Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 5
AFTURELDIN n ORAL ROBERTS: Þú getur öðlazt lækninp Af fimm eftirtöldum ástœðum trúi ég því að Guð vilji lækna líkama þinn, ef þú notar trú þína: 1. Gud elskar þig eins mikið og liann elskar nokkurn annan. Ilann elskar þig jafnmikið og Móse, hvers andlit skein eins og sólin; eða Davíð, sem drap risann Golíat; eða Elía, sem sló skikkju sinni á ána Jórdan, svo að vatnið skipti sér til beggja hliða og hann gekk yfir um á þurru; eða Pétur, hvers skuggi læknaði þá sjúku; eða Pál, sem sá himneska opinberun. 2. Jesús Kristur á krossinum tók á sig og bar veikindi og sjúk- dóma þína. Hann læknaði blóðsjúku konuna. Hann læknaði blinda beiningamann- inn, litla stúlku, dóttur samkundu- stjóra (jafnvel reisti hana upp frá dauðum). Þjón hundraðshöfðingjans og tengdamóður Péturs. — Hvers vegna? Vegna þess að hann kom til þess í þennan heim. (Matt. 8,17). 3. Gu5 aumkast yfir mannlegustu eymd og áþján. Jesús kenndi í brjósti um mann- fjöldann og læknaði þá sjúku. Hann vorkenndi hinum tíu líkþráu, þeim blindu og litlu börnunum. Hann jafnvel vakir yfir fallegu smáfugl- unum, og hann segir, „þér eruð meira verðir en margir spörvar.“ Hann skrýðir liljur og grös vallar- ins, þeirra stutta æviskeið. Hann seg- ir að maðurinn sé miklu meira verð- ur en það allt. 4. Gu8 hejur gefiS þér trú og öll gögn er mcS þarf. Trú er gjöf til mannkynsins, og til þín sem einstaklings. Hún er líf- taug þín, sproti þinn og stafur. Þeg- ar þú sendir út trú þína til Guðs, brýtur það ok líkama þíns, einnig sálarlegan og andlegan sjúkleika. Guð hefur gefið trúartákn: Þessi tákn skulu fylgja þeim er trúa. í mínu nafni.... munu þeir leggja hendur yfir sjúka, og þeir munu verða heilir (Mark. 16, 17,18). Guð hefur gefið þér yfirráð yfir trú, sem postularnir notuðu til hjál])ar sjúkum og lömuðum. Hann hefur gefið andlegar gjafir í söfnuð- unum og þar á meðal er trúargjöf til lækninga og kraftaverka. Guð hefur ekki mætt þessum erfiðleik- um þér til lækningar, til þess, síðan að vera ófús að lækna sjúkdóm þinn. 5. Jesús kemur skjótt, og þa8 fœst lœkning fyrir brú'Si Krists. Mikil hreyfing er í heiminum í dag. Fólk meðtekur Heilagan Anda. — Fjöldinn læknast á undirbúnings- tímanum fyrir endurkomu Drottins. Trú okkar á Guð gerir oss auð- mjúk en djörf og árvökul í bæninni, hógvær en örugg, óeigingjörn en staðföst. Guð opinberar konungsríki sitt til blessunar fyrir börn sín. Þú ert eitt af börnum hans ef-þú trúir á Jesúm Krist. Þú getur öðlazt lækningu. Ilann getur leyst þig með sínum máttuga armlegg og krafti. Lækn- ing er brauð barnanna. Taktu á móti því í trú — núna. fcýtt g r. Fegursta höndin Gamall, helgur maður, segir eftir- farandi: Þrjár ungar stúlkur stóðu eitt sinn og deildu um það, hver þeirra hefði fegurstar hendur. Hin fyrsta hafði þvegið hendur sínar í streymandi uppsprettuvatni. Önnur hafði tínt ber, unz hendur hennar voru orðnar rós-rauðar af safanum. Hin þriðja hafði tínt blóm þar til hennar eigin hendur ilmuðu af hinum indæla ilm blómanna, sem hún hafði tínt. Þegar samtalið stóð sem hæðst, bar þar að aldraða og tærða konu, sem bað þær að gefa sér peninga, en engin liinna þriggja gaf henni svo mikið sem einn eyri. 37

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.