar, Allan Törn- berg, heim til sín um nóttina.“ Enn er eitt ótalið úr lífi Törnbergs, sem gerði hann að óvenjulegum manni. Það eru söngvar hans, sem eru elsk- aðir og sungnir af öllu kristnu fólki á Norðurlöndum og jafnvel víðar. Hér á íslandi mun söngurinn: „Ó, þekkirðu ekki undurfagra nafnið,“ vera þekktastur. — Sjálfur hefur hann sagt svo frá, að þessi gáfa hans hafi verið eins og falin æð, sem brauzt fram Guði til dýrðar, fyrst árið 1932. Törnberg segir svo frá: „Ég hafði verið frelsaður í fjögur ár og var í stuttri heimsókn í Borás, þar sem ég hafði verið bankastarfsmaður áður en ég frelsaðist. Hugsunin um mitt fyrra líf og núverandi gagntók mig sterklega. Ég var gagntekinn af undri Guðs náðar, sem hafði skeð í lífi mínu og fann hjá mér sterka löngun eftir að tjá á einhvern hátt gleði mína og þakklæti. Þannig urðu fyrstu söngvar mínir til. Ég minnist vel hvernig ég fékk þann söng, sem er kannski mest sunginn af þeim öllum. Ég var að bíða eftir bróður á járnbrautarstöðinni í Borás, þegar ég allt í einu fór að raula lag. Það var eins og lind sprytti upp innra með mér og orðin sköpuðust skyndilega, vers eftir vers. Ég leitaði að penna og pappír, en fann aðeins umslag. Á bakhlið þess hripaði ég niður fyrstu þrjú versin og kórinn. Þegar ég kom heim, settist ég við píanóið og allur söngurinn var tilbúinn á fáeinum mínútum. Sama kvöld söng ég hann opinberlega með óttablandinni undr- un, en ég varð ekki svo lítið forviða þegar hann vakti slíkan áhuga og gleði.“ Þetta var söngurinn: „Sæl er hver sú þjóð er Drottins fögnuð fann,“ og birtur er hér í blaðinu. Það er eins með söngva Allans Törnbergs eins og annað, sem hann hefur skrifað. Allt er vel fallið til að vekja gleði og trúar- traust, ásamt þrá eftir meira frá Guði. Allan Törnberg var auðmjúkur en þó djarfur Guðs þjónn. Skapgerð hans virðist hafa verið mild og tilfinn- ingarík og tvímælalaust hefur hann átt sínar haráttu- stundir í einrúmi með Guði sínum. En liann hefur líka haft ríkan hæfileika til að taka á móti unaðssemdum þeim, sem Guð gefur sínum börnum í samfélagi við sig. Hann fékk að sjá ávexti af lífi sínu og starfi fyrir Drottin, en hann var stöðuglega sami auðmjúki þjónninn. Eitt sinn er hann var forstöðumaður í Gautaborg og starfið krýndist blessun og framgangi, kom systir til hans og sagði: „Við biðjum til Guðs fyrir þér að þú verðir ekki hrokafullur.“ Þá svaraði Törnberg: „Kæra É

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.