Afturelding - 01.04.1981, Síða 2

Afturelding - 01.04.1981, Síða 2
FRÁ RITSTJÓRA Kristni- boðsár Á þessu ári eru talin 1000 ár frá hingaðkomu Þor- valdar víðförla og Friðriks biskups af Saxlandi. Til- gangur með komu þeirra var að boða landsmönnum kristna trú. Settust þeir að í Húnaþingi, að Giljá og hófu þar og þaðan starfsemi sína. Talið er að þeir hafi dvalið hérlendis um fimm ára skeið. Árangur þeirra og annarra er síðar komu til, hefur orðið undraverð- ur. Réttum 19 árum síðar er kristni lögtekin á Völl- unum við Öxará, undir forsœti Þorgeirs Ljósvetn- ingagoða. Margir góðir menn lögðu þar málum lið á einum mestu örlagatímum í þjóðlífi íslendinga, fyrr og síðar. Án efa hefur þar verið lagður grundvöllur að blessun þeirri er mest hefur orðið á landi hér. Hver getur metið þá blessun, að mega búa í kristnu landi, við hœtti og arf kristinnar trúar? Við Iestur Kristinna-laga þáttar Landnámubókar, er augljóst að boðunin hefur verið hrein og biblíuleg, Jesús Kristur sem Drottinn vor og frelsari. Allur af- sláttur og útþynning hefði ekki staðist. Síðan reyndi á. Brautryðjendurnir mœttu háði, ofsóknum og beinni andstöðu, já þeir þurftu að vera á varðbergi um líf sitt. Sú Biblíuútgáfa, sem kom fram, sem ávöxtur kristninnar og kölluð var „Stjórn", er af kunnugum talin hafa verið mjög góð. Húslestrabœkur eins og Homelía, er fylgdu í kjölfarið, boða sannan lœrdóm. Heilshugar hefur verið staðið að boðuninni. Kœr- leikur Krists hefur knúið áfram. Trafalar eða hindr- anir innan frá, formað í kreddum og sértrú, virðast ekki hafa verið á teningnum, heldur var Orð Biblí- unnar leiðarljós. Við töku kristninnar og fyrir boðun brautryðjend- anna,fylgdi iðrun og afturhvarfi að menn létu skírast með niðurdýfingu, greftrun hins gamla (baptismos). Sú skírn er fyrst og fremst játning hins trúaða og síðan athöfn sem reyndi og reyniráfyriralla er ganga þá leið. Eftirtektarvert er, að við stœrsta stöðuvatn lands okkar, Þingvallavatn, var ekki framkvœmd skírn eftir kristnitökuna. Norrœnum hetjum af kon- ungakyni hefði ekki brugðið við nokkrum dropum á ennið. En þegar „baptismos“, niðurdýfing fyrir allan líkamann, átti sér stað, þá kom hér fyrirstaða. Ákveðið var að sunnanmenn og austan létu skírast í Laugarvatni, en norðanmenn og vestan í Reykja- laugum í Reykjadal. Sagan greinir og frá hvernig lifandi kristindómur virkaði gegn vopnaburði og vopnaskaki. Þar eru Is- lendingar lýsandi dœmi fyrir alla jarðarbúa. Sagan greinir einnig frá því hvernig Jón biskup Ögmunds- son, er sat á Hólastóli, bað fyrir sjúkum mönnum og læknaði í nafni Jesú Krists með handayfirlagningu. Vel fœri nú á því að frumkristnin, eins og hún var í upphafi, bœði í Jerúsalem og á Þingvöllum, yrði fœrð til vegs og virðingar og fólk tœki almennl þá afstöðu,

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.