Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 12
AFTURELDING Cgód btaiftnL og (Jfu2s uatk. Menn segja stundum: „Ef ég geri eins vel og ég get, mun þá Guð ekki í miskunn sinni taka með velþóknun á móti mér þess vegna?“ Og: „Ég trúi, að Guð líti meir á, að menn breyti vel og geri góð verk, heldur en það, hverju menn trúa, ef góð verk fylgja ekki með hjá þeim, sem trúa, þó að það sé sjálfsagt gott að vera trúaður.“ Við skulum nú athuga þetta í allri einlægni, því að óeinlægni gefur aldrei svar í vandamáli. Hver treystir sér að segja við Drottin: „Ég ætla með góðri breytni að bæta fyrir syndir þess liðna?“ Vinur minn þú veizt, að þú hefur aldrei verið settur eða sett til að dæma um þin eigin verk, hvort þau hafi gildi þér til hjálpræðis og til að færa afstöðu þína til samræmis við Guð þinn. Auk þess átt þú ekki vist, að breytni þín verði fullkomin, því að holdið er veikt. Vilt þú þá gera mig alveg vonlausan — eða vonlausa? — segir þú. „Þeir, sem vona á Drottin, fá nýjari kraft“. (Jes. 10;31). „Meðan vér enn vorum óstyrkir, dó Kristur á tiltekn- um tíma fyrir óguðlega.... Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum.... Vér urðum sættir við Guð fyrir dauða sonar hans. .. .“ (Róm. 5; 6, 8, og 10 ). Hvernig get ég vitað þetta? Við skulum athuga það bráðum — en ef þú getur ekki vitað þetta, þá getur þú enn síður verið viss um að Guð muni taka góð og gild þín verk, sem þú veizt, að eru ekki fullkomin. Það er þýðingarmikið, þegar maður upp- götvar, að Guð geti vitað meira en maður veit sjálfur. En þú þykist þó geta frætt mig og því vita nokkuð mikið. Sömuleiðis athugum við það bráðum. Og hvað þá um góðu verkin? Á maður ekki að vinna þau? Jesús svaraði og sagði við þá: „Þetta er verk Guðs, að þér trúið á þann, sem hann sendi.“ Og hann sagðist vera sá, „sem faðirinn helgaði og sendi í heiminn.“ (Jóh. 6;29 og 10;36). Þarna er þá umsögn Jesú um það, hvað eru verk Guðs, sem vér getum unnið, það er verk, sem fyrir Guði gildi. Þar með verðum við ef til vill að endurskoða okkar fyrri mælikvarða á það, hvað eru góð verk. Góð verk 12 eru verk, sem fyrir Guði gilda, því að einn er góður, það er Guð, sagði Jesús og „Ég og faðirinn erum eitt“ (Jóh. 10;30) og kallaði Guð föður sinn. Þar með og með mörgum fleiri orðum lýsti Jesús yfir, að hann væri Guð af Guði. Guðs sonur — enda sögðu Gyðingarnir, að hann gerði sjálfan sig Guði jafnan. En Jesús frá Nazaret var „kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisu frá dauðum. .. .“ (Róm. 1;4), og með mörgum táknum, sem hann hafði gert. Meðal margra annarra, sem Jesús læknaði, var lamaður maður, (sem getið er um í Matt. 9, 2—8), og fyrst sagði hann við hann: „Barnið milt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“ Menn. sem heyrðu þetta, hneyksluðust á þessum orðum. En þá sagði Jesús meðal annars: „Til þess að þér vitið, að manns-sonurinn hefur vald á jörðu til að fyrirgefa syndir — þá segir hann við lama manninn: — Statt upp, tak rékkju þína og far heim til þín“. Við það læknaðist mað- urinn, og hann stóð upp og fór heim til sín. Jesús sannaði sinn guðdóm þar. Og postularnir, sem Jesús valdi og upp- fræddi og fyllti sínum Heilaga Anda voru fyrir náð Drottins Jesú færir um að „fara rétt með orð sannleik- ans.“ (II. Tím. 2;15). Stundum getur manni fundizt Guðs heilagleiki ægi- legur — og jafnvel óaðgengilegur — einkum ef okkur finnst þeir, sem hafa Guðs nafn á vörunum og tala mikið um trú á hann, ekki vera eins kærleiksríkir og þeir ættu að vera. — Já, Guð miskunni okkur öllum. Þeir, sem trúa á Guð og son 'hans Jesúm Krist, þurfa að vera kær- leiksríkir, svo að þeir laði menn og konur til Krists, fólk. sem hjá vantrúuðum hefur oft mætt kulda og lítilsvirðingu á guðlegum efnum. Og þá erum við komin að því, að trúin á að „fullkomn- ast af verkunum“ eins og hjá Abraham (Jak. 2;22) og að dauð trú er engin trú. En hvað er þá lifandi trú? Hún er sú snerting við Guðs náð, að maður þiggur Guðs gjöf, sem er Jesús Kristur. „Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti og helgun og endurlausn“. „Þökk sé Guði fyrir sína óum- ræðilegu gjöf.“ (I. Kor. 1;30, II. Kor. 9; 15). 1) Hann bar sjálfur syndir vorar á líkamá sínum upp á tréð. (1. Pét. 2;24). Guð, „hann fyrirgaf oss öll afbrotin, er hann afmáði L

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.