Afturelding - 01.01.1982, Side 22
Þórarinn Hafberg:
„Þaö var einhver ókennd innri þrá, eftir einhverju sem ég
varla vissi hvað var sem rak mig áfram
sannleikanum”
þetta i mig og það varð mér gott
„I leit að
Við sátum i hring í hálfrokknu
herbergi, ég, bróðir minn, kona sem
ég kannaðist við og eitthvað fleira
fólk. Tveir landskunnir prestar sátu
sinn til hvorrar handar Hafsteini
miðli. Við vorum á miðilsfundi í
vesturbænum i Reykjavík.
Miðillinn féll í trans og fór að lýsa
„gestum úr öðrum heimi“. Meðal
þeirra sem þama áttu að koma fram
var frændi minn, sem hafði verið
mjög sjóndapur í lifanda lífi. Nú
sagðist hann illa vanta gleraugun sín.
Svo kom fram maður, sem átti að
hafa verið dáinn í þrjúhundruð ár.
Hann langaði mikið til að fá í nefið.
Á þessum árum notaði ég neftóbak
og var því með dósir í vasanum. Þó
datt mér ekki í hug að bjóða þeim
dauða í nefið. Mér þótti óhugnanlegt
til þess að hugsa að tóbakslöngunin
skyldi enn vera að plaga manninn í
dánarheimum.
Þetta var ekki það sem ég var að
leita að.
Ég var kominn í algjört þrot, eftir
langa leit að andlegri saðningu —
sannleikanum — allt frá barnsaldri.
Ég er fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Foreldrar mínir voru
mjög áhugasamir um allt sem að því
dulúðuga sneri, andatrú og guðspeki.
Ég man eftir því sem krakki, að
mamma var að fást við andaglas.
Pabbi lagði sig mjög eftir kenningum
guðspekinnar og las mikið í þá veru.
Að mestu leyti ólst ég upp hjá
föðurömmu minni. Hún var mikill
unnandi Passíusálmanna og Hall-
gríms Péturssonar. Hún kenndi mér
sálma og bænir Hallgríms. Ég drakk
vegarnesti á lífsleiðinni.
Sem unglingur sótti ég oft fundi
hjá KFUM í Reykjavík. Þar fannst
mér ágætt að koma. Þó greip ég ekki
innihald fagnaðarerindisins, sem
boðað var. Ég var svo flæktur í net
andatrúarinnar, að ég náði engum
áttum í andlegum efnum.
Það var einhver ókennd innri þrá,
eftir einhverju sem ég varla vissi
hvað var, sem rak mig áfram í leit að
sannleikanum. Ég fann að það vant-
aði eitthvað í líf mitt, saðningu fyrir
sálina.
Þegar ég eltist hélt ég leitinni
áfram. Nú fór ég sjálfur að leita á vit
andatrúarinnar og guðspekinnar, las
Ganglera, Morgunn og bækur um
andatrú og guðspeki. Andlega séð
ráfaði ég um vegvilltur í þreifandi
myrkri. Ekkert ljós!
Guðspekin hvatti mig til að leita
lausnar í eigin mætti, — ef til vill var
andatrúin svarið?
Fyrsti miðilsfundurinn, sem ég fór
á, var haldinn af konu sem bjó við
Rauðarárstíginn í Reykjavík. Þegar
ég rifja upp þennan fund nú, finnst
mér hann vera eins og lýsandi dæmi
um þann lyga- og blekkingarvef, sem
falsmiðlar hafa flækt marga í.
Konan leiddi okkur til stofu, en á
leiðinni þangað sá ég inn um opnar
dyr, að á borði lá opið tímarit og þar
blasti við Ijósmynd af stjúpu minni
íklæddri skautbúningi. Svo hófst
fundurinn.
Ég var kynntur fyrir dóttur minni,
sem ég átti að hafa eignast í fyrra lífi,
sú hét Helena. Síðan fór miðillinn að
lýsa stjúpu minni heitinni og spurði
hvort hún hefði ekki átt skautbún-
ing! Eftir fundinn ntan ég að einn
þátttakenda benti á mynd af ungum
Indverja á vegg og spurði hver þetta
væri.
„Það er Jesús Kristur endurholdg-
aður“, svaraði miðillinn.
Vandinn var óleystur og ég var
óhamingjusamur. Þó var ég búinn að
stofna heimili og átti góða konu og
börn. Ég var farinn að drekka nokk-
uð mikið á þessum árum. Bakkus
náði æ harðari tökum á mér. Sá
vandi bættist við.
Vínið fékk forgang í lifi mínu, eins
og í lífi svo margra í dag. Þarfir
heimilisins komu þar á eftir. Það er
undarlegt til þess að hugsa, hvemig
maður gat alltaf slegið lán fyrir
flösku, þó svo engir peningar eða
litlirværu til heimilisþarfanna.
Ég man svo greinilega hvernig
þetta tapaða stríð við Bakkus var
háð. Alla vikuna velti maður þvi fyrir
sér hvort maður kæmist ófullur yfir
helgina. Einu sinni sem oftar gekk ég
um gólf á föstudegi. Ég átti enga ró í
mínum beinum, vínlöngunin var svo
sterk. Sem ég æddi um gólfin segir
konan mín við mig: „Farðu og fáðu
þér flösku til að róa þig.“ Það þurfti
ekki að biðja mig tvisvar.
Auðvitað kom þessi áfengisneysla
niður á heimilislífinu og hjónaband-
inu. Ég var farinn að drekka marga
daga í röð og það liggur í augum uppi
hvernig farið hefði fyrir mér og fjöl-
skyldu minni, hefði það ekki gerst
sem ég nú greini frá.
Laugardeginum fyrir páska 1950
gleymi ég aldrei. Ég var búinn að
drekka með félögum minum bæði á