Afturelding - 01.04.1981, Qupperneq 20
orðið til þess að hún hefur tvíeflst. í hvert sinn sem
mönnum hafa orðið á mistök, eða ferskleiki Andans
hefur staðnað í öllum þeim stofnunum og því
skrifræði sem svo oft eru fylgifiskar hinna kristnu,
þá hefur Andinn brotist út einhvers staðar annars
staðar. Svo sannarlega „starfar Andinn hvar sem
hann vill“.
3. Hinir stórbrotnu kristnu söfnuðir framtíðar-
innar í þriðja heiminum munu verða náðargjafa-
eða hvítasunnusöfnuðir.
Þessi þróun er þegar komin vel á veg. Menn sjá
fram á það að með næstu kynslóð muni meirihluti
þjóða eins og Chile, Brasilía og Kórea vera sam-
settur af hvítasunnumönnum. Sama mun einnig
gilda um aðrar þjóðir í Latnesku-Ameríku, Afríku
og Asíu.
Fyrir u.þ.b. 10 árum var gerð könnun á vegum
Alheimskirkjuráðsins á vexti safnaða víðs vegar um
heiminn. Menn stóðu agndofa yfir niðurstöðum
hennar sem fólu í sér að árið 2000 muni meirihluti
kristinna manna, sem byggja þennan heim vera (1)
Litaðir menn, (2) Búsettir á suðurhveli jarðar og (3)
Hvítasunnumenn, eða menn sem aðhyllast kenn-
ingar þeirra í orði og á borði.
Flestir þessara manna munu vera fyrrverandi
heiðingjar, sem snúið hefur verið til Krists. Hinn
yfimáttúrlegi kraftur Heilags Anda, sem opinberast
T. B. Barratt,
sem var kallaöur
„Hvítasunnupostuli
Norðurlanda".
Hann kom til
fslands 1936.
í gegnum gjafir Andans, mun færa milljónir manna
til trúar á Jesú sem Drottni. Kraftur frumsafnað-
anna sem umbreytti hinu heiðna rómverska
keisaradæmi, mun vinna sama verk í heiðnum
þjóðfélögum nútímans.
4. Hinar eldri hefðbundnu hreyfingar munu
endurnýjast í stórkostlegri úthellingu Andans.
Heilagur Andi er gefinn öllum líkama Krists.
Gömul trúarform munu glæðast nýju lífi þegar
vindar Andans halda áfram að blása. Fast kirkju-
form og siðir liðinna alda munu verða gædd lífi
þegar fólk snýr sér af alhug til Krists. Flestir hinna
kristnu munu hafa það sem aðal markmið að helg-
ast Guði og gjafir Andans munu flæða í bæna- og
fjölskylduhópum.
Þá mun einnig renna upp sú stund að reglu-
bundið kirkjuform hefðbundinna kirkjudeilda mun
gjörbyltast þegar þeir lofsöngvar sem hafa verið
byrgðir inni, brjótast út í fyllingu hvítasunnunnar.
Gjafir Andans munu flæða í reglubundnum sam-
komum kaþólskra, Biskupakirkjunnar, Lúters-
trúarmanna, Meþódista og Baptista.
Þar eð hinir kristnu eiga sameiginlegan dýr-
mætan Drottinn, í krafti Heilags Anda, verður öll-
um hindrunum vikið úr vegi. Bæn Jesú um að allir
megi verða eitt mun verða sameiginleg öllum hin-