Afturelding - 01.04.1981, Síða 27
ingum okkar í opna skjöldu, þá gátu áhrifin orðið
ægileg. Stundum sendum við menn frá deildum
okkar í hæðir og fjöll, til að glöggva okkur á því
hvemig línan lá, en hún gat breyst dag frá degi.
Lögmálið var að vera var um sig, dag og nótt.
Andstæðingar okkar höguðu sér alveg eins.
Það var fagur vormorgunn, lína okkar var mjög
framarlega og ég var á verði og í leyni. Ég stóð þar
með hlaðna K-byssu. Þá heyri ég hljóð i runnunum
fyrir framan mig. Ég man bæn mína og loforð um
að þurfa ekki að deyða nokkum mann. Allt í einu
eru þrír eftirlits-hermenn Rússanna þama. Þeir
komu mér í opna skjöldu. Á augnabliki mundu þeir
allir detta dauðir niður, ef ég tæki í gikk byssunnar.
Guð kom mér sannarlega til hjálpar. í stað þess að
deyða þessa menn, hrópaði ég hvellt í skipunartón:
„Ruki verx“ eða „Upp með hendumar.“ Það skeði
undir eins, þeir köstuðu vopnunum frá sér og réttu
upp hendumar allir þrír. Ég skipaði þeim að ganga
bak við víglínuna, afhenti þá yfirmönnum mínum,
er síðan fluttu þá í herfangabúðir. Ég lofaði
Guð fyrir að þessir menn féllu ekki af mínum
völdum og þrjár eiginkonur og böm þeirra fengu
eiginmenn og feður heim að loknum hildarleik.
Nokkrum dögum síðar var deild okkar flutt og
staðsett í skógivöxnu fjalllendi. Aðstaða okkar var
þar góð til að fylgjast með minnstu hreyfingu. Að-
staða andstæðinga okkar var sömuleiðis góð til að
fylgjast með hreyfingum okkar. í nokkra daga skeði
ekki neitt. Snemma morguns var ljóst að vatnið var
á þrotum. Nauðsyn var á að sækja vatn, í lindir fyrir
neðan fjallið. Það var mjög hættuleg ferð og farið
yfir svæði, þar sem ekki var hægt að fela sig. Innra
með mér fannst mér ég eiga, að bjóða mig fram til
að sækja vatnið. Stórt ílát var bundið við bak mitt
og mér tókst að komast til lindarinnar, án þess að
vekja athygli. Ég var rétt að fylla ílátið með svo
miklu vatni, sem ég gat mögulega borið þegar stór-
skotalið andstæðinga okkar fór af stað. Skutu þeir á
búðir okkar uppi í fjallinu. Án þess að hugsa um
hættuna flýtti ég mér til búðanna. Komst ég þangað
ósærður. Því miður var það ekki svo með félaga
mína. Sprengikúla hafði skollið mitt í hermanna-
hópinn, sprungið þar og deytt og sært. Tjónið, sárin
og dauðinn, þetta var allt hræðilegt. Undir eins tók
ég til höndum og lagfærði sár þeirra er mest voru
særðir. Rauðakross deild var tilkölluð og komu þeir
von bráðar til björgunar og hjálpar. Vegna trúar
minnar, þá sagði ég uppörvandi orð til þeirra er við
þeim gátu tekið, meðal særðra og deyjandi her-
manna. Orðið um Jesú er það eina sem gildir í
sárustu neyð og það varð áreiðanlega til frelsunar
og hjálpræðis.
Liðið fékk nú endumýjaðan mannskap og var
fært til, en línan var sú sama.
Áður en fyrrgreind örlagarík árás var gerð, þá
stóð á vakt trúaður ungur maður. Hann sér allt í
einu, hvar stór fugl, orri, kemur fljúgandi frá landi
andstæðinganna og yfir til okkar. Fuglinn sest í trjá-
toppi og er þar rólegur. Nú var það svo að naumast
sást nokkurt dýr eða fugl við víglínuna. Þau flúðu
öll sömul frá þessum voða. Ungi bróðir minn i
trúnni hugsaði sér að skjóta fuglinn. Hann þurfti þá
að skríða nokkum spöl, til að komast í færi. Leiðin
var um 40 metrar og bak við stóran stein var komið
dauðafæri á fuglinn. Lyfti hann nú byssu sinni og
ætlaði að skjóta, en einmitt þá sprakk sprengikúlan í
herstöð okkar. Orrinn flaug frelsinu og lífinu feg-
inn. Var hann raunverulegur bjargvættur trúbróður
míns og vinar. Það er vert umhugsunar, hvort það
hafi verið tilviljun að orrinn kom þama einmitt og
þá? Eða var einhver sem stjómaði flugi hans?
Hvaða rödd var það sem sagði mér að sækja vatnið
og leggja mig í augljósa hættu?
Að síðustu segi ég frá eftirlitsferð, sem ég var
sendur í, við fremstu línu. Við skógarjaðarinn var
slétta, með tjömum. Leið mín var mörkuð yfir
sléttuna. Þegar ég er á henni miðri og tjöm mér á
aðra hönd, þá kemur orrustuflugvél frá andstæð-
ingunum þar yfir, skjótandi úr byssum sínum, vítt
og breitt, stutt og langt. Ekki var hugsun fyrir mig að
komast undan á berangri og ekki við það að kasta
mér niður flötum. Eina leiðin var að komast í vatn-
ið. Kúlumar umluktu mig á allar hliðar, en í vatnið
komst ég. Sökkti ég mig undir yfirborðið eins lengi
og ég gat og rétt setti munn og nef upp úr til að
anda. Loks fór flugvélin og ég náði til búða okkar
hinumegin við sléttuna, blautur og í mikilli geðs-
hræringu. Þegar bakpoki minn var af mér tekin, var
hann alsettur kúlnagötum. Svo nærri var ég þá
dauðanum. Ég er ekki í vafa hver vemdaði mig og
leiddi mig í gegnum þetta. Það var Drottinn sem
sendi vemdarengil sinn, til að gæta mín á öllum
vegum mínum.
Um mörg ár hefur framanskrifað legið í þagnar-
gildi. Það er svo margt, sem einstaklingurinn á einn
með Guði sínum. Nú er þetta opinberað, svo öllum
megi verða augljóst er þetta lesa, að vemdarenglar
Drottins gæta þeirra er fela sig í hendur „Hinum
trúa Skapara.“
Hemmets Van Örebro 5/3 — 1981