Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 3
AFTURELDING Hinkfinnilftgiir vrgnr I borg einni í Bandaríkjunum, þar sem trúaSir verzlunarmenn haía fé- lagsskap með sér, sagði einn félags- mannanna frá því, hve einkennileg at- vik hefðu leitt hann til afturhvarfs. Frásögn hans var á þessa leið. — Þessi þýðingarmikla reynsla í lífi mínu átti sér stað á Havai. Faðir minn hafði verið kristniboði á þess- ari ey í Kyrrahafinu. Þar var ég fæddur. En sem ungum sveini var mér komið til Bandaríkjanna og þar ólst ég upp, enda verið þar mestan hluta ævi minnar. Nú atvikaðist það svo eitt sinn, að ég ferðaðist til Hawai. Ég var eins og margur ungur maður, andvara- laus um líf mitt og var nú orðinn ó- reglumaður. Meðan ég dvaldi þar á eynni, bar það við dag einn, að ég drakk vitið frá mér, og var á þvælingi hjálparvana. Rétt sem það var, víkur að mér gamall, innfæddur maður og fer að stumra yfir mér. Það endar með því að hann lyftir mér upp á arma sér og ber mig inn í kofa sinn. Hér þvoði hann andlit mitt úr fersku vatni, hit- aði sterkt kaffi handa mér og talaði vinsamlega og í miklum kærleika við mig. Öll framkoma gamla mannsins hafði þau áhrif á mig, að einkenni- leg, friðsæl ró færðist yfir sálarlíf mitt. Þegar víman var runnin af mér, spurði ég þennan ókunna mann: — Heyrðu, æruverðugi gamli mað- ur, hvers vegna hefur þú gert allt þetta fyrir mig? — Ég skal segja þér ástæðuna fyr- ir því, svaraði öldungurinn. Sá göfugasti maður, sem ég hef nokkru sinni kynnzt, var hvítur mað- ur frá Ameríku. Ég var þá forfallinn drykkjumaður sjálfur. En á hinn göfugmannlegasta og kærleiksrík- asta hátt tók hann mig upp af götu sinni og leiddi mig til Jesú Krists. Allt sem ég er, og get vonazt til að verða, hef ég þessum manni að þakka, næst Guði. Hvenær sem ég sé hvítan mann í sama ástandi sem ég var sjálf- ur, þegar hvíti maðurinn hjálpaði mér, þá verð ég altekinn einni hugs- un, að geta hjálpað honum eins og mér var hjálpað af Ameríku-mann- inum. — Hver var þessi Bandaríkja- maður? spurði ég. — Hann var kristniboði og hét Blank. — Kristniboðinn Blank? Hann var einmitt faðir minn! Og kaupmaðurinn hélt áfram: — Það sem ég nú er, og get von- azt til að verða, það þakka ég þess- um æruverðuga öldungi á Hawai, næst Guði. KYIKA DAGSINS ÓVENJULEGUR MAÐUR. — I síðasta tölublaði var þess getið, að Oswald Smith frá Torontó, Kanada, mundi koma til Reykjavíkur í vor og hafa samkomur í Fríkirkjunni í Reykjavík, frá 11. til 18. júní. — Þess var einnig getið að mörg trúarfélög kristinna manna hér á landi, stæðu saman að komu hans. Af því getur lesarinn ályktað, að hér sé um óvenjulegan mann og óvenjulega heimsókn að ræða, enda er það líka svo. Oswald Smith er heimsþekktur mað- ur. Mun hann áreiðanlega láta þau spor eftir sig hér, eins og alls staðar annars staðar, þar sem hann hefur komið, að sjá megi að maður hefur komið og gengið um garða, er nýtur náðar Guðs. Þess vegna eru allir hvattir til þess að nota þetta einstæða tækifæri til að hlusta á þennan mæta mann. Fólk er beðið að minnast tím- ans, er hann kemur, og fylgjast með auglýsingum um samkomurnar, er bæði munu koma í útvarpi og blöðum. Það hefur verið minnzt á það, livort fólk utan af landi vildi ekki athuga þann möguleika að koma til Reykjavíkur og vera á einni eða fleiri samkomum. Oft er talað um það, að hópferð hafi verið gerð alla leið frá Norðurlandi til að sjá fræga leiksýningu í Þjóðleikhúsinu, eina kvöldstund. Væri þá nokkuð meira þótt kristnir menn sýndu sama áhuga, þegar um heimsþekktan guðsmann er að ræða, sem kemur úr annarri heimsálfu til þess að tala um það við íslendinga nokkur kvöld, sem mest er í heimi. — Hvort skyldi hafa meira og varanlegra gildi fyrir tíma og eilífð að horfa á leiksýn- ingu eða hlusta á slíkan mann? Á. E. 35

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.