Afturelding - 01.04.1981, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.04.1981, Blaðsíða 29
20 RETTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR Nú hljóma kirkjuklukkumar í Vástra Vingáker, í Sörmland í Svíþjóð, ekki aðeins við guðsþjónustur eða aðrar þær athafnir sem venjulega eru viðhafðar innan veggja kirkna, heldur láta þær óspart í sér heyra þegar þjófar gerast of nærgöngulir við silfurmuni kirkjunnar. í haust var tvívegis brotist inn í kirkjuna og þá fengu menn þessa hugmynd: Um leið og þjófarnir brjótast inn í kirkjuna, kviknar sjálfkrafa á öllum ljósum hennar og kirkjuklukkumar slá eins og þær best mega, þar til einhver kemur og stöðvar hringingarnar og hefur samband við lögregl- una. SR2381 Eftir að hafa sótt um leyfi svo árum skipti, hefur Billy Grahams stofnunin í Minneapolis í Bandaríkjunum, nú loks fengið leyfi yfirvalda til að byggja útvarpsstöð á Hawai. Stöðin mun búa yfir stuttbylgju og FM-sendi og mun senda út á 250 kílóvöttum og ná með því til mikils hluta suð-austur Asíu. FM-sendirinn er hannaður með þarfir Hawaibúa fyrir augum. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að byggingarframkvæmdir geti hafist og búist er við að útvarpsstöðin verði tekin í notkun á næsta ári. SR 2381 Nýafstöðnum réttarhöldum í Kaliforníu á milli sköpunar- og þróunarsinna, lyktaði með jafntefli. Irving Perluss dómari, kvað upp þann úrskurð að þær stefnur sem réðu ferðinni í skólamál- um í Kalifomíu tækju fullt tillit til trúarlegra réttinda þess fólks sem væri á móti kennslu þróunarkenningarinnar í skólum landsins. Yfirvöldum menntamála í Kaliforníu var gert að senda yfirlýsingu til skóla borgarinnar og höfunda námsbóka, þar sem þess var krafist að hugmyndir Darwins yrðu kenndar sem kenn- ingar en ekki staðreyndir. CAW 681 Eftir 8 ára þrotlaust starf, er nýrri þýðingu Biblíunnar yfir á kínverska tungu, nú loks lokið. Hefur þýðingin fengið góða dóma og er talin mjög aðgengileg lestrar. Hún leysir af hólmi . eldri þýðingu frá 1919. Það er ekki talið með öllu útilokað að hægt verði að fá leyfi til að útbreiða Biblíuna í Alþýðulýðveldinu Kína. Þess vegna mun þessi nýja þýðing koma út innan tíðar, í sérstöku upplagi, með breyttum og einfölduðum rittáknum. Kínverska Biblían verður ekki lítil bók, en samt sem áður verður hún engan veginn eins umfangsmikil og Biblía á blind- letri hlýtur að vera. SR 2381 ^ttir - Nýlega fékkst innflutningsleyfi fyrir 20,000 Biblíur og sama fjölda sálmabóka til Víetnam. Bækurnar voru fluttar með sovésku skipi til hafnarborgarinnar Haiphong og þaðan áfram til Hanoi. Verða bækurnar notaðar af söfnuðum mótmælenda, sem aðallega starfa í suðurhluta landsins. Bækurnar eru prentaðar i hinu „fjarlæga Austri." Evangelískir söfnuðir í Vestur-Þýska- landi standa straum að kostnaði Biblíanna, en kostnað við prentun sálmabókanna, greiða evangelískir söfnuðir í Austur- Þýskalandi. KS58I Fyrirlesarinn Josh McDowell, var staddur á heimavistarskóla í Delaware, þegar fjölskylda nokkur hitti hann að máli og sagðist hafa fylgst með sjónvarpsþætti hans „Leyndardómi Kærleik- ans.“ Móðirin hafði verið að skipta um rás á sjónvarpstækinu þegar Josh birtist á skerminum. Hún hlýddi á mál hans og ekki leið á löngu þar til dóttir hennar kom inn og hlustaði einnig. Því næst bað dóttirin föður sinn og bróður að fylgjast með. Við lok þáttarins gafst áhorfendum tækifæri til að meðtaka Krist í líf sitt og á þessari kvöldstund frelsuðust allir meðlimir fjölskyldunnar. WCH 381 Samkvæmt nýjustu fregnum frá biblíufélögum í Þýskalandi, fer þeim mótmælendum, sem lesa Biblíuna, fjölgandi þar í landi. Næstum fjórar milljónir mótmælenda lesa Guðs orð oft, eða að staðaldri. Árið 1967 er áætlað að aðeins 1,5 milljónir manns hafi lesið Biblíuna að staðaldri í Þýskalandi. Biblíusala hefur einnig stigið jafnt og þétt. Árið 1979 var 2,09 milljónum Biblía, eða biblíuhlula, dreift um Þýskaland fyrir atbeina biblíumiðstöðv- arinnar í Stuttgart. Áriðáður hafði sú tala numið 1,47 milljónum. KS581 Árið 1980 var met ár í dreifingu Biblíunnar unt Austur- Evrópu. í fyrra, stuðluðu Sameinuðu Biblíufélögin að dreifingu 352,000 eintaka til landanna þar, en 1979 var dreift 194,000 Biblium og 1978, 173,000. Sú dreifing sem hefur farið fram, það sem af er þessa árs, bendir til áframhaldandi aukningar. Aukn- inguna í fyrra má að miklu leyti þakka nærri 4 milljónum norskra króna sem safnað var saman af Biblíufélögum ýmissa landa. Mesta aukningin í biblíudreifingunni í fyrra, var í Tékkósló- vakíu, en þar steig hún úr 21,000 eintökum, árið 1979, í 131,000 eintök, 1980. Þar með er innifalin ný biblíuútgáfa á tékknesku og leyfi til að flytja inn 65.000 Biblíu á slóvakísku. Þar að auki hefur Rómversk-Kaþólska kirkjan í Tékkóslóvakíu, nýlega fengið leyfi til að gefa út 100,000 kynningarbæklinga um nýju tékknesku biblíuútgáfuna, en sú tala er ekki tekin með í tölunum hér að ofan, frá 1980. Árið 1980, aðstoðuðu Sameinuðu Biblíufélögin Grísk- Kaþólsku kirkjuna í Búlgariu, með pappír í 30,000 Biblíur. í öðrum löndum Austur-Evrópu stóð biblíudreifingin nokkuð í stað, en í Póllandi var þó talsverð aukning. LG 581 ERLENDAR FRETTIR ERLENDAR FRETTIR ERLENDAR FRETTIR

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.