Afturelding - 01.04.1981, Qupperneq 28
________________________________________________________;
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDA*
Samkvæmt nýlegum fréttum frá Noregi, var hinn heimskunni
geimfari, James Irwin, þar á ferð fyrir nokkru, ásamt fjölskyldu
sinni. Var haldið í níu daga reisu eftir strönd Noregs og í þeirri
ferð heimsótti fjölskyldan níu hvítasunnusamfélög. Á blaða-
mannafundi sem Irwin hélt skömmu eftir komu sína til Noregs,
sagði hann: „Ég fæ ekki skilið, hvemig nokkur maður getur
ferðast um geiminn, án þess að það hafi áhrif á andlegt líf hans.
Þegar ég snéri aftur til jarðarinnar, hafði ég öðlast nýjan skilning
og kærleika á jörðinni, fjölskyldu minni og Guði, sem er skapari
alheimsins og þcirra sem hann byggja." Hann hélt áfram: „Við
vorum fyrstir manna til að rannsaka fjöll tunglsins og einnig
vorum við fyrstir til að aka vélknúnu ökutæki um ósléttur þess.
En það sem greip mig mest, var það að við fundum fyrir nærveru
Guðs þar. Ég vissi að hann var þama. Oft kom fyrir að ég lenti í
erfiðum aðstæðum þama uppi, aðstæðum sem ég hafði ekkert
ráð við, en þá ákallaði ég Herrann og hann svaraði mér.“
KS68I
Auglýsing frá kristnu trúboðsfélagi, í þýsku útgáfunni af
Andrési Önd, hefur vakið verðskuldaða athygli. 1 heilsíðuaug-
lýsingum býður félagið hinum tveim milljónum ungu lesendum
ókeypis eintak af kristnu tímariti.
SR 2381
Á tveimur vikum var haft simasamband við 750,000 fjöl-
skyldur í Finnlandi, þar sem þeim var boðið að vera með í
kristilegum samfélagshópum. U.þ.b. 10,000 manns tóku þátt I
þessari „símaherferð," sem hafði það að megin markmiði að
komast í samband við þann mikla meirihluta þjóðkirkjunnar
sem ekki hafði umgengist kristilegt samfélag. í Finnlandi til-
heyra 91 prósent íbúanna lúthersku kirkjunni, en um 54,000
manns Grísk-Kaþólsku kirkjunni. Þar í landi eru um 40,000
Hvítasunnumenn, en aðrir söfnuðir telja um 10,000 meðlimi.
KS58I
Skoðunarkönnun á vegum Gallup-stofnunarinnar hefur leitt í
ljós að á 84 af hverjum 100 enskum heimilum, er að finna a.m.k.
eina Biblíu. Hins vegar kannast 64 prósent þeirra er hafa Biblíur
á heimilum sínum, ekki við að hafa lesið í þeim síðastliðið ár.
1 samskonar könnun sem fór fram fyrir þremur árum var þessi
tala 5 prósentum hærri. í könnuninni sem getið var hér fyrst,
mældist mest afturför i Norður-Englandi, þar sem aðeins 66
prósent þeirra sem spurðir voru, áttu Biblíu. Þremur árum áður
hafði sú tala vcrið 77 prósent.
Könnunin leiddi einnig í ljós að 75 prósent þeirra sem áttu
Biblíur, höfðu fengið þær að gjöf, annað hvort frá ættingjum eða
í gegnum stofnanir. 9 prósent höfðu keypt bækurnar í venjuleg-
um bókabúðum, cn einungis 4 prósent í kristilegri bókabúð.
Breska Biblíusambandið mun bcra saman niðurstöður könnun-
arinnar með tilliti til væntanlegrar útgáfu „Good News Bible,“
en í þeirri útgáfu er öll Biblían þýdd yfir á daglegt enskt mál.
LG 581
Samkvæmt Hinu Sameinaða Biblíufélagi hefur Biblían, eða
hlutar hennar, birst á 1,710 tungumálum og mállískum. Biblían í
heild sinni hefur verið gefin út á 275 tungumálum og að auki
hefur Nýja Testamentið verið prentað á 495 tungumálum. Hlut-
ar Biblíunnar, eða einstakarbækur, hafa birst á 940 tungumálum
til viðbótar.
CAW681
Samkvæmt upplýsingum frá lútherska Alheimsráðinu, fyrir-
finnast í heiminum í dag 69,648.453 Lútherstrúarmenn. Er þetta
minni aukning en undanfarin ár. Lútherska Heimssambandið
telurnú 54,1 milljón meðlimi.
SR 238I
I desember siðastliðnum leystu erindrekar sovésku ríkis-
stjórnarinnar upp samkomu forstöðumanns safnaðar nokkurs I
Sovétríkjunum, handtóku alla þátttakendur og drógu til sín allt
það fé sem safnast hafði til hjálpar börnum kristinna fanga í
Úkraínu. Georg Vins varð að orði er hann heyrði þessar fréttir:
„í hvert sinn sem ríkisstjómin handtekur kristinn mann sem
hefur fyrir fjölskyldu að sjá, veldur það svelti barna.“
CAW581
í hirðisbréfi, sem lesið var upp í öllum kirkjum og kapcllum
Póllands, benti Stefán Wyzynski kardináli á áberandi bresti i
pólsku þjóðfélagslífi: húsnæðisskort, ófullnægjandi hreinlætis-
aðstöðu í mörgum verksmiðjum, og ósæmandi vinnuskilyrði.
„Maður þarf ekki að fara til annarra landa til að sjá það sem
hægt er að gera, með skynsamlegum lagasetningum, til að draga
úr neyðinni Iokkar eigin landi,“ skrifar hann. „Neyðin hér í landi
er nefnilega augljós. Það er ekki hægt að réttlæta skort á félags-
legum umbótum með upplýsingum I sjónvarpi um mikilvægi
hernaðarmáttar."
Gagnrýni kardinálans beindist einkum að óhóflegum lífsmáta
oddamanna flokks og stjómar. „Þeir lifa lúxuslífi, á meðan aðrir
svelta heima fyrir og á vinnustað, sem stríðir þó í gegn réttlætis-
kennd þjóðfélagsins."
„Almannafé á ekki að verða að gróðrastíu fárra einstaklinga
og stjóm á að fela í sér þjónustu," voru lokaorðin í bréfi
Wyzynskis.
Jafnvel pólska biskupasamkoman, í heild sinni, hefur nýverið
gefið út hirðisbréf, þar sem hún lýsir yfir samúð sinni mcð nýju
verkalýðsfélögunum í Póllandi. Það minnir á að annað ráð-
gjafaþing Vatikansins gaf nýverið út skýrslu, „Kirkjan í nútíma
þjóðfélagi," þar sem lýst er yfir stuðningi við stofnunum frjálsra
launþegasamtaka.
EH 181
ERLENDAR FRÉTTIR
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAl