Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.06.1962, Blaðsíða 12
AFTURELDING hans — því að rétt innan við dyrn- ar, stendur einhver, sem réttir fram hendurnar í áttina til hans. Hann stjakar svo harkalega við þessari mannveru, að hún fellur þunglega á háaloftsstigann og veinar um leið mjög sárt. Jónas æðir framhjá Andor og ver- unni sem féll á stigann og þýtur upp stigann og skríður því næst á fjórum fótum innar eftir loftinu. Svo var það þá framkomið! Nú er á ný barið á eldhúshurðina, svo fast, að allt húsið skelfur. Jú, það var þá skemmtilegt, eða hitt heldur. — Jónas hniprar sig saman í kol- dimmu herberginu og skotrar ótta- slegnum augum til loftsstigans. Skjálfandi af hræðslu liggur hann þarna. 0, jæja! Þegar maður þurfti frekast á þrekinu að halda, var það mest fjarri. Það sýndi sig víst, að maður hafði stáltaugar. Þegar Andor hafði unnið óhappa- verkið að fleygja um koll manneskj- unni þar í eldhúsganginum, kom fyrst í huga hans að stökkva upp á háaloftið. En þá heyrði hann að Jónas hraðaði sér þangað. Þá var víst bezt, að hann væri ekki að fara þangað líka. Hann hugleiddi um hríð hvað geri skyldi. tJt? Út, já, það var lausnin. Karlarnir þarna úti mundu áreiðanlega brátt rannsaka háaloftið, og þá væri úti um hann Jónas. Nú, jæja, á meðan löggæzlu- mennirnir héldu áfram að berja á eldhúsdyrnar, var gott tækifæri að komast út hinumegin. Hann snéri lyklinum hljóðlaust í skránni. Dvrn- ar lukust upp — og síðan út, út! En óhamingjan var einnig útifyr- ir! Hann náði aðeins að komast út um dyrnar, þegar ósýnileg hönd greip fyrir brjóst hans og kastaði honum afturábak. Eins og í draumi heyrði hann harðneskjulega rödd segja: — Það var gott að þú laukst upp dyrunum fyrir okkur! — Kom- 44 ið hingað, karlar, þá losnið þið við að fara eldhúsmegin inn! En þá lifnaði nú yfir honum á ný. Hann hleypti í sig hörku og hentist niður tröppurnar og síðan áfram, en hafn- aði þá í örmum lénsmannsins. Þar hófust ákafar sviftingar. An- dor sparkaði, kleip og beit. Hann óskaði þess heitt, að hann hefði verið í stígvélum í staðinn fyrir að hafa á sér töfflur, sem hann var alltaf að dragast með, þegar engin þörf var fyrir þær. Ef hann hefði verið í stígvélum nú, skyldi lénsmaður- inn örugglega hafa fengið að kenna á því.... Búið! — Það er víst bezt að setja þig í handjárn, drengur minn, þá verð- urðu, ef til vill, ekki eins ákafur. Svona nú! Síðan var frjálsræðinu lokið. Þetta kalda grip um úlfnliðina hélt honum áreiðanlega kyrrum fyrst um sinn. Hugsa sér, ef hann hefði nú vitað um þetta áður! Hann hreinlega gnísti tönnum við tilhugs- unina um, að þeim skyldi hafa tek- izt að svíkja hann. Lénsmaðurinn snýr honum við. — Það er víst bezt að þú verðir okkur samferða, segir hann rólega. Það er óviðeigandi að þú strjúkir með þessa hluti um handleggina. Komdu nú! Og sér þvert um geð varð Andor að fara upp tröppurnar aftur. Þá fyrst sá hann hvað það var, sem hann hafði þvælst í þegar honum varð fótaskortur í tröppunum, þegar hann gerði tilraunina að flýja. Það var flík, sem hann hafði séð liggja þarna dögum saman. Jónas liggur uppi á háaloftinu í myrkrinu. Jú-ú, það voru skemmti- legar kringumstæður þetta! Að liggja hér eins og krakki, sem flúið hafði vöndinn. Þvílkur heimskingi, sem hann hafði verið að leggja sig í slíka fásinnu, sem þessa. Það kom í ljós hve þýðingarlaus forþénustan af slíku fyrirtæki hafði verið, þegar allt endaði á þann veg sem raun bar vitni. Nei—nei. Hvað skyldi annars hún Usa — konan hans, segja, þegar hún kæmist á snoðir um þetta. Ja, þá mundu nú víst verða eldingar uppi á Skaret. Þvílík ósköp. Hann sá hana fyrir sér þá. Þegar hann hafði samið við An- dor um þessa næturvinnu, hafði hann sagt við Lísu, að hann ætlaði sér að vinna á næturvakt niðri í Grænueyjarengi nokkrar nætur, í viku fyrst um sinn. Auðvitað var hún nógu fávís að trúa þessu, og eins og gefur að skilja mjög ánægð yfir því að hann skyldi fá þessa at- vinnu. -—- Jú—jú, og nú kom allt fram í dagsins ljós! Hann Iá þarna og hlustaði á allt sem fram fór niðri í eldhúsganginum. En það var tæp- ast hægt að fá nokkurn botn í það, því að hávaðinn var svo mikill. Þeir töluðu og spurðu þar hver í kapp við annan. Honum fannst meira að segja hann heyra þá tala um „lækninn.“ Hvað átti það að þýða? Allt í einu skýrðust radd- irnar. Þá skildi hann hvernig í öllu lá. Hann heyrði greinilega einn mannanna segja: -— Já, þeir voru tveir. Og annar svaraði: — Já, þá er hann náttúrlega uppi á háaloft- inu. Þá var nærri liðið yfir Jónas. Blóðið þýtur í æðum hans. Hjartað ætlar næstum að springa. Fljótt, fljótt! Um að gera að komast eins langt frá hinni hræðilegu tröppu og mögulegt væri. Það er að þeirri leið, sem óvinurinn kemur. Hann skríður lengra inn á loftið, eins hljóðlega og honum er unnt. Gömul föt slást í höfuðið á honum, sömu- leiðis nokkrir köngulóavefir, en á- fram er haldið — alla leið inn í hornið yfir eldhúsinnganginum. En þar mættu honum nú hinar verstu ógöngur. Gólfið lætur undan! Hann hrapar með geysi liávaða niður í ganginn og með honum heil skriða af spýtnarusli. — I sömu svif-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.