Afturelding - 01.04.1982, Side 2
Guð heyrir bænir...
Við hefjum 2. tbl. Aftureld-
ingar 1982 á því að deila með
lesendum blaðsins reynslu
fólks af bænasvörum.
„Bænin má aldrei brestai
þig,“ kvað Hallgrímur Péturs-
son. Honum var ljóst mikil-
vægi þess að vera árvakur í
bæninni. í Biblíunni er oft
minnst á mikilvægi og lykil-
hlutverk bænarinnar. Þar
stendur m.a. að postularnir
hafi haldið sig stöðuglega við
kenning postulanna, samfé-
lagið, brotning brauðsins og
bœnirnar.
En orð Guðs, Biblían, talar
einnig um þegar Guð svarar
bænum og Hann er í gær og í
dag og um aldir hinn sami.
Hann svarar bænum enn í
dag!
Við tókum nokkra lesendur
blaðsins tali og spurðum þá
hvert væri minnisstæðasta
bænasvarið sem þeir hefðu
fengið um ævina. Svörin
fylgja hér á eftir:
Dagbjartur Guðjónsson
„Frelsið er
dásamlegt bænasvar“
Frelsið yfirgnæfir náttúrulega allt
annað, en að því fráskildu myndi ég
segja, að dásamlegasta bænasvarið
snerti heilsu mína. Á minni ævi hef
ég yfirleitt verið frekar lélegur til
heilsunnar og á tímabili var heilsa
mín sérstaklega slænt. Gat ég þá lítið
sinnt því starfi sem ég er í nú —
kristilega starfinu. Munurinn á
heilsu minni þá og nú nálgast það að
vera eins og ntunurinn á svörtu og
hvítu. Ég get hvorki nefnt stund né
stað, þegar Drottinn læknaði mig,
heldur hefur þetta komið smátt og
smátt. Ég hef ekki leitað læknis í
sambandi við veikindi mín eftir að ég
frelsaðist, en áður en ég frelsaðist
leitaði ég læknis, en það virtist ekki
gefa neinn árangur. Svo það er Jesús
sem á dýrðina fyrir þetta!
Það er mér svo dýrmætt að hafa
heilsu til að starfa fyrir Drottin. Ég vil
þakka honum fyrir allt scm liann
hefur gert fyrir mig og þá fyrst og
fremst fyrir frelsið og síðan fyrir alla
hans miskunn og náð við mig á
þessari nokkuð löngu göngu sem ég
hef gengið með honum. Það eru meira
en þrjátíu ár síðan ég frelsaðist. Þetta
er hamingjuleiðin!
Hjálmar Guðnason
„Einfalt
en stórkostlegt“
Mér kernur strax í hug eitt bæna-
svar. Það var eiginlega með fyrstu
bænasvörunum sem ég fékk. Þetta
átti sér stað um það leyti sem ég var
að frelsast.
Ég, Óli Gránz og Gísli Óskarsson.
kunningjar ntínir, vorum að fá okkur
kaffisopa hjá Döddu, konunni
minni. Ég þurfti að bregða mér upp á
bað og þar sem ég stóð fyrir frantan
spegilinn þá kont til mín að ég skyldi
biðja fyrir því að Óli stæði við loforð
sem hann hafði gefið mér um að gefa
mér Biblíu. Þegar ég hafði gert bæn
mína fór ég aftur niður. Við keyrðum
Gísla heim, en í bakaleiðinni segi ég
við Óla: ,,Jæja, ég er búinn að leggja
fyrir þig gátu. Þú átt að ráða hana, en
ég má ekki segja meira við þig.“
„Jæja,“ segir hann.
Svo höldunt við áfram heim til
hans. Klukkan var að verða sex og ég
var því orðinn ntjög spenntur, því
ntér fannst endilega að þetta gæti