Afturelding - 01.04.1981, Side 8

Afturelding - 01.04.1981, Side 8
JÓHANNESARGUÐSPJALL Orðið varð hold 1 ‘I upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. 2Hann var í upphafi hjá Guði. 3Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. 4Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. 5Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. 6Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. 7Hann kom til vitnis- burðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann. 8Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið. 9Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. “Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ckki við honum. 12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs böm, þeim, er trúa á nafn hans. 13Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, helduraf Guði fæddir. 14Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðumum. 15Jóhannes vitnar um hann og hrópar: „Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég.“ 16Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan. 17Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist. 18Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann. Jóhannes skíruri vitnar 19Þessi er vitnisburður Jóhannesar, þegar Gyðingar sendu til hans presta og levíta frá Jerúsalem að spyrja hann: „Hver ert þú?“ 20Hann svaraði ótvírættog játaði: „Ekki er ég Kristur." 21Þeir spurðu hann: „Hvað þá? Ertu Elía?“ Hann svarar: „Ekki er ég hann.“ „Ertu spámaðurinn?" Hann kvað nei við. 22Þá sögðu þeir við hann: „Hver ertu? Vér verðum að svara þeim, er sendu oss. Hvað segir þú um sjálfan þig?“ 23Hann sagði: „Éger rödd hrópanda í eyðimörk: Gjörið beinan veg Drottins, eins og Jesaja spámaður segir." 1.1 í upphafi Ok 8.22-26; Sr 24.9; Jh 17.5; IJh 1.1-2 - Orðið Opb 19.13; sbr Sr 24.3 - hjá Guði Jh 5.17-30-Orðið varGuð Fl 2.6; Kól 1.15; Heb 1.3 1 JOrðiðogsköpunin IM 1.3; S1 33.6,9; 147.15-18; Jes40.26; 48.3; SS 9.1; Jh 1.10; 1 Kor 8.6; Kól 1.16-17; Hcb 1.2 - spckin og sköpunin Ok 8.27-30; SS 9.9 1.4 í honum var líf Jh 5.26 - ljós Jh 8.12+ 1.5 Tók ekki á móti Jh 1.10-13; 3.19; sbr SS 13.1-9; Rm 1.19-23; lKor 1.21 1.6 Jóhannes Lk I. 13,17,76; Mt 3.1+ 1.7 Jóhannes vitnarJh 1.15,19-34; 3.27-30; 5.33; 10.41 1.8 Ekki ljósið Jh 1.20 1.9Hið sanna Ijós Uh 2.8 - kom nú Jh 6.14 1.10 Hcimurinn Jh 3.16; 12.31; 1 Jh 2.16 - orðinn til fyrir hann Jh 1.3 + - þckkti hann ckki Jh 17.25 1.12 Nafnið Jh 2.23; 3.18; 1 Jh 3.23; 5.13 þeim cr trúa ... G1 3.26 - Guðs börn Jh II. 52; Uh3.1-2,10;5.2,4,18 1.13 AfGuðifæddirJh3.3,5-6; Jk 1.18; lPtl.23; Uh3.9;5.18 1.140rðiðvarðhold Rm 1.3; G1 4.4; F12.7; ITm 3.16; Heb 2.14; I Jh 4.2 - hold Jh 3.6+ - vér sáum dýrð hans Jes 60.1-2; Lk 9.32; Jh 2.11; sbr Jh 12.23,28; 13.31; 17.2-5,22-23 - náðogsannlcikur 2M 34.6 1.15 Jóhannes vitnar Jh 1.30- kemurcftir migMt3.11; Mk 1.7; Jh 1.27 1.16 AfgnægðhansKól 2.9-10 1.17Lögmáliðgcfiðfyrir Móse2M 31.18; 34.28; Jh 7.19 1.18 Sjá Guð 2M 33.20; Jh 6.46; lTm6.16; Uh 4.12 - sonurinn eini Mt 11.27; Lk 10.22 1.20Ekkicrég Kristur Jh 3.28 1.21 Elía Mt 11.14 + - spámaðurinn Mt 21.11 + 1.23 Rödd í cyðimörk Jes40.3; Mt 3.3oghlsl

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.