Afturelding - 01.01.1982, Side 13
Hvað er átt við með
upphrifningu?
Sumir vilja meina að mótsagnir og
ósamstæðir atburðir séu í Biblíunni.
Hinir sömu eru menn, sem oft á tíð-
um hafa lítið eða ekkert lesið í Biblí-
unni. Eitt af þeim atriðum, sem
sumir vilja meina að sé ósamræmi í,
er þegar Biblían fjallar um endur-
komu Krists. Sagt er að hann muni
koma á skýjum himins' og einnig að
hann muni standa á Olíufjallinu2
(fjall austur af Jerúsalem). Afar eðli-
leg skýring er á þessu: Hér er ein-
faldlega verið að fjalla um tvo at-
burði (sumir segja tvo þætti sama at-
burðar). Síðari atburðurinn er
endurkoma Krists til þessarar jarðar
en fyrri atburðurinn, mun eiga sér
stað nokkru áður — en svo segir orð-
rétt um þann atburð í Biblíunni:
•>Ekki viljum vér, brœður, láta yður
Vc‘ra ókunnugt um þá, sem sofnaðir
(dánir, innsk. höf.) eru, til þess að þér
séuð ekki hryggir eins og hinir sem
ekki hafa von. Því að ef vér trúum þvi
°ð Jesús sé dáinn og upprisinn, þá
ntun Guð fyrir Jesú leiða ásamt hon-
um fram þá, sem sofnaðir eru. Því að
það segjum vér yður, og það er orð
Drottins, að vér, sem verðum eftirá lífi
v‘ð komu Drottins, munum alls ekki
fyrri verða en hinir sofnuðu. Því að
sjálfur Drottinn mun stíga niður af
himni með kalli, með höfuðengilsraust
°g með básúnu Guðs, og þeir, sem
dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp
r‘sa. Síðan munum vér, sem eftir lif-
um, verða ásamt þeim hrifnir burt í
skýjum til fundar við Drottin í loftinu.
°g síðan munum vér vera með Dr-ottni
“Ha tíma. “3 Upphrifningin er sem
sagt sá atburður þegar Kristur tekur
sinn söfnuð úr þessum heirni. Eins og
hann segir: „Þegar ég er farinn burt
°g hef búið yður stað, kem ég aftur og
‘ekyður til mín, svo að þérséuð einnig
þar sem ég er.“A Þetta skeður mjög
snögglega, án nokkurar viðvörunar.
V'ð upphrifninguna kemur Kristur
hl að ná í Brúði sína, söfnuð sinn eins
°g segir: „Vér munum ekki allir
sofna, en allir munum vér umbreytast í
einni svipan, á einu augabragði, við
l‘inn siðasta lúður. Því lúðurinn mun
gjalla og þá munu hinir dauðu upp
rísa óforgengilegir, og vér munum
umbreytast. “5 Þú, sem verður með,
veist ekki einu sinni að þetta hefur
gerst, fyrr en allt er um garð gengið.
Allt í einu stendur þú frammi fyrir
augliti Krists ásamt öllum söfnuði
Hans. Söfnuðurinn mun umbreytast.
Páll skrifar svo til Filippímanna: „En
föðurland vort er á himni og frá himni
vœntum vér frelsarans Drottins Jesú
Krists. Hann mun breyta veikum og
forgengilegum líkama vorum og gjöra
hann líkan dýrðarlíkama sínum.“6
Hver er Brúður Krists
eða söfnuður Krists?
Er það einhver ákveðinn söfnuður
eða kirkjudeild? Eru það Hvita-
sunnumenn, Hjálpræðishermenn,
Baptistar, Lúterskir eða einhverjir
aðrir? Nei, það er engin sér ákveðin
kirkjudeild eða söfnuður, heldur þeir
sem trúa á Jesúm Krist. Lítum á það
sem Biblían segir um þá sem munu
komast til hinnar himnesku borgar:
„Og alls ekkert óhreint skal inn í hina
himnesku borg ganga né sá sem frem-
ur viðurstyggð eða iðkar lygi, engir
nema þeireinir, sem ritaðireru í lífsins
bók lambsins.7 Sá sem vill að nafn sitt
sé í þeirri bók verður að taka afstöðu
með Jesú Kristi og fá fyrirgefningu
synda sinna. Jesús sag^i sjálfur, að
„sá sem trúir glatast ekki“f f þeim
sama kapitula segir Jesús: „Enginn
getur séð Guðs ríki, nema hann fœðist
að nýju.“ 9
Hvenær verður Upphrifn-
ingin?
Gegnum aldirnar hafa ýmsir
komið með ákveðnar dagsetningar
varðandi endurkomu Krists. Hafa
þeir fengið fólk til fylgis við sig, sem
hefur svo safnast saman og beðið
upphrifningarinnar. En Jesús sagði,
að um þá stund vissi enginn.10 Sá sem
segist vita það, og gefur upp ákveðna
tímasetningu þykist hafa meira vit á
þessu en Kristur sjálfur þegar hann
var á þessari jörð. En þrátt fyrir að
við vitum ekki nákvæmlega þann
tíma er upphrifningin mun eiga sér
stað þá segir Biblían: „En um tíma og
ÍIS
tíðir hafið þér, brœður, ekki þörf á að
yður sé skrifað. Þér vitið það sjálfir
gjörla, að dagur Drottins kemur sem
þjófur á nóttu. Þegar menn segja:
Friður og engin hœtta, þá kemur
snögglega tortíming yfir þá, eins og
jóðsótt yfir þungaða konu. Og þeir
munu allsekki undan komast. En þér,
brœður, eruð ekki i myrkri, svo að
dagurinn geti komið yfir yður sem
þjófur."“ Sem sagt, upphrifningin á
ekki að koma okkur á óvart.
Af hverju á þessi dagur ekki að
koma að okkur, sem þjófur að nóttu?
Jú, sökum þess að Guð hefur gefið
ákveðin viðvörunarmerki eða tákn
og þegar við sjáum þau þá vitum við
að dagurinn færist nær. Aðalatriðið
er þó að við bíðum þess dags en
verðum ekki um of upptekin af
þessum táknum. Vil ég hérnefna tvö
þeirra. Páll segir í bréfi sínu til
Tímóteusar: „ Vita skalt þúþetta, að á
síðustu dögum munu koma örðugar
tíðir. Mennirnir verða sérgóðir, fé-
gjarnir, raupsamir, hrokafuUir, last-
mœlendur, foreldrum óhlýðnir, van-
þakklátir, vanheilagir, kœrleikslausir,
ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir,
grimmir, ekki elskandi það sem gott
er, sviksamir, framhleypnir, ofmetn-
aðarfullir, elskandi munaðarlifið
meira en Guðf2 Hér eru talin upp
mörg atriði og ég held að við getum
öll tekið undir það að við getum
heimfært flest ef ekki allt þetta upp á
vora tíma. Hið síðara og eitt af
stærstu táknunum er endurstofnun
Ísraelsríkis. Fátt er meira sannfær-
andi en hin merkilega saga ísraels.
Guð hefur staðið við orð sín, er hann
gaf Abraham og niðjum hans þetta
land.13 Abraham var einnig sagt að
afkomendur hans skyldu búa í
ókunnu landi og vera þar þrælar.
Þetta rættist, þeir voru þrælar í
Egyptalandi í 400 ár en voru síðan
leiddir út þaðan á undursamlegan
Sam Daníel Glad lauk
námi frá Biblíuskólan-
um IBTI, í Englandi,
árið 1974. Hann er nú
aðstoðarforstöðumað-
ur Filadelfiusafnaðar-
ins í Reykjavík.