Afturelding - 01.01.1982, Side 15
Kristján Rósinkransson:
Hver er
þessi Jesús?
X
Já, hver er þessi Jesús, sem
gekk á vatninu, hastaði á vind-
>nn, læknaði sjúka og gerði svo
niarga dásamlega hluti. Ég hugs-
aði oft um hver þessi Jesús var og
hvort hann væri í raun og veru
eins og honum var lýst í Biblí-
unni. Síðan var það í júní 1976,
uð systir mín var að segja mér frá
honum, að ég þyrfti að koma til
hans, prófa hann og finna þann
frið og það öryggi sem hann hefði
UPP á að bjóða. Það eina sem ég
Þyrfti að gera væri að krjúpa og
biðja hann að fyrirgefa mér
syndir mínar. En ég hlustaði ekki
mikið á það, því mér fannst ég
vera svo góður. Ég gerði varla
neitt af mér, stal bara stundum í
búðum og var aðeins farinn að
fikta við reykingar og áfengi. Ég
var líka orðinn 12 ára gamall. Og
að ég þyrfti að taka á móti Jesú,
nei, það datt mér ekki í hug. Ég
sagði henni að Jesús væri ekki
það vondur (ef hann væri þá til!)
að hann myndi skilja mig eftir,
því að mínu áliti var ég svo góður.
En hún gafst ekki upp og var
alltaf að segja mér eitthvað um
hann.
En svo fór hún í sveitina, í
Kotmúla í Fljótshlíð, en ég var
heirna þetta sumar. Svo kom að
því að við fórum að heimsækja
hana og þá byrjaði hún aftur og
sagði mér frá móti sem haldið
yrði í byrjun ágúst, þar sem 4—5
hundruð manns kæmu saman til
Krístján Rósinkransson.
að tala um Jesú. Þar yrði sungið
og margir myndu segja frá
reynslu sinni af honum. Og nú
var ég orðinn forvitinn og ég man
þar sem við pabbi sátum inni í
herbergi hjá ömmu, að ég segi við
hann, eiginlega ósjálfrátt, að mig
langi að vera eftir og fara á þetta
mót. Pabba leist mjög vel á það,
enda hvíldinni feginn. Við
spurðum ömmu og fengum
grænt ljós.
Síðan byrjaði mótið. Ég fór á
samkomu. Þar var sungið og
margir vitnuðu um Jesú og sögðu
frá því sem hann hafði gert fyrir
þá. Það var þá sem ég gerði mér
ljóst að þetta var eitthvað sem ég
þurfti að sækjast eftir. Og ég man
að á annarri samkomunni rnætti
ég Jesú. Þegar við vorum að
syngja, þá fann ég frið og gleði
koma yfir mig, í svo ntiklum mæli
að engin orð fá lýst. Eftir þetta
gjörbreyttist líf mitt. Ég fór að
hafa tilgang með lífinu og gat
alltaf leitað til Jesú ef eitthvað
bjátaði á.
Svona er Hann, alltaf tilbúinn
að hjálpa og hann bíður eftir þér,
bíður eftir að þú komir til Hans
og þiggir þá hjálp sem hann hefur
upp á að bjóða. Hann vill veita
þér öryggi og frið. Ég get full-
vissað þig um að þetta er ekki
ímyndun, því ég hef fengið að
reyna þetta og hef ekki hugsað
mér að snúa við, því þetta er
stórkostlegt líf. Ég bið þig að
hugleiða orð mín. Það sakar ekki
að prófa þetta, því þú veist ekki
hvað kakan er góð fyrr en þú
smakkar hana. Eins er það með
Jesú, þú veist ekki hvað hann er
góður fyrr en þú prófar hann og
mundu það, hann bíður eftir þér!
„Guð hefur ekki œtlað oss til að
verða reiðinni að bráð, heldur til
að öðlast sáluhjálp fyrir Drottin
vorn Jesú Krist sem dófyrir oss, til
þess að vér mættum lifa með hon-
um, hvort sem vér vökum eða sof-
um“ (1. Þessaloníkubréf,
5:9-10).
Guð blessi þig og megi hann
hjálpa þér að taka á móti Jesú
Kristi. Amen.