Afturelding - 01.01.1982, Side 24

Afturelding - 01.01.1982, Side 24
GUÐSPJALLAMAÐURINN MATTEUS Kall Drottins til Leví Alfeussonar, hins rómverska embættismanns, er sat hjá tollbúðinni i Kapernaum, var: „Fylg þú mér“ (Lúkasarguð- spjall, 5:27). Það má ætla að Leví hafi setið þar makráður í skjóli góðrar stöðu og engu þurft að kvíða um framtíðarhag. Frá köllun hans er ■og sagt í Markúsarguðspjalli, 2:14 og Matteusarguðspjalli, 9:9. Það er stutt en innihaldsrík tala, sem Jesús held- ur yfir honum. Ef til vill hefur Guðs góði Andi verið búinn að tala við Leví, gefa honum vísbendingu. Annars mætti álíta, að hann hafi ekki verið við því búinn að yfirgefa arðsama atvinnu, jafnvel þótt um hliðstæða vinnu væri að ræða, hvað þá að ganga út í óvissuna með ókunnum manni og fá ekkert í aðra hönd. Eðlilega gætu ýmsar spurn- ingar leitað á hugann í slíkum kring- umstæðum eins og: Hvert á ég að fylgja þér? Hver eru launin? Ert þú þess umkominn að sjá fyrir mér og mínum? Þess er ekki getið. Það er sem stundin sé þrungin af krafti hins ei- lífa orðs og Anda Guðs, þess kær- leika, sem knýr á með þeim árangri, að hið harðasta mannshjarta lýtur í auðmýkt fyrir hátign Guðs. Og með lotningu íhugum við viðbrögð Leví á þessari stundu. „Og hann stóð upp og fylgdi honum.“ Upp frá því öðl- aðist hann nýtt nafn, nafnið Matteus, á grísku Þeódóros, sem þýðir Guðs ■ Jóhann Sigurðsson er trésmiður, búsettur á Akureyri og virkur meðlimur í starfi Hvítasunnumanna þar. Creinar og Ijóð eftir i / hann hafa oft áður birst wmM iAf,urcldinRu- gjöf, og varð einn af tólf postulum Drottins. Eins og títt var um tollheimtu- menn þeirra tíma mun hann hafa verið vel efnum búinn (sbr. Sakkeus í Lúkasarguðspjalli, 19. kap). Hann var húseigandi í Kapernaum og heldur sínum gömlu vinum veislu til þess að kynna þeim Jesúm eftir það að hann hafði gefist honum. Þá fékk hann faríseana upp á móti sér. Þeir fyrirlitu tollþjóna manna mest. Þess vegna er Matteus harður I garð þeirra, og er ekki feiminn við að tjá orð Guðs til þeirra, er kallar þá hræsnara, t.d. í 15. og 22. kapítulan- um. Til þeirra beinist og hirtingar- talan mikla í 23. kapítulanum með áttföldu vei hrópi. Styrkur Matteusar er í því fólginn að hann er sannleikanum trúr. Upp- lýstur af Guðs heilaga Anda skrifar hann guðspjallið, lætur okkur eftir eitt af tuttugu og sjö ritum Nýja- Testamentisins. Kirkjufeðrunum ber saman um að í fyrstu hafi það verið samið á hebresku, síðar hafi líklega Matteus sjálfur þýtt það á grísku. Hann yfirgaf allt, hlýddi kalli Guðs heilshugar, möglunarlaust, og hlaut fyrir eilífa heiðursstöðu í Guðs ríki. Eins og segir í Opinberunar- bókinni 21:14: „Og múr borgarinnar hafði tólf undirstöðusteina, og á þeim nöfn hinna tólf postula lambs- ins. Kirkjusöguhöfundurinn Euse- bíus, á fjórðu öld e.Kr. segir, að eftir burtför Krists, hafi Matteus prédikað fagnaðarerindið í Júdeu, og síðar í Etíópíu (Postulasagan, 8:27). En þar hafi hann látið lífið fyrir trú sína. Matteus skrifar guðspjallið um 63 e.Kr. eða áður en Jerúsalem var lögð í eyði árið 70. Ireneus kirkjufaðir (d. 202) segir, að Matteus hafi skrifað guðspjall sitt, þegar Pétur og Páll prédikuðu i Rómaborg. Hún brann í júlí 64. Það er fyrst og fremst skrifað fyrir gyðinga, og aðal tilgangur þess er að sanna, að Jesús frá Nasaret sé Guðs smurði, frelsari heimsins. Hann endurtekur hvað eftir annað: „En allt þetta varð til þess að rætast skyldi það, sem mælt er af Drottni fyrir munn spámannanna." Matteus fylgir þessum þræði vel eftir, sbr. Fjall- ræðuna, sem nær yfir 5„ 6„ og 7. kapítulann. Hann lætur það koma skýrt fram, sem Jesús rifjar upp fyrir þeim um erfikenningar, og I and- stöðu við það sem áður var kennt, endurtekur hann sjö sinnum í Matteusarguðspjalli 5. kap.: „En ég segi yður.“ Matteus virðist hafa gjörþekkt ritningamar og vitnar oft til þeirra. Það sýnir m.a. ættartalan I I. kapítulanum sem nær um fjögur þúsund ár aftur í tímann. Hún byrjar á Abraham, því hann vildi sannfæra gyðinga um það að Kristur væri af- komandi Abrahams. Hverja þýðingu gyðingar lögðu í slíkar ættartölur, sést best í fjórðu Mósebók og Kron- ikubókunum. Það leynir sér ekki einlægni Matteusar og auðmýkt við lestur guðspjallsins. Og vil ég aðeins nefna þrennt því til staðfestingar, þótt af nógu sé að taka. í fyrsta lagi nefnir hann sig aðeins sínu nýja nafni, Guði til vegsemdar. Þá er athyglisvert og ber vitni um hreinskilni hans, að í postula-upptalningu í Matteusar- guðspjalli, 10:3, skrifar hann: „toll- heimtumaðurinn", á eftir nafni sínu og minnir þannig á sitt gamla, lítils- virta starf. Hann getur þess heldur ekki, að samkvæmið, er segir frá í Matteusarguðspjalli, 9:10, hafi verið í hans eigin húsi, en það segir Markúsarguðspjall, 2:15.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.