Afturelding - 01.01.1982, Side 25
Matteus gekk þess ekki dulinn, að
gangan með Kristi mundi kosta
harða barátlu. Jesús hafði sagt það
blátt áfram: „Þér munuð verða hat-
aðir af öllum vegna nafns míns.“
Tíundi kapitulinn er sérstæður,
þegar Jesús leggur postulum sínum
lífsreglurnar. Matteus kemur því vel
til skila, enda hefur það verið honum
dýrmætt veganesti eins og hinum
Postulunum sem Jesús kallaði til sin
(sbr. Matteusarguðspjall 10:1) þar
sem hann gerði þeim ljóst, hvað biði
þeirra. Hann fór ekki dult með það
að þeirra biði þrengingar, sár og tár.
En sá sem stöðugur stendur allt til
enda, hann mun hólpinn verða, hafði
hann sagt.
Og þeirra, sem illt þola vegna
nafns Jesú Krists, er einmitt minnst í
Opinberunarbókinni 7. kap. Þar
segir, að þetta séu þeir, sem komnir
eru úr þrengingunni miklu, „þeir
sem þvegið hafa skikkjur sínar og
hvítfágað þær í blóði lambsins“. Það
er að segja: Þeir, sem meðtekið
höfðu Krist Jesúm sem frelsara sinn
°g Drottin og helgað honum líf sitt.
Matteus leggur frá sér pennann
sem tollheimtumaður, en þrífuraftur
hl hans sem postuli Jesú Krists, knú-
lr>n af kærleika hans. Og fyrir hans
heilaga Anda gefur hann okkur guð-
spjallið. Eflaust hefur hann minnst
orða Drottins fyrir munn Haggaí
spámanns, I 2. kapítulanum: „Mitt er
silfrið, mitt er gullið. - Haldið áfram
verkinu því ég er með yður.“
Hin óræða framtíð í eftirfylgd
Krists, var Matteusi ekki þyrnir í
augum, enda þótt ytri kringumstæð-
ur væru oft andsnúnar. Kall Drottins
l|l hans var viðvarandi, og hlýðni
hans brást ekki. Matteus var ekki sú
uianngerð, sem gengur hálfbogin
með Kristi, heimullega af ótta við að
m>ssa fótfestu í lífinu.
Eins og sigur lyftingamannsins er í
því fólginn, að ná að rétta sig upp
með byrði sína og standa teinréttur,
svo var með hið sigrandi líf
Matteusar. Hann stóð upp, þegar
hallið barst honum, yfirgaf allt og
fylgdi frelsara sínum og Drottni trú-
lega allt til enda.
Jóhann Sigurðsson
Nafnið Jesús
Milljónir manna þekkja þetta
nafn. Það er bæði elskað og hatað,
virt og vanvirt. Það vekur hugsanir
um alvöru lífsins, og um hinn kalda
raunveruleika dauðans. Beinir at-
hygli manna inn á svið endalausrar
eilífðar. Fyrir því vekur það bæði
gremju og ótta, — en einnig trú og
gleði.
Það kemur til okkar knýjandi og
uppáþrengjandi. Við mætum því i
kirkjum og bænahúsum, - á torgum
ogstrætum. f bókmenntum og listum
kemur það oft fram sem bliöur boð-
skapur Guðs, um hann, sem dó fyrir
okkur á krossinum.
Heimsfræg er Kristsstytta Thor-
valdsens, sem stendur fyrir altari
dómkirkjunnar í Kaupmannahöfn,
með áletruninni: „Komið til mín!“
(Til fróðleiks má geta þess, að talið
er, að faðir Bertels Thorvaldsens hafi
verið Gottskálk Þorvaldsson, fæddur
á hinu glæsilega höfuðbóli. Reyni-
stað I Skagafirði árið 1741.)
Nafnið er boðað til frelsis fyrir alla
menn, og niargir hafa hvíslað það í
neyð sinni, — og hjálpin barst!
í unaðartónum „Messíasar", —
hinnar miklu tónsmíðar Hándels,
kemur boðskapur nafnsins skírt
fram, í texta eins þáttarins: „Ég veit
að Lausnari minn lifir.“
Hver þekkir ekki málverkið af
„Góða Hirðinum“ — Jesú, þar sem
hann stendur við dyrnar og knýr á?
Margar og þykkar eru þær bækur,
sem skrifaðar hafa verið um nafnið,
- manninn Jesúm frá Nasaret.
Frægust er Biblían.
En í gegnum aldimar hafa oft
verið gerðar tilraunir, til þess að út-
rýma því. Herferðir haturs og van-
trúar, og guðfræðilegrar fríhyggju,
hafa miðað að því, að afmá áhrif
þessa blessaða nafns, — en án árang-
urs! Það hefir verið bannfært, svívirt
og barið niður. En upprisukraftur
Jesú nafnsinserómótstæðilegur. Það
kemur til okkar aftur og aftur, á
„amarvængjum" trúarinnar, með
von í vonleysinu, sem ljós í myrkri.
Boðskapur hins eilífa lífs er bund-
inn við þetta nafn, - því að hver, sem
ákallar nafnið JESÚ, - mun frelsast
og verða hólpinn. Það er eins og brú
yfir hyldýpið til Guðs, - sem hönd er
leiðir okkur heim.
Margir hafa lifað og dáið fyrir
þetta nafn, af því að það gaf lífsinni-
hald og tilverunni tilgang. Menn
þafa gengið í gegnum píslir og pynt-
ingar, ofsóknir og fangelsi vegna
nafnsins, en það hefur einungis auk-
ið gleði og hrifningu trúarinnar. Því
að nærvera hans, sem ber þetta nafn,
var svo áþreifanleg. Um endalausa
eilífð mun Jesú nafnið lýsa í hvelf-
ingu Himinsins, meitlað með eld-
skrift kærleikans. Og sérhver tunga
mun viðurkenna, að Jesús Kristur er
Drottinn, Guði föður til dýrðar.
Hvert kné mun beygja sig, og játn-
ingin og viðurkenningin mun verða
alger.
Hefir þú reynt þetta nafn? Hefir þú
beygt þig í hjarta þínu, og beðið til
Drottins? Gerðu það, áður en það
verður of seint. Hann sem heitir
JESÚS, vill frelsa þig. Hann sagði:
„Hvað sem þið biðjið föðurinn um,
það mun hann veita yður í mínu
nafni“.
Garðar Ragnarsson
Garðar Ragnarsson er
forstöðumaður Hvíta-
sunnusafnaðarins í
Odense, Danmörku.
Hann hefur starfað
mikið við trúboð, bæði
innanlands og utan.