Afturelding - 01.06.1962, Side 15

Afturelding - 01.06.1962, Side 15
AFTURELDING Spurt og svarað SPURT: Ég hef gefið Kristi líf mitt, og mig langar að breyta sem nákvæmast eftir kenningu Guðs orðs, en er í óvissu um margt. Á fyrra ári sá ég einhverntíma í Aftur- eldingu að svarað var spurningu, sem mér þótti vænt um að sjá, og nú leyfi ég mér að spyrja um þetta: a. Er það kenning Biblíunnar, sér- deilis Nýja testamentisins, að trúað- ir eigi að gefa tíund? b. Og ef svo er, er þá rétt að taka tíundina af tekjum sínum áður en skattar eru borgaðir eða eftir að búið er að borga skattana? e. Má sá sem tíund greiðir, ákveða það sjálfur, hvernig hann ráðstafar henni ? Lœrisveinn. SVAR: Nýja testamentið kennir ekki að við skulum hætta að gefa tíund í náðarsáttmálanum, heldur staðfestir það miklu fremur að við skulum gera það. (Lúk. 11,42). Abraham gaf Guði tíund 400 ár- um áður en lögmálið var gefið ísraelsþjóðinni. Frá þessu segir eitt bréf Nýja testamentisins greinilega dýrðarsjón. Verið getur nú að ein- hver lesi þetta, sem líka reynslu kann að hafa og þessi móðir. Mörg ár í bæn og angist vegna barnanna á villuvegum þessa hættulega heims. Hugsaðu þér þá að þú ættir eftir að reyna slíkt hið sama. Einnig þínar bænir heyrir Guð. Jesús getur eins leyst fjötrana er binda þín börn og leitt þau inn á frelsisins blessaða veg. Þá fengir þú að reyna þetta und- ursamlegasta sem til er hérnamegin við hin perlubjörtu hlið himinsins. Andlega vakningu! Trú aðeins trú. (Hebr. 7,4). Abraham er „faðir trú- arinnar“ og hinir trúuðu, allra alda, eru hvattir til að „feta í fótspor þeirrar trúar, er faðir vor Abraham hafði óumskorinn”, segir annað bréf Nýja testamentisins (Róm. 4,12). Jesús sagði: „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er.“ (Matt. 22,21). — Spurningin,sem lögð var fyrir Jesúm þessu sinni, var um peninga, og svarið sömuleiðis. Það sem Jesús á við með orðunum: „og Guði það sem Guðs er“, er tíundin. Þetta und- irstrikar það sem áður er sagt, að Nýja testamentið fellir ekki úr gildi tíundina, heldur staðfestir hana. Guðs orð segir það greinilega að við eigum ekki sjálf að ráðstafa tíund okkar, heldur eigi öll tíund að koma í forðabúrið (í safnaðar- sjóð. — Malakía 3, 8—12). Það hefur sýnt sig að ekkert form er betra en tíundarformið til þess að fylla fjárhagslegar þarfir safnaðar Guðs, og það er vegna þess, að Guð hefur sjálfur fundið það upp og gefið fólki sínu það. Þess vegna fellur það aldrei úr gildi, með- an söfnuður Guðs er á jörðinni og rekur kristniboð. Ég hef greitt Guði tíund í meira en þrjátíu ár, og gæti ekki hugsað mér að hætta því vegna þeirrar blessunar, sem það liefur í för með sér. Hinn trúaði á að greiða tíundina af tekjum sínum áður en hann greið- is skattana af þeim. Annað væri að pretta Guð, að greiða fyrst jarð- neska skatta, og greiða svo Guði tíund af því, sem þá væri eftir. Hvað mikið yrði það? Það yrði ekki annað en „berfé“, sem Guð fyrirleit hjá Israelsmönnum, sem vildu gefa honum það lélegasta. A. E. KJALLARAHORNIÐ SÁNING OG UPPSKERA. — Á 17. öld bjó bóndi að Hrauni í Dýra- firði, sem Björn hét. Hann var illa kynntur og þótti hið mesta var- menni. Þegar hann var kominn mjög á efri ár, bar það við, að mað- ur nokkur var á gangi fjarri mannaferð. Heyrir hann þá allt í einu þyt í lofti. Ilann lítur upp. Sér hann þá að kolsvört þústa líður gegn- um loftið og til norðurs. Þykist liann sjá að þetta eru illir andar og bera þeir eitthvað á milli sín. Hann leiðir hugann að því, hvað þýða muni. En þá heyrir hann annan meiri þyt, og sér nú bjartar verur líða gegnum loftið og stefna til suðurs. Þykist hann skilja, að þetta séu góðir englar. Þeir bera einnig eitthvað á milli sín. Maður- inn sér að loftfarendur þessir mætast í loftinu yfir honum og talast við. Björtu englarnir spyrja hina svörtu, hvað þeir séu að fara. Þeir svara: „Við erum að flytja sálina hans Björns okkar á Hrauni til verustaðar síns. — En hverra erinda eruð þið á ferð?“ Þeir björtu englar svara: „Þessa var von um Björn, að hann mundi fara illa. En af okkur er það að segja, að við erum að flytja sálu hins trúa þjóns og sálmaskálds, Hallgríms Péturssonar í Paradís. Skal hann nú fá hætur fyrir sínar raunir. Mun uppskera þessara manna verða jafnólík og sáning þeirra.“ Síðan hurfu hvorutveggja í sína átt. Nokkru síðar fréttist að báðir þessir menn hefðu dáið á sömu stundu. (Heimildarm. Jón Kristjánsson, Skálanesi).

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.