Afturelding - 01.01.1982, Síða 26
ERLENDAR FRETTIR
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR -
- ERLENDAF
í nóvember, 1981, vígði trúboðinn Oral
Roberts nýja lækningamiðstöð í tengslum
við læknaskóla og rannsóknastofnun.
„Trúborg" er 30 hæða bygging og hefur á
að skipa 294 sjúkrarúmum. Ætlunin er að
stækka sjúkrahúsið í 777 rúm, í áföngum,
fram að 1988. í þessari lækningastofnun
fara fram jafnhliða beiting nútíma
læknavísinda og fyrirbænir.
CAW 282
Talið er að um 5.000 kristnir séu í
Norður-Kóreu (en þar búa um 19
milljónir manna). 1 höfuðborginni,
Pyongyang, koma 700 kristnir saman í um
100 samfélagshópum. Áður en Kóreu var
skipt voru mun fleiri kristnir í norður-
hlutanum en þeim syðri.
CAW 282
Verðlaunakvikmynd frá 1981 sýnir
kristindóminn í mjög jákvæðu ljósi.
Myndin er nú sýnd við metaðsókn víða
um heim. Kvikmyndin var framleidd í
Englandi og heitir „Chariots of Fire“
(Eldvagnar). Hún fjallar um sögu skoska
verðlaunahlauparans Eric Liddell. Þegar
hann var námsmaður í Oxford, notaði
hann hlaupagetu sína til að vitna um
trúna á Jesúm Krist. 1924 vann hann
gullverðlaun fyrir hlaup á Olympíuleik-
unum í París. Þar neitaði Liddell að
hlaupa á sunnudegi og varð mikið fjaðra-
fok út af því. Síðar fór hann til Kína sem
kristniboði og dó í fangabúðum í lok síð-
ari heimsstyrjaldarinnar.
CAW 282
„Samstaða um betra sjónvarp", samtök
í Bandaríkjunum, hafa óskað eftir því við
þrjú stærstu sjónvarpsfélögin þar, að þau
hætti að birta andkristilegt efni og það
sem vanhelgar kristin gildi og menningu.
CAW 282
T vær þúsundir kennimanna og trúboða
munu koma til fundar í Amsterdam,
Hollandi, í júlí. „Friður við Guðog friður
á jörð“ er yfirskrift fundarins. Trúboðar
frá vesturlöndum og þriðja heiminum fá
þama tækifæri til að hittast, margir í
fyrsta skipti, til að skiptast á hugmyndum
og upplýsingum um starfsaðferðir í trú-
boði og hirðisstarfi. Einnig verður rætt
um hvað má verða til aukins friðar í
heiminum 1 dag. Billy Graham verður
heiðursforseti mótsins.
CAW 382.
ERLENDAR FRÉTTIR
Fjöldi kristinna fanga í vinnubúðum 1
Sovétríkjunum hefur farið i hungurverk-
fall undanfarið. Ástæðan er sú að fang-
arnir krefjast þess að fá að hafa Biblíuna.
Einn presta Rétttrúnaðarkirkjunnar
krefst þess að fá aftur Biblíu, sem fanga-
verðir gerðu upptæka.
CAW 182
Lútherskir menn í A-Þýskalandi vinna
nú að endurreisn Ágústínusarklaustursins
í Erfurt, þar sem Marteinn Lúther bjó á
mikilvægum árum ævi hans. Gamlar
byggingar klaustursins voru nærri lagðar í
rúst í loftárás 1945. Ætlunin er að ljúka
viðgerðinni fyrir 1983, en þá verður
minnst 500 ára fæðingarafmælis Lúthers.
CAW 182
Jóhannes Páll páfi II ritaði nýlega í
hirðisbréfi, að þjóðfélagið ætti að gera
mæðrum kleift að helga sig umönnun
bama sinna.
CAW 182
Fyrir áramót héldu 40.000 Hvíta-
sunnumenn í Burma upp á 50 ára afmæli
Hvítasunnustarfsins í landinu. Við hátíð-
arhöldin voru vígðir 300 trúboðar og
sendir út til þriggja ára trúboðsherferðar
um Iandið.
CAW 182
New York Times skýrði frá því að
vænta mætti vakningar í Tékkóslóvakíu,
þrátt fyrir stöðugar ofsóknir gegn trú-
uðum. Ungt fólk hópast í kirkjur
kaþólskra og mótmælenda. Biblíurseljast
fyrir tvöfalt verð á svörtum markaði og
eru orðnar metsölubækur.
CAW 182
Samkvæmt skoðanakönnun á vegum
fréttastofu AP og NBC, eru þrír fjórðu
Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að í
almenningsskólum skuli kenna jafnhliða
þróunar- og sköpunarkenningar um upp-
mna lífsins. Skoðanakönnunin sýndi
einnig að þátttakendur töldu að kennarar
og bókaverðir ættu að ráða meiru um
kennslubókaval og innkaup til bókasafna,
en skólanefndir og foreldrafélög.
CAW 182
63.000 manns taka kristna trú dag
hvem og 1600 söfnuðir eru stofnaðir á
viku hvcrri, segir rannsóknastofnunin
Daystar, Nairobi. Tveir þriðju þessa
kristnivaxtar fara fram í þriðja heiminum
og eru tilkomnir vegna trúboðsinnfæddra
trúboða.
CAW 182
Alþjóðamót Gideonfélaga var haldið
síðastliðið haust, í Phoenix, Arizona.
3.000 þátttakendur gáfu jafnvirði 7,5
milljóna ísl. króna til starfsins. Auk
bandarískra þátttakenda voru 270 er-
lendir þátttakendur frá 53 þjóðum á þessu
móti, sem stóð yfir í eina viku. Fyrir þessa
peninga verður hægt að drcifa 600.000
Nýja testamentum víða um heim. Móts-
gestir ákváðu að stefna að því að stofn-
aður yrði alheimssjóður til dreifingar á
Ritningunni um víðan heim og skal jafn-
virði 260 milljóna isl. króna varið til þess.
W. David Luikaart var kosinn forseti
öðru sinni. Hann sagði varðandi helstu
verkcfni ársins 1982: „Fyrst og fremst
munum við stefna að markmiði samtak-
anna og leggja áherslu á sex andlega
þætti: Við viljum vera menn Bókarinnar,
menn trúar, menn sem ganga aðskilinn
veg, menn hjartagæskunnar, menn sem
vitna og menn sem gefa.“
Moody Monthly 182
Bandaríska útgáfufyrirtækið Reader’s
Digest vinnur að útgáfu samanþjappaðr-
ar Biblíu, eða styttrar útgáfu. Ætlunin er
að fella niður um helming Gamla testa-
mentisins og fjórðung Nýja testamentis-
ins.
Þessi tiltekt hefur valdið gagnrýni á
fyrirtækið, en forsvarsmenn þess segja
„samþjöppuðu” Biblíuna eiga að koma í
bókaflokki slíkra styttra útgáfa helstu
bókmenntaverka heimsins. Þeir vilja
meina að kaflamir, sem felldir verða
niður, höfði ekki til áhuga venjulegra les-
enda. Úr Gamla testamentinu verði t.d.
felldar ættartölur, endurtekningar og
fleira þess háttar.
Mormónakirkjan hefur pantað 500
loftnet til móttöku sendinga frá gervi-
hnöttum. Ætlun þeirra mun vera að
byggja upp stærsta sjónvarpskerfið í víðri
veröld. Safnaðarfólk mun geta fylgst með
þeirri fræðslu, svo og öllum athöfnum
sem verða í höfuðstöðvum safnaðarins í
Salt Lake City, Bandaríkjunum.
EH 782
ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAÍ
ERLENDAR FRETTIR