Afturelding - 01.06.1962, Qupperneq 16

Afturelding - 01.06.1962, Qupperneq 16
AFTURELDING Bréf frá Vesturheimi Afturelding hefur marga áskrifend- ur og víðsvegar. Kona frá Vestur- heimi skrifar bréf, sem við móttók- um í gær. Hún segir: ,,....Ég móttók eintak af Aftur- eldingu, ég hélt að þetta eintak væri mér tapað, en svo kom það í morg- un, en nú er komið kvöld, klukkan er 7. Ég les blaðið undir eins og það kemur, en svo er ég vön að fara yfir það aftur seinna, því að Aft- urelding er skrifuð til mín.... Það eru ekki margir Islendingar hér, sem kæra sig um Hvítasunnu- kenninguna. Ég er eini íslendingur- inn í þessari byggð, sem heyri til hvítasunnukirkjunni. En ég lofa minn Drottin, að hann dró mig þang- að, eins og Jesús sagði, að enginn kæmi til hans, nema faðirinn dragi hann. Ég lofa minn Drottin og frelsara fyrir allt sem hann leið fyrir mína syndumspilltu sál. Það var svo dá- samlegt, þegar ég kom til Jesú og hann frelsaði mig. ... i En svo kom það, að ég vildi ekki biðja Jesúm að skíra mig í Heilögum Anda. Ég var svo hrædd við tungu- talið, að ég mundi segja eitthvað, sem Guði væri ekki þóknanlegt, þeg- ar ég skildi það ekki sjálf. Svo var það fimm árum eftir að Jesús frels- aði mig, að Drottinn sendi mér hjálp í þessum vanda. Kom þá til hvítasunnukirkjunnar vakningarpré- dikari, það var kona, sem var fyllt Heilögum Anda og eldi. Eftir eina prédikun hennar, segir hún út yfir alla: „Hér situr inni einhver, sem Drottinn vill sérstaklega skíra í Heilögum Anda.“ Þá sagði ég við Drottin: „Ef það er ég, þá kem ég nú fram að bænabekknum.“ Um leið féll Heilagur Andi yfir mig og ég talaði nýjum tungum, og þeim óþekktu tungum tala ég oft síðan.... 48 Tage Sjöberg, sem kom um miðjan febrúar til Reykjavíkur, dvaldi hér á landi til 25. apríl. Sjöberg er ágætur pré- dikari og naut mikilla vinsælda hér. — Mest var hann í Reykjavík, en fór þó bæði til Akureyrar, Stykkishólms, Kefla- vikur og Kirkjulækjarkots. Það leyndi sér ekki að maður þessi talaði af mikilli lífsreynslu og sannri þekkingu á Guðs orði. Það er dásamlegt að þið eruð búin að koma kirkjunni ykkar svo langt áleiðis, að þið eruð farin að halda guðsþjónustur í henni. Oft hugsa ég um það, hve það væri ynd- islegt að vera horfin heim og mega hlusta á hvítasunnukenninguna á is- lenzku. Ég er svo þakklát vegna þess að Guð leiddi mig inn í þessa kirkju hér í Ameríku. Hér hef ég fundið nálægð Guðs svo oft. Þar vil ég lifa og heyra til, þangað til tím- inn er kominn fyrir mig að fara heim þangað, sem syndin er ekki til....“ Við óskum þessari trúsystur okkar allrar Guðs blessunar, og að hún megi berjast góðu baráttunni, fullna skeiðið, varðveita trúna, eins og Páll orðar það. Snraarmótið I ár veitist okkur hér á ísafirði sú gleði að mega bjóða Hvítasunnu- fólk á Islandi velkomið til sumar- móts hingað, og er það í annað sinn í sögu safnaðarins hér. I fyrra sinnið voru mótsgestirnir 80 talsins, en í ár væntum við miklu fleiri þátt- takenda, þar sem betri möguleikar eru nú á því að komast til og frá með bílum, síðan vegir opnuðust alla leið hingað. Það er ákveðið að mótið hefjist sunnudaginn 1. júlí, og standi yfir í viku, að næsta sunnudegi meðtöld- um. — Samkomur og biblíulestrar verða dag hvern. Sennilega munum við halda kvöldsamkomur þannig, að á kvöldin verði samkomur bæði hér í bænum og í bæjunum í ná- grenninu, og af þeirri ástæðu er æskilegt að svo margir af gestum sem eiga bíla, komi á þeim til móts- ins. Við Hvítasunnumenn komum ekki aðeins saman til að njóta sam- verunnar, heldur einnig til að starfa, og af því væntum við ríkulegrar blessunar. Mótsgestir eru beðnir að hafa með sér lök, sængur og kodda eða svefn- poka. Einnig væri æskilegt að hafa vindsængur með. Tilkynningar um þátttöku sendist undirrituðum sem fyrst. Verið vel- komin og komið með brennandi hjörtu og þrá eftir að mæta Guði. F.h. Salemsafn. á ísafirði, Göte Anderson, Salem Box 34. Sími 506. Ísaíirði. Bústaður GuBs er hellagur. ,,LIt nlður írá hlnum hellaga og dýrðlega hústað", seglr Salómon konungur. „Án helgunar fær englnn Drottln litið.” Hebr. 12,14.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.