Afturelding - 01.01.1982, Blaðsíða 21
Jesús brýndi fyrir lærisveinum
sínum að óttast ekki, láta ekki
skelfinguna ná tökum á sér. Þeg-
ar táknin kæmu fram í fyllingu
sinni, skyldi nota tímann til ann-
ars. „En þegar þetta tekur að
koma fram, þá réttið úr yður og
lyftið upp höfðum yðar, því að
lausn yðar er í nánd.“2 Læri-
sveinarnir skyldu líta upp frá
hversdagsleikanum, líta upp og
gefa gætur að viðburðunum og
búa sig undir lausnina. Hvaða
lausn?
Stórkostlegustu lausn, sem
hægt er að hugsa sér. Innan
skamms mun Jesús Kristur leysa
lærisveina sína frá þeim vanda og
erfiðleikum sem jarðlífinu fylgir.
Hann mun leysa þá frá syndug-
um, spilltum og versnandi heimi.
Hann mun hrífa þá í dýrð sína.
Þessi lausn kemur snöggt og
óvænt. Jesús sagði aftur og aftur
við lærisveinana að þeir skyldu
halda andlegri vöku sinni, eink-
um þegar táknin kæmu í ljós, svo
þeir yrðu viðbúnir. „Hafið gát á
sjálfum yður, að hjörtu yðar
þyngist ekki við svall og drykkju
né áhyggjur þessa lifs og komi
svo dagur sá skyndilega yfir yður
eins og snara. En koma mun
hann yfir alla menn, sem byggja
gjörvalla jörð. Vakið því allar
stundir og biðjið, svo að þér
megið umflýja allt þetta, sem
koma á, og standast frammi fyrir
Mannssyninum.“3
Aftur og aftur sagði hann
»vakið og biðjið“. Til að geta
vakað verður maður að vakna. í
þvi er hin stórkostlega framtíðar-
von fólgin, það er hægt að
vakna til lifandi trúar á Jesúm
Krist og eignast eilíft líf. Jesús
kom í þennan heim til að leysa
menn úr viðjum syndarinnar og
bjarga þeim frá glötun. „Ef við
játum syndir vorar, þá er hann
trúr og réttlátur, svo að hann fyr-
irgefur oss syndirnar og hreinsar
oss af öllu ranglæti."4 „Vakna þú
sem sefur, og rís upp frá dauðum,
og þá mun Kristur lýsa þér.“5
Raunhæfasti viðbúnaðurinn, og
sá eini sem dugar, er að við ger-
um upp mál okkar við Guð. Að
við biðjum um syndafyrirgefn-
ingu og iðrumst óguðlegs lífernis.
Að við vöknum upp til andlegs
lífs í Jesú Kristi, og að við höld-
um vöku okkar í honum. Jó-
hannes skrifaði í bréfi sínu: „Vér
vitum að þegar hann birtist, þá
munum vér verða honum líkir,
því að vér munum sjá hann eins
og hann er. Hver sem hefur þessa
von til hans hreinsar sjálfan sig,
eins og Kristur er hreinn.“6
Sértu reiðubúinn að mæta Jesú
Kristi, ef þú væntir hans sem
frelsara og endurlausnara, þá
ertu einnig viðbúinn að mæta
hvaða hörmungum sem er. En ef
þú átt óuppgerð mál þín við G uð,
þá skaltu leita hans nú þegar. Nú
er tími til að gera fyrirbúnað.
Jesús dró ekki undan að sumir
verða viðbúnir og aðrir óviðbúnir
komu hans. Þú ræður því í hvor-
um hópnum þú ert. Þú ræður því
hvort þú munt mæta Jesú Kristi,
sem frelsara eða dómara. Leitaðu
hans og biddu hann að gera þig
reiðubúinn. Þá þarftu ekki að
óttast né skelfast það sem fram-
tíðin ber í skauti sér. Þá muntu
vita að hörmungarnar eru aðeins
fæðingarhríðar stórkostlegra at-
burða.
Jesús Kristur er væntanlegur
til jarðar á ný.
Innan skamms mun hann
koma og hrífa brúði sína, söfnuð
trúaðra, burt frá jörðinni. Hann
mun leysa sinn lýð frá hörmung-
unum, sem skella bráðum yfir.
Eftir þrenginguna mun Jesús
stofnsetja þúsund ára friðarríki á
jörðinni. Þar verður raunveru-
legur friður, því óvinur friðarins,
satan, verður bundinn. Eftir þús-
und árin verður hann leystur og
mun þá afvegaleiða þjóðirnar og
steypa þeim út í gereyðingarstríð.
Við heimsendi mun Guð setja
mikinn dóm, þar verða vegin og
metin verk hvers og eins, sem
einhvern tíma hefur fæðst á
þessari jörðu. Sumir munu ganga
frá dóminum til eilífs lífs. Það eru
þeir sem gjörðu fyrirbúnað og
leituðu Jesú Krists sem frelsara.
Aðrir verða dæmdir til fordæm-
ingar, það eru þeir, sem vanvirtu
eða höfnuðu hjálpræðinu í Jesú
Kristi.7
Guð mun stofna nýjan himinn
og nýja jörð. Það verður sæluríki,
fullkomið líf, eilíft líf. Jóhannesi
opinberaðist sýn um þetta ríki:
„Og ég sá nýjan himinn og nýja
jörð, því að hinn fyrri himinn og
hin fyrri jörð voru horfin og hafið
er ekki framar til. . . Og ég heyrði
raust mikla frá hásætinu er sagði:
„Sjá tjaldbúð Guðs er meðal
mannanna og hann mun búa hjá
þeim, og þeir munu vera fólk
hans og Guð sjálfur mun vera hjá
þeim, Guð þeirra. Og hann mun
þerra hvert tár af augum þeirra.
Og dauðinn mun ekki framar til
vera, hvorki harmur né vein né
kvöl er framar til. Hið fyrra er
farið."8 Þú skalt ekki láta ótt-
ann ná tökum á þér. Þú skalt gera
fyrirbúnað, svo þú fáir hlutdeild i
hinu stórkostlega hjálpræðisverki
Guðs. Framtíðin verður ekki
vonlaus. Framtíðin verður VON!
Vaknaðu til lífs í Jesú Kristi,
vaktu í honum, leyfðu honum að
vaka i þér. Þá eignastu dýrðlega
von og bæn:
„Kom þú Drottinn Jesús!“
1) Lúkas 21:26; 2) Lúkas 21:28; 3) Lúkas
21:34; 4) 1. Jóhannesarbréf 1:9; 5) Efesusbréfið
5:14; 6) 1. Jóhanncsarbréf 3:2-3; 7) Opinbcr-
unarbókin 20. kafli; 8) Opinberunarbókin
21:3-4. Einnig Matteus 24. kafli; Markús 13.
kafli; Lúkas 21. kafli.