Afturelding - 01.01.1982, Page 19
1. Áberandi sigursælar stefnur
komu fram með kenningum Karls
Marx. Þessar stefnur kallast í dag
kommúnismi og sósialismi. Hafa þær
farið sigurför um heiminn undan-
farna áratugi og ekkert virðist stöðva
þær.
2. Allt frá heimsstyrjöldinni fyrri
hefur veröldin logað í ófriði. Keyrði
um þverbak eftir síðari heimsstyrj-
öldina, en síðan þá hefur að meðal-
tali verið byrjað á einu stríði eða
hyltingu á mánuði hverjum og geng-
ur svo enn. Við búum i friðlausum
heimi.
3. Hallæri og óáran hafa verið
nteð afbrigðum mikil hin síðari ár af
völdum náttúruhamfara og styrjalda.
Sem dæmi rná nefna Biafra-stríðið,
síðast á 7. áratugnum er 9 milljónir
nianna voru drepnar úr hungri. Enn
eru í fersku minni hörmungar
kambodísku þjóðarinnar, svo og
ntanndauðinn á Sahaelsvæðinu svo-
nefnda sunnan við Sahara. í gósen-
landi Afríku sem var, Uganda, urðu
þúsundir manna hungrinu að bráð.
Það skal einnig bent á að kornskortur
mikill virðist vera í uppsiglingu í
°8 jörðin mun uppþoma ...
Veröldinni. Þessu til stuðnings skal
bent á gífurlega uppskerubresti í
löndunum austan járntjalds (í
Sovétríkjunum einum nam hann 60
milljónum tonna 1981).
4. Svonefnt súrt regn eða fén-
aðarregn veldur mörgum manninum
hhyggjum í dag. Þetta er rigning sem
■nniheldur óvenju mikið af brenni-
steinssýrlingi (H2SO3) vegna meng-
unar. Veldur þetta regn skemmdum
á mannvirkjum hverskonar. Vötn
sem fá þetta regn yfir sig geta náð
styrkleika þynntrar edikssýru og
verða þau líflaus sem afleiðing þessa.
Jafnframt verða öll ræktarlönd ófrjó.
Opinberunarbókin, 8. kafli og
8.—11. vers greinir frá því að vötnin
verði beisk og margir muni farast af
þeim völdum. Hvað veldur beiskj-
unni veit enginn enn. Menn höfðu
heldur ekki mikla hugmynd um súrt
regn fyrir nokkrum árum, en í dag er
það staðreynd.
Jesús sagði: „Þegar þér sjáiö alll
þetta þá er Hann í nánd, (þ.e. Jesús)
fyrir dyrum. Sannlega segi ég yður,
þessi kynslóð mun alls ekki líða undir
lok, uns allt þetta kemur fram.“^
Samkvæmt Biblíunni er
lífsskeið kynslóðar um 40 ár, (IV.
Mósebók 1:35 og 2:7) og er þá miðað
við menn sem komnir eru til vits og
ára. Meðalaldur kynslóðar frá vöggu
til grafar er 60 ár ( + 10 ár). Það er
því ljóst, að stutt er í endurkomu
Krists og Harniageddon stríðið.
Þetta staðfestir Guð almáttugur með
tilvist og vexti ísraelsrikis og endur-
heimt Jerúsalem.
Er hægt að komast hjá
Harmageddon
— þrengingunni miklu?
Eins og að framan greinir mun
Drottinn ganga í dóm við myrkra-
veldi djöfulsins, en hann mun ekki
ganga í dóm við söfnuð sinn eða þjóð
sína. Biblían staðfestir það: „Gakk
þú þjóð mín inn í herbergi þitt og lyk
aftur dyrnar á eftir þér. Fel þig
skamma stund uns reiðin er liðin hjá.
Því sjá Drottinn gengur út frá aðset-
urstað sinum til að hegna íbúum jarð-
arinnar fyrir misgjörðir þeirra.
Á skírdegi talaði Jesús við læri-
sveina sína um komu sina og hann
talar við alla þá sem gert hafa köllun
sína og útvalningu vissa og elska
hann.
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á
föðurinn og trúið á mig. í Itúsi föður
míns eru mörg híbýli. Vœri ekki svo,
mundi ég þá hafa sagt, að ég fœri burt
að búayður stað? Og þegar ég erfarinn
burt og hefi búið yður stað, kem ég
aftur og mun takayður til mín, til þess
að þér séuð og þar sem ég er. Og veg-
inn þangað þekkið þér. “'3
Samkvæmt þessum ritningarvers-
um er auðsætt. að Jesús er að fyrir-
búa söfnuði sínum stað og mun hann
dvelja þar hjá honum á dögum reið-
innar. Þessir dagar reiðinnar eru
refsidómaflóðið sem Opinberunar-
bókin greinir frá.
Þá vaknar þessi spurning: „Hvar
verð ég?“ Allir þeir sem taka á móti
Jesú Kristi sem frelsara sínum og eru
honurn trúir verða með í konungs-
dýrð hans.
Deyjandi ræningi á krossi sagði
við Jesú: „Jesús, minnst þú mín er þú
kemur í konungsdýrð þinni.“ Jesús
sagði: „Sannlega segi ég þér. í dag
skalt þú vera með mér í Paradís."14
Bæn ræningjans var einföld og ljós
og svar Jesú fer heldur ekki milli
mála. Bæn mín og þín þarf ekki
heldur að vera flókin. Jesús tekur á
móti okkur eins og við erum og það
samstundis. Aðeins að við viljum það
sjálf. Jesús þvingar engan.
Þegar við höfum gert köllun okkar
og útvalningu vissa, þá föllum við
undir orð Jesú er hann segir í Lúk-
asarguðspjalli, 21:28: „En þegar
þétta tekur að koma fram, þd réttið
úr yður og lyftið upp höfðum yðar
því lausn yðar er í nánd.“
Heimildir og stuðningsrit
1. Biblían: 1 Daníel, 9: 24-27. 2 Daníel, 9: 26. 3
Esekíel, 20: 41. 4 Opinberun Jóh., 16:16. 5
Opinberun Jóh., 16: 21:6Jesaja, 13: 7-10.7
Sakaría, 14: 12-13. 8 Opinberun Jóh., 19:
17-21.9 Jesaja, 13: 12. 10Matteus,24: 21-22.
11 Matteus, 24: 33-34. 12 Jesaja, 26: 20-21.
13 Jóhannes, 14: 1-5. 14 Lúkas, 23: 43.
2. Gilbrant, Thoralf
Odeberg, Hugo
Karlsen, Lauritz
Kjelle, Edvard:
Illustrert Norsk Bibelleksikon
3. Field Enterprises Educational Corporation:
The World Book Encyclopedia
4. Walvoord F. John
Walvoord E. John: Armageddon
5. Ström, Erling:
Heimkoma ísraels, endurkoma Krists
6. Linsey, Hal:
The Late Great Planet Earth
7. Mears, C. Henrietta:
What the Bible is all about
8. National Geographic:
Vol. 160 No. 5 November 1981