Afturelding - 01.06.1962, Qupperneq 9

Afturelding - 01.06.1962, Qupperneq 9
AFTURELDING LITLI BIBLÍUSKÖLINN Enginn kristinn raaður má falla fyrir þeirri freistingu, að Garala og Nýja testamentið séu tvær bæk- ur sem stangist á, séu á móti hvor annarri. Það eru testamentin ekki. Gamla og Nýja testamentið draga fram tvær hliðar á hinum óum- hreytanlega tiigangi og áætlun Guðs. Innihald beggja, sjálfur kjarn- inn er Frclsari mannkynsins. — Hvort um sig opinberar Hann frá sérstöku sjónarmiði. í Gamla testamentinu er okkur sýndur hann, sem Kristur (Messías). í Nýja testamentinu er okkur aftur á móti sýndur hann sem Jcsús. Við getum sagt, að Nýja testa- mentið sé varðveitt, hulið í Gamla testamentinu. Eins getum við sagt að Gamla testamentið sé útskýrt, opinberað í Nýja testamentinu. Við getum einnig sagt, að Gamla testamentið haldi Nýja testament- inu í geymzlu. Eins getum við sagt að Nýja testamentið opinheri okkur Gamla testamentið. Það er einnig hægt að segja að Nýja testamentið sé falið í Gamla testamentinu, og Gamla testament- ið sé leitt fram f Ijósið í Nýja testamentinu. Hægt er einnig að segja að Gamla testamentið sé hinn gamli og tryggi grundvöllur, sem sýnir okkur Guðs óumbreytanlega rétt- lætislögmál, sem Nýja testamentið með allri sinni yfirtaksmiklu feg- urð og óendanlegu náð er hyggt á. Fyrsta hók Gamla testamentisins byrjar á Guði „í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ Og hún endar á dauða: „Og Jósef dó....“ Þannig getum við sagt að fyrsta hók Bihlíunnar sýni okkur upphaf Jífsins, og upphaf dauðans. Fyrsta bók Nýja testamentisins byrjar á Jesú Kristi: „Ættartala Jesú Krists.“ Og hún endar á upp- risunni frá dauðum, og himnaför þess, er reis upp frá dauðum. (Matt. 28). atnií. o$ fijóriiista p.<zi£ta Framh. ’ í síðasta tölublaði entum við með því að segja frá einkar athyglisverðri frásögn um það, hvernig englarnir fylgjast með lífi guðsbarna: Þar var nefnt dænh um það, að þeir láta sér ekki vera óviðkomandi, ef hinir kristnu fara með rógburð um meðbræður sína. Konan, sem þar var nefnd og hafði syndgað á þessu sviði, fékk lexíu fyrir allt lífið, þegar engillinn birtist og afhjúpaði skaðlegan verknað tungu hennar. Biblían sýnir okkur, að englarnir fylgjast með því af áhuga og undrun, hvernig ráðsályktun Guðs opinberast og gengur í uppfyllingu fyrir þjón- ustu safnaðar Guðs. Gegnum þetta sjá englarnir vísdóm Guðs opinberast fyrir augum sér, er þeir rnundu ekki fá tækifæri til að sjá, án safnaðar Guðs (Efes. 3,10). Þetta leiðir okkur aftur að því, hve nauðsynlegt það er að söfn- uðurinn leiðist og uppbyggist samkvæmt fyrirmynd Nýja testamentisins. Aðeins á þeim vegi, getur söfnuðurinn gefið Jiá opinberun á endurlausn- inni, sem Guð hefur ætlað söfnuðinum, og sem okkur er bent svo greini- lega á með þessum orðum: „til þess að hin margháttaða speki Guðs skyldi nú af söfnuðinum kunngerð verða tignunum og völdunum í himinhæð- um. Þetta er Guðs eilífa fyrirætlun.“ (Efes. 3,10). Undir sömu hugsun rennir Pétur stoðum, er hann segir: „inn í þetta (frelsun manna fyrir end- urlausnina í hlóði Jesú Krist) fýsir englana að skyggnast.“ (1. Pét. 1, 10—12). Af þessu sézt að englarnir eru gaumgefnir áhorfendur, hvort sem um er að ræða líf einstaks guðsbarns eða safnaðar Guðs í heild. Mætti það vekja hjá okkur öllum meiri guðsótta en almennt á sér stað á þessu sviði. Þegar syndugur maður frelsast, vekur það óumræðilega gleði hjá engl- um Guðs. Fyrir því höfum við orð Krists: „Ég segi yður, þannig mun verða meiri gleði á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níulíu og níu réttlátum, er ekki þurfa iðrunar við.“ (Lúk. 15,7). Og eftir að maðurinn liefur tekið á móti hjálpræðinu, fylgja englarnir hinum kirstna manni með lifandi áhuga allt hans jarðlíf. Þetta vakir fyrir Páli, er hann segir: „Því að mér virðist Guð hafa sett oss postulana sízta, eins og dauða- dæmda, því að vér erum orðnir heiminum að augnagamni, bæði englum og mönnum.“ í íslenzkri þýðingu frá 1859 hljóðar þetta svolítið öðruvísi: „því að við erum orðnir skoðunarspil, heiminum, englum og mönnum.“ Hugsaðu um það, kristinn lesandi, að þú ert skoðunarspil Guðs engla hvern einasta dag lífs þíns, og þeir færa Guði greinargerð um það, hvernig þú gengur fram í trúarlífi þínu. Þegar þetta lýkst upp fyrir hinum kristnu, hve englarnir fylgjast ná- kvæmlega með öllu lífi guðsbarna á jörðunni, verður auðveldara en ella að skilja það, sem Páll postuli segir til safnaðarins í Korintuborg, að „konan eigi að bera tákn um yfirráð mannsins á höfði sér — vegria engl- anna.“ (1. Kor. 11) I þeirri ringulreið tímans, sem við lifum nú á, þar 41

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.