Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 15
AFTURELDING Kveðja frá þakklátum lesanda. Kæru vinir! — Ég sendi blaðinu smá sendingu. Hún er eins og gjöf ekkjunnar forðum, en ég bið góðan Guð að blessa og margfalda hana í Jesú blessaða nafni. Þetta er áheit, sem gekk eftir á svo dásamlegan hátt. Ég þakka allt, sem blessað blaðið færir mér. Ég les það allt um leið og það kemur. Við erum áskrifendur. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk til að starfa undir rnerki meistarans, sem sagði: „Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa Ijós ]ífsins.“ Lofað veri hans blessaða nafn! Svo langar mig að senda lítil bænavers að endingu. Lof sé þér, GuS, fyrir lífsins fögru braut. Lof sé þér, GuS, fyrir sorgir, böl og þraut. Lof sé þér, Gufi, fyrir heilsu, heyrn og mál. Fíimneski Gufi, þig lofi tunga og sál. Blessa þú, Drottinn, bœfii menn og dýr. Bœnlieyr þú, Drottinn, hvern sem til þín flýr Vernda þú, Drottinn, verkin stór og smá. Vert þú, ó, Drottinn, börnum þínum hfá. Eilífur Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gæfuríkt komandi ár. Þakklát móSir. (Bréfi þessu fylgdu kr. 50.00, sem við þökkum hjartan- lega, eins og kveðjuna. Ristj.) Guð mætti mér. Því nær Jesú, sem við komum, og því öruggari sem við erum í trúnni á hann, því auðveldara er fyrir okkur að öðlast fyrir trúna þann rétt, sem við eigum sem kristnir, 1 friðþægingu Jesú Krists. Þetta skrifar hinn þekkti norski læknir, Osvald Orlien. °g hann heldur áfram: Allt í kringum okkur ske undursamleg kraftaverk fyrir trú og bæn, og fyrir það þökkum við Guði innilega. En Guð vill gera langt um meira fyrir okkur, aðeins ef við frambjóðum okkur enn meira honum. Sjálfur hef ég verið sjúkur. Það voru berklar í vinstra nýra. Ég lá á sjúkrahúsi í Osló og leið miklar kvalir. En einmitt þarna á sjúkrahúsinu mætti Guð mér í náð sinni. Veit ég vel, að trúað fólk bað fyrir mér, bæði í Noregi °g Svíþjóð. Síðla kvölds reyndi ég nokkuð, sem var alveg óviðjafnanlegt. Ég sá Golgata, ég sá krossinn og ég fór að raula þennan blessaða sálm: „Til Golgata ég gekk einn dag. og gegnum tárin sá Guðs heilagt blóð á hrjúfum kross. Ég horfði lengi á“. í sömu andrá gekk heitur straumur gegnum alla veru mína. — Guð mætti mér! Erá þessari stundu varð gerbreyting á sjúkdómi mín- um. Mér fór allt í einu að batna. Það er óviðjafnanlegt að trúa á Guð! Það er þó ekki ævinlega að við fáum hjálþina eins fljótt og við óskum, og það getur verið að við þurfum að ganga gegnum djúp vötn. En þegar Guð kemur verður það því dýrðlegra. GJAFIR OG ÁHEIT til FíladelfíuscrfnaSarins. L.L. Rvík kr. 400, S.A. Rvik 100, N.N. Ve. 1000, Kona Akra- nesi 100, V.M. Rvík 110, N.N. Sigluf. 160, K.K. SauSárkróki 100, N.N. SauSárk. 50, J.H. Rvik 75, G.M. Rvik 822.21, L.J. Rang. 1000, R.H. Rvík 50, N.N. Sigluf. 1000, Vinir í Fljótum 2500, M.J. Rvik 250, S.B. SiglufirSi 1000, Þ.Þ. Rvík 500, N.N. Hafnarf. 50, N.N. Rvik 65, S.J. Rvik 100, M.G. Mýrdal 500, D.V. Akureyri 160, Á.E. Rvík 200, Á.A. Hafnarf. 400, X Rvík 50, G.B. Rvik 55, X Rvík 50, Hjón V.Hún. 500, S.J. 100, V.S. ísafjs. 500, K. S. Rvik 1000, S.G. Mosfellssv. 50, E. Gíslason afh. frá ónefndum 500, G. K. BarSastr. 225. Gjafir til Islenzka kristmboðsins. A.K. Ve. kr. 100, áheit 50, ÁogÞ. 120, L.Þ. 300, Á.J. S.krók 100, H. E. Ak. 100, StJ. Rvik 100, G.F. Skagf. 200, M.J. Rvík 250, Vinir í Fljótum 1000, N.N. 40, áheit úr V.-Skaft. 50, Ól.D. Rvik 120, N.N. Sigluf. 400, S.J. Rvik 265, fórn frá Stykkish. 864, Vinir á Akranesi 1400, Sv. Á. 300, Á.J. Rvik 200, G.J. Rvík 100, Á.G. fyrir seldar flöskur 45, frá Selfossi 135, frá Akureyri 1360, Á.G. Rvík 100, N.N. 240, jólagjöf frá börnunum í Hrútsholti 150, .1. Muller 60, S.Ó. Rvík 100, A.Bj. Rvík 100, frá ísafirð’i 500, L.IL. Rang. 300, Þ.G. Rvik 100, P.J. SauSárk. 500, Fíladelfía Sauðárkr. 400, sunnudagaskóli Sauðárkr. 175, safnað af Betelsöfnuði Ve. 8201,98. Gjafir til Gundu Liland. Kr.IJ. kr. 150, Kj. Akranesi 100, frá ísafirði 85, safnað af Betel Ve. 500, Þ.Þ. Rvík 100. Áheit til Fíladeljíusajna&arins í Kcjlavík. Áheit til Fíladelfíu í Keflavík, frá konu kr. 50.00. Gjöj til R. Ásblom, Grœnlandi Vinir í Fljótum kr. 500.00 Kærar þakkir fyrir allar þessar gjafir til Guðs málefnis. 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.