Afturelding - 01.01.1982, Síða 14
hátt. Jeremía spáði því að þeir yrðu
herleiddir til Babylónar sem þrælar,
en eftir 70 ár skyldu þeir koma til
baka. Það fór svo sem spámaðurinn
hafði sagt fyrir. En Guð stóð líka við
þær aðvaranir er hann hafði gefið. Ef
þeir hlýðnuðust ekki boðum hans, þá
skyldi hann dreifa þeim meðal allra
þjóða heims.14 Myndu þeir verða að
spotti meðal allra þjóða.15 Og Jesús
sagði: „Þeir munu falla fyrir sverðs-
eggjum og herleiddir verða til allra
þjóða, og Jerúsalem verður fótum
troðin af heiðingjum, þar til tímar
heiðingjanna eru liðnir. “16 Þá mun
einhver breyting verða. Árum saman
biðu Biblíu-kennimenn eftir því að
Israelsríki yrði endurvakið og var
biðin grundvölluð á mörgum Biblíu-
spádómum. Meðal annars orðum
I Jesú er hann segir: „Nemið líkingu af
fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að
mýkjast og laufið að springa út, þá
vitið þér, að sumar er í nánd. Eins
skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt
þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum.
Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð
mun ekki líða undir lok, uns allt þetta
er komið fram.“17 Hinir efagjömu
hæddu þessa spádóma og sögðu að
aldrei áður hefði heil þjóð verið
endurvakin. En kraftaverk hefur átt
sér stað. Guð hefur fullnað þennan
spádóm.
En hver er kynslóðin, sem átti að
sjá þetta tákn. Auðvitað ekki kyn-
slóðin sem Kristur talaði til. Því hún
er löngu farin. En kynslóðin sem
mundi sjá fíkjutréð laufgast! Koma
Krists stendur fyrir dyrum! Endur-
stofnun Ísraelsríkis ætti að vera tákn
öllum Guðsbömum. Jesús lagði
mikla áherslu á það, þegar hann
ræddi þessa hluti, að söfnuðurinn
skyldi vaka og vera viðbúinn.18
Einnig sagði Jesús, áður en hann
byrjaði að tala um þessa hluti: „ Var-
ist að láta nokkurn leiðayður í villuð9
Mun upphrifningin eiga
sér stað fyrir
þrenginguna miklu?
Skoðanaágreiningur hefur verið
meðal Biblíu-kennimanna um,hvort
upphrifningin eigi sér stað fyrir þetta
mikla þrengingartímabil, um miðbik
þess, eða að þrengingunni lokinni
(fjallað er um þrenginguna á öðrum
stað í blaðinu). Skoðun mín og
sannfæring er sú að upphrifningin
eigi sér stað fyrir þrenginguna miklu.
Þegar ég segi fyrir þrenginguna, þá á
ég við ákveðið tímabil (alm. álitið
vera 7 ár). Hins vegar getur víða ver-
ið um staðbundna þrengingu að
ræða í heiminum. Þess sjáum við
merki svo víða og er það líka í sam-
ræmi við orð Krists er hann segir:
„En á undan öllu þessu munu menn
leggja hendur á yður, ofsœkja yður,
fœra yður fyrir samkundur og í fang-
elsi og draga yður fyrir konunga og
landshöfðingja sakir nafns míns. “20
Þannig hefur söfnuðurinn átt í of-
sóknum á öllum tímum í misríkum
mæli. En skoðun mína byggi ég á því
að mér finnst Biblían gefa það svo
víða í skyn að upphrifningin muni
eiga sér stað fyrir þrenginguna
miklu. Vil ég hér einkum nefna 3 at-
riði.
Það fyrsta er þegar Kristur segir:
„ Vakið því allar stundir og hiðjið, svo
að þér megið umflýja allt þetta, sem
koma á, og standast frammi fyrir
Mannssyninum.“2i Á þessum orðum
má sjá að höldum við vöku okkar og
verðum viðbúin, munum við umflýja
allt það sem koma á.
Annað er þegar Páll segir: „Og
væntið nú sonar hans frá himnum,
sem Guð vakti uppfrá dauðum, Jesú, er
frelsar oss frá hinni komandi reiði. “ 22
Það síðasta er svo í Opinberunar-
bók Jóhannesar. Ef við lítum þar á
19. versið í fyrsta kaflanum, þá má
segja að bókinni sé skipt í þrennt. En
þar segir svo: „1. Ritaþú núþað erþú
hefur séð; 2. það sem er; 3. og það sem
verða mun eftir þetta." í fyrsta kafl-
anum fjallar Jóhannes um sýn sína af
Kristi, í öðrum og þriðja fjallar hann
um boðskapinn til hinna 7 safnaða.
Fjórði kaflinn hefst svo á því að
Jóhannes segir: „Eftirþetta sá eg sýn:
Opnar dyr á himninum og raustin hin
fyrri, er ég heyrði sem lúður gylli, tal-
aði við mig og sagði: Stíg upp hingað
og ég mun sýna þér það, sem verða á
eftir þetta.,<23 (Eða eins og segir í
frumtextanum META TAUTA -
eftir þessa hluti, atburði.) Jóhannes
segir nú frá þeim atburðum, sem eiga
sér stað eftir að hann var hrifinn upp
til himins. Og frá himni sér hann
þessa atburði.
Eftir þennan atburð er ekki fjallað
lengur um söfnuð Guðs í Opinber-
unarbókinni fyrr en í niðurlagi
hennar, er segir: „Ég, Jesús hef sent
engil minn til að votta fyriryður þessa
hluti í söfnuðinum. “24 Það má segja
sem svo að upphrifning Jóhannesar á
þessum stað og tíma sé táknmynd
upp á upphrifningu safnaðarins.
Með það fyrir augum
að Kristur er að koma,
hvað á ég að gera?
Sem frelsaður kristinn maður skalt
þú starfa fyrir Jesú, vaka og bíða
endurkomu hans.25 Við skulum
einnig hafa það hugfast að Biblían
segir: „Þetta skuluð þér þá fyrst vita,
að á hinum síðustu dögum munu
koma spottarar er stjórnast af eigin
girndum og segja með spotti: „Hvað
verður úr fyrirheitinu um kornu
hans?“2b En síðar í þeim kafla segir
svo: „Ekki er Drottinn seinn á sér
með fyrirheitið þótt sumir áliti það
seinlœti, heldur er hann langlyndur
viðyðurþar eð hann vill ekki að neinir
glatist, heldur að allir komist til iðr-
unar.“27
Síðasta spurningin verður þá
sennilega:
Erum við reiðubúin?
Hér verður hver og einn að svara
fyrir sig. Kristur kemur og sækir
þann sem er viðbúinn, svo við verð-
um með honum alla eilífð.
1) Lúkas, 21:27, I. Þessaloníkubréf, 4:17. 2)
Sakaría, 14:4. 3) 1. Þessaloníkubréf, 4:13-17.4)
Jóhannesarguðspjall 14:3. 5) 1. Korintubréf,
15:51-52. 6) Filippíbréfið, 3:20-21. 7) Opin-
berun Jóhannesar, 21:27. 8) Jóhannesarguð-
spjall, 3:16. 9) Jóhannesarguðspjall, 3:3. 10)
Matteus, 24:36. 11) 1. Þessaloníkubréf, 5:1-4.
12' II. Tímóteusarbréf, 3:1-4. 13) 1. Mósebók,
13:15. 14) 5. Mósebók, 28:64-68. 15) 5. Móse-
bók, 28:37. 16) Lúkas, 21:24. 17) Matteus.
24:32-34. 18) Matteus, 24:42,44. 19) Matteus,
24:4. 20) Lúkas, 21:12. 21) Lúkas, 21:36. 22) 1.
Þessaloníkubréf, 1:10. 23) Opinberun Jóhann-
esar, 4:1.24) Opinberun Jóhannesar, 22:16. 25)
Lúkas, 19:13, Matteus, 24:42, Hebreabréfið,
9:28. 26) II. Pétursbréf, 3:3-4. 27) II. Péturs-1
bréf, 3:9.
Sam Daniel Glad