Afturelding - 01.01.1982, Síða 3
jrkomu Krists?
nægja mér. Jesús meinar það sem
hann hefur sagt og orð hans varir að
eilífu.
Hvenær hann kemur? Það veit ég
ekki og raunar enginn, nema Guð
faðir.
Hvernig hann kemur? Sá atburður
verður vafalaust stórkostlegur,
samanber t.d. Matteus 24. kafla.
Sennilega kemur hann öllum á óvart,
þess vegna segir hann:
„Verið þér og viðbúnir, því að
Mannssonurinn kemur á þeirri
stundu, sem þér ætlið eigi.“ (Matteus
24:44)
Bubbi Morthens, rokkarí.
Varðandi endurkomu Jesú Krists,
V*1 ég einnig minna á komu Anti-
hrists. Ég tel að hann sé þegar kom-
’Un, þótt ég geti ekki bent á hann sem
persónu. En eftir öllum sólarmerkj-
um að dæma virðist hið illa vera að
taka yfirhöndina í heiminum.
Ég trúi því að Kristur komi í
enda!okunum. Ég trúi samt ekki að
hann stígi til jarðar með lúðrablæstri
°g birtist í efnisheiminum.
Eftir þetta tel ég að þúsundárarík-
'ð rísi upp og þegar Kristur kemur fá
hinir smáu og voluðu umbun fyrir
þjáningu sína í þessum heirni.
Mér sýnist á öllu að það sé stutt í
endalokin og því best fyrir alla að
fara að iðrast.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Já, ég vænti endurkomu Krists. Ég
get engan veginn gert mér í hugar-
lund hvenær hún muni verða, enda
segir Ritningin að daginn eða stund-
ina viti enginn, koma Mannssonarins
verði eins og elding, sem leiftrar frá
austri til vesturs, hann komi á þeirri
stundu, sem við búumst ekki við.
í 24. kafla Matteusarguðspjalls er
sagt frá táknum, sem fara á undan
endurkomu Drottins. Þá munu kyn-
kvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi.
Ég hygg að við eigum að vera varkár
við að túlka það, sem gerist í samtíð
okkar sem undanfara endurkom-
unnar, svo mjög sem okkur hættir við
að fara þar lengra en ritað er og láta
hugmyndaflug okkar taka völdin.
Hins vegar skyldum við ekki sýna
sjálfum okkur neina varkárni í því að
minna okkur sífellt á að Jesús kemur
aftur. Og við skyldum lifa lífi okkar í
vakandi vissu um það.
Það segir i kaflanum, sem ég vitn-
aði í, að eins og fólk hafi etið og
drukkið, kvænst og gifst dagana fyrir
flóðið og ekki vitað fyrr en flóðið
kom og hreif það allt burtu, svo verði
koma Mannssonarins. Þar standa
þau alvarlegu orð að þá muni tveir
verða á akri, annar muni tekinn og
hinn skilinn eftir, tvær muni mala í
kvöm, önnur verða tekin og hin skil-
in eftir. Þessi alvarlegi boðskapur má
ekki falla okkur úr huga, hann
verður að vera okkur svo ljós að hann
hvetji okkur til að rækta trú sjálfra
okkar í umhyggju, auðmýkt og
fögnuði og boða fagnaðarerindið um
Jesú í tíma og ótíma. Því boðskapur-
inn um endurkomu Drottins er
fagnaðarerindi. Þá verður syndin
endanlega sigruð.
Við ættum að lesa Opinberun Jó-
hannesar til að fá endumýjaða og
nýja vitneskju um endurkomu
Krists. Þar eru svo margir kaflar, sem
vekja okkur bæði ábyrgð og fögnuð.
í 7. kaflanum er talað um þau, sem
koma úr þrengingunni miklu og hafa
þvegið skikkjur sínar í blóði Lambs-
ins. Þar er sagt að Lambið, sem er
fyrir miðju hásætinu, muni vera
hirðir þeirra og leiða þau til vatns-
linda Lífsins. Og Guð muni þerra
hvert tár af augum þeirra. Ég held að
við verðum líka að varast að láta
hugarflug sjálfra okkar fara of geyst
við lestur þessara vandlesnu kafla.
En víst er að við þurfum sífellt að
spyrja sjálf okkur hvort við séum í
hópi þeirra í þrengingunni miklu,
erum við í skaranum, sem hefur
hvítfágað skikkjur sínar í blóði
Lambsins? Þess þurfum við að spyrja
sjálf okkur og þess þarf kirkjan öll að
spyrja sig í sífellu.
Hvernig?