Afturelding - 01.04.1981, Qupperneq 19
Bcrg og Gunnar Vingren; og til slavnesku þjóðanna
í gegnum Ivan Varonaeff, rússneskan Baptista frá
New York borg. Seint á árinu 1906 höfðu meira að
segja borist þær fregnir til Azusa-strætis að hvíta-
sunnuboðskapurinn hafði náð til Indlands, Evrópu,
Afríku, og jafnvel Jerúsalemborgar.
Vöxtur þeirrar hreyfingar sem á uppruna sinn að
rekja til Azusa-strætis, sést e.t.v. best á hinum
gífurlega öra vexti á „Söfnuðum Guðs“, hvíta-
sunnusöfnuði sem settur var á laggirnar árið 1914 í
Hot Springs, Arkansas. Við stofnun taldi söfnuður-
inn um 10.000 mann, en árið 1980 var fjöldi með-
lima víðs vegar um heiminn orðinn rúmar
10.000.000 (10 milljónir). Er það helmingi hærri
meðlimafjöldi en í alheims Mormónakirkjunni.
Svipaðan vöxt má einnig griena í Chile, þar sem 2 af
11 milljónum íbúa landsins eru hvítasunnumenn og
í Brasilíu þar sem áætlað er að árið 2000 verði um 35
milljónir íbúa landsins hvítasunnumenn. Sömu
öflin eru að starfi í Kóreu, Filippseyjum og Indó-
nesíu.
Náðargjafahreyfingunni óx einnig fiskur um
hrygg í hinum hefðbundnu söfnuðum. Árið 1979
gaf Gallup-skoðanakönnun til kynna að 19% af
íbúum Bandaríkjanna (um 29 milljónir manna, 18
ára og eldri) töldu sig vera hvítasunnumenn eða
kristna menn er tryðu á náðargjafirnar.
Gpp úr 1960 óx „hvítasunnukenningunni“ mjög
fylgi, fyrst hjá meðlimum Biskupakirkjunnar, en
síðan í næstum hverri kirkjudeild í Bandaríkjunum
og einnig í þjóðkirkjum víðs vegar um heiminn. Ef
Gallup-skoðanakönnunin er á rökum reist, telja 1
af hverjum 5 Baptistum, Lúterstrúarmönnum
Meþódistum og Hreintrúarmönnum sig vera fylgj-
endur náðargjafa.
Árið 1967 hafði náðargjafahreyfingin náð til
hinnar rómversk-kaþólsku Ameríku með slíkunr
kynngikrafti að hinn kristni heimur stóð agndofa.
Samkvæmt nýlegum rannsóknum og könnunum
hefur náðargjafahreyfingin haft áhrif á um 10 mill-
jónir amerískra Kaþólikka. Árið 1980 lýstu tveir
páfar blessun sinni yfir náðargjafavakninguna á
nieðal hinna kaþólsku, sem þá hafði náð til
Kaþólikka 1 120 þjóðlöndum.
Þar eð apríl síðastliðinn, voru liðin 75 ár frá
upphafi vakningarinnar í Azusa-stræti finnst mér í
senn viðeigandi og velsæmandi að gefa gaum að
mikilvægi þessa sögulega atviks fyrir nútíð og
framtíð. Á þessu demants-brúðkaupsafmæli
Azusa-strætis vildi ég bæta eftirfarandi hugleiðing-
um við:
1. Á síðustu tímum mun einungis verða ein út-
helling Heilags Anda.
Heilagur Andi vargefinn söfnuðinum á stofndegi
hans, á hvítusunnudag. Allt frá þeim degi hafa
blessunardaggir verið að drjúpa í gegnum aldirnar.
En við skulum hafa í huga orð Jóels er hann segir að
mesta úthelling Andans muni verða á síðustu dög-
um þegar Drottinn úthellir af anda sínum yfir allt
hold, þ.e. að þær blessunardaggir sem þegar hafa
dropið séu engan veginn sambærilegar við það sem
koma skal (Jóel 2:23).
Á tuttugustu öldinni hefur „Heilags Anda hreyf-
ingin“ gengið undir ýmsum nöfnum, eins og t.d.
„postulatrú“, hið „siðara regn“, „hvítasunnuhreyf-
ingin“, „allt guðspjallið“ og nú nýlega „náðar-
gjafahreyfingin“. Án tillits til hinna ýmsu titla, þá er
hér um að ræða staðfestingu á því að á síðustu
tímum muni Guð úthella af anda sínum yfir allt
hold.
2. Þessi úthelling Andans er ekki komin til sök-
um verka eins ómissandi manns, heldur eingöngu
sökum verks Heilags Anda.
Með þessu er ég ekki að segja að Guð hafi ekki
notað menn og konur í úthellingu Andans. Margir
hafa þar lagt hönd á plóginn og má þar nefna t.d.
Parham, Seymour, Mason, Cashvell, E.N. Bell
(fyrir „Söfnuðum Guðs“), A.J. Tomlinson (fyrir
„Kirkju Guðs“), Aimee Semple McPherson (fyrir
„Kirkju Fjórhliða Guðspjallsins“), Oral Roberts,
Demos Shakarian, David du Plessis, Dennis Benn-
et, Kevin Ranaghan og marga fleiri. En það er
enginn ómissandi leiðtogi og á það jafnt við um
Lúter, Kalvin, Wesley og alla aðra menn.
Það er athyglisvert til þess að vita að enginn hefur
verið lengi í eldlínunni. Leiðtogar hafa komið og
farið en Heilagur Andi starfar engu að síður á nýj-
um svæðum og það ótrúlega reglubundið. I hvert
sinn sem menn hafa risið upp og kveðið upp
dauðadóma yfir hreyfingunni hefur það einungis
„í upphafi vakningarinnar mátti sjá á víö og dreif um
trúboðastöðina, hækjur þeirra, sem læknast höfðu fyrir bæn”.