Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 4
AFTURELDING T. B. GARLAND: Bæn ekkjnnnar I söfnuði okkar var fyrir mörgum árum ekkja eftir skipstjóra. Hún bað mikið til Guðs um að einkason- ur hennar, sem var sjómaður, mætti frelsast. Hann var búinn að lofa móður sinni að vera henni til hugg- unar og hjálpar, en varð fyrir á- hrifum af vondum félagsskap og varð mjög spilltur og fór að lifa léttúðarfullu lífi. Mörgum sinnum var ég búinn að fara til veitinga- hússins og annarra staða þar sem freistingavaldið hafði orðið honum yfirsterkara, til þess að fá hann að fara heim til mömmu sinnar. Hann neitaði aldrei að fara með mér, þeg- ar ég nefndi nafn móðurinnar. Það leit út fyrir að ómótstæðilegt vald lægi í þessu fagra orði „mamma“. Ég fór þá oft með honum upp á herbergið, þar sem var haldinn sunnudagaskóli. Þangað hafði hann komið mörgum sinnum, þegar hann var lítill drengur. Þar talaði ég við hann þangað til hann var svo gagn- tekinn, að tárin runnu niður kinnar hans, og hann lofaði því að bæta ráð sitt. Við eitt slikt tækifæri gaf ég hon- um vasabiblíu, og hann lofaði mér að lesa í henni einn kapitula á hverjum degi, þangað til að skipið, sem hann var með, kæmi aftur frá Sidney. i Þegar ég sagði móður hans frá þessu, varð hún mjög hrærð og fór að lofa Guð. „Nú hef ég trú á því að hann snúi sér til Drottins,“ sagði hún. Hann var að heiman í fleiri mán- uði, og lét ekkert til sín heyra, en á ákveðnum tíma á hverjum degi var móðir hans í bæn fyrir honum. Á þessum tíma þóknaðist Guði að leggja hana á banabeð með mjög hvalafullan sjúkdóm. Trú hennar, 36 gleði og friði gat sjúkdómurinn þó ekki raskað. Það var dásamlegt að sjá hvað hamingjusöm hún var. Ég man ekki eftir einu einasta skipti, þeg- ar ég heimsótti hana að hún nefndi ekki nafn sonar síns. Alltaf var hún fullviss um að fá að mæta honum heima í dýrðinni hjá Guði. Kvöld eitt sagði hún: „Ég er al- veg komin í dauðann. Ég finn svo vel að tími minn er að verða búinn. Mig langar að biðja þig fyrir skila- boð til sonar míns. „Þegar ég sá hvað veik hún var, bað ég fyrir henni í nokkrar mínútur og lofaði að heim- sækja hana daginn eftir. Þegar ég kom þá, var hún aðfram komin dauða, en óskaði eftir að mega setjast upp í rúminu til þess að syngja sálm. Dæturnar tvær sem líka voru viðstaddar vildu gjarnan upp- fylla síðustu ósk móður sinnar, og hjálpuðu henni eins og þær gátu. Svo talaði hún við þær nokkur orð um jarðarför sína og fleira við- víkjandi þvi. Að þvi loknu sneri hún sér að mér og sagði: „Ég veit að ég er að deyja, en ég finn ekki til ótta. Allt er bjart og fagurt því að Kristur er hér. Hann er minn og ég er hans.“ Rödd hennar var sterkari og skær- ari, og nú bað hún okkur að syngja. Dæturnar áttu erfitt með það vegna saknaðarins, en við reyndum þó að syngja uppáhaldssálminn hennar. — Innihald sálmsins var á þessa leið, að hún gæti verið óttalaus í dauðanum, vegna þess að máttur kærleikans og armar trúarinnar mundu bera hana sigrandi heim til Guðs. Rétt í þessu bar soninn að garði. Ég sagði honum hvernig komið væri, og bað hann að bíða í forstof- unni meðan ég færi inn til þess að segja frá komu hans. Þegar ég beygði mig ofan að rúmi hennar sagði hún: „Ég hugs- aði að þetta væri ástkær sonur minn, mikið langar mig að sjá hann aftur og gefa honum blessun mína.“ „Treystir þú þér til þess að heyra hann og sjá,“ mælti ég. Með bros á vörum sagði hún: „Með hjálp Guðs megna ég allt.“ Ég fór strax og sótti sjómanninn. Þegar við komum inn lá hún með lokuð augu og bað fyrir syni sínum, en nokkrum augnablikum síðar, sá hún hann sem var búinn að vera svo lengi í burtu. Hann þaut um háls móður sinnar og reyndi að segja eitthvað, en gat það ekki. Þá kallaði hún upp: „Jesús er trúfastur og s^nnorður, og eftir að hún var búin að kyssa hann, sagði hún: „Kæri, sonur minn. Ég er að deyja og fer heim til Guðs. Hvern einasta dag hef ég beðið fyrir þér, elsku Frank. Hvað á ég að segja Jesú um þig? Faðir þinn er þar uppi, systur þínar eru á leiðinni þangað, en hvað á ég að segja elsk- aða frelsaranum mínum um þig?“ „Þú getur sagt honum, hvað þér sýnist, mamma, ég er frelsaður nú, og snúinn til Guðs og hann veit það allt saman.“ Móðurhjartað fylltist fögnuði. Þessar góðu fréttir urðu þó hennar veiku kröftum um megn, og hún kallaði upp: „Leyf mér að fara núna! Augu mín hafa séð hjálpræði þitt. Allar mínar bænir hafa fengið svar. Sonur minn er frelsaður og heil- brigður. Dýrð — dýrð — dýrð!“ Eftir það sofnaði hún en vaknaði með bros á vörum og sagði: „Ég sé englana, hörpurnar og kórónurnar, skærar gullnar kórónur. Má ég fara....?“ Svo lyfti hún hendinni og sagði síðast: „Það er sigur fyrir trúna á blóð Krists.“ Höndin féll máttlaus niður, augu hennar lokuðust og andi hennar sveif aftur til Guðs, sem gaf hann.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.