Afturelding - 01.04.1981, Síða 18

Afturelding - 01.04.1981, Síða 18
Af þessari lýsingu fræðumst við ekki einungis um ytra og innra útlit kirkjunnar, heldur og einnig um kenningastrauma Azusa-strætis. Þeir voru í öllum meginatriðum þeir sömu og í hinni „heilögu hreyf- ingu“, sem ruddi sér til rúms upp úr síðustu alda- mótum, með þeirri undantekningu þó, að tungutal varð aðal mælikvarði skímar í Heilögum Anda. Þessi náðargjöf Andans varð grundvallar að- dráttaraf! í samkomunum. Aðrar gjafir Andans voru einnig reyndar. Boð- skapir í tungutali voru túlkaðir jafnóðum yfir á enska tungu og viskuorð og þekkingar voru staðfest. Hið sama gilti um lækningagáfu. I upphafi vakn- ingarinnar mátti sjá á víð og dreif um trúboðsstöð- ina, hækjur þeirra, sem læknast höfðu fyrir bæn. Þegar fréttir af starfseminni í Azusa-stræti náðu eyrum íbúa nærliggjandi sveita og því næst landsins alls, flykktust fréttamenn til staðarins, ásamt sjúk- um mönnum og spíritistum, sem reyndu stundum að yfirtaka samkomurnar. Seymour var gefin sér- stök aðgreiningargáfa, til að „reyna“ andana. Illir andar voru oft reknir út af þeim sem reyndu að kveikja falskan eld í herbúðum heilagra. í Azusa-stræti var lögð mikil áhersla á nauðsyn þess að lifa helguðu lífi. Frank Bartleman sem ritaði greinar í nokkur kristileg tímarit um það sem fram fór á samkomunum, skrifaði að „enn einu sinni hafi blóð Jesú Krists verið ákallað“ og bætir við: „um þessar mundir var fólk mjög leitandi". Þeim sem leitandi voru var ekki ráðlagt að leita eftir gjöfum Andans fyrr en ákveðinni helgunarreynslu eða „hreinu hjarta“ var náð. f Azusa-stræti var einnig lögð mikil áhersla á skjóta endurkomu Krists. í rauninni var litið á allar þær gjafir Andans, sem opinberuðust í Azusa- stræti, sem sanna vísbendingu þess, að koma Drottins stæði fyrir dyrum. Það fólk sem lagði leið sína til Azusa-strætis var eins og þverskurður af amerísku þjóð-, efnahags- og trúarlífi. í fyrstu var meirihluti guðsdýrkenda blökkufólk, sem komið hafði með Seymour frá Bonnie-Brae götu, en fljótlega náðu hvítir menn yfirgnæfandi meirihluts. Þegar fram liðu stundir bættust ýmis þjóðerni í hópinn s.s. Mexikanar, Kínverjar, Rússar, Grikkir, Gyðingar og margar aðrar þjóðir. Kynþættir, flokkadrættir og þjóðerni; allt féll þetta í gleymskunnar haf og Azusa-stræti varð sönn hvítasunnumiðstöð fyrir Bandaríkin og síðan fyrir allan heiminn. „Litamismunurinn var þveginn burt 1 blóði Jesú Krists", hrópaði Bartle- man. Seymour og Parham. Vakningin stóð í þrjú og hálft ár sem er líklega met í tímalengd vakningar. Samkomur voru haldn- ar alla sjö daga vikunnar og þrisvar á dag var kallað fram til fyrirbæna og lækninga. Innifalið í náðar- gjöfum Andans var „heilagur hlátur“, „heilagur dans“ og „söngur í Andanum", sem söfnuðurinn kallaði „himneskan kór“. Bartleman líkti söng í Andanum við slag grísku vindhörpunnar: „sannur andardráttur Guðs“. Þegar fréttist af starfseminni um Ameríku og síðar út um víðan heim, lagði mikill fjöldi pílagríma leið sína til Azusa-strætis til að upplifa sína eigin hvítasunnu. Nokkrir þeirra sneru aftur til heim- kynna sinna og stofnuðu alþjóðlegar hvítasunnu- hreyfingar sem áttu eftir að telja milljónir manna fáum áratugum síðar. Frá Memphis í Tennessee fylki, kom hópur fólks frá „kirkju Guðs í Kristi“. Leiðtogi fyrir hópnum var C.H. Mason og eftir að hann hafði meðtekið skírn í Heilögum Anda, leiddi hann fylgjendur sína inn í upplifun hvítasunnunnar. í dag, þegar aðeins 20 ár eru liðin frá dauða Masons, telur söfnuður sá sem hann stofnsetti yfir 3 milljónir manna. Frá Dunn, í Norður-Karólinu, kom G.B. Cashwell frá „Kirkju heilagra", sem kenndi sig við hvítasunn- una. Á sex mánaða predikunarreisu tókst honum að kynna hvítasunnuna fyrir mörgum „Heilagra kirkjum“, þ.á m. „Kirkju Guðs“ (í Cleveland og Tennessee), „Kirkju heilagra“, sem kenndi sig við eldskírn, fyrir söfnuði sem kenndi sig við hvíta- sunnuna en aðhylltist frjálst val um skírn, og fyrir söfnuði þeim sem hann kom frá „Kirkju heilagra". í gegnum þjónustu T.B. Barratts, breiddist eld- urinn óðfluga út um Evrópu. Barratt þessi var meþódistaprestur frá Osló í Noregi. Meira óbeint, breiddist „hvítasunnueldurinn“ til Chile fyrir milligöngu meþódistatrúboðans Willis C. Hoover; til Brasilíu í gegnum hina sænsku trúboða Daníel

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.