Afturelding - 01.04.1982, Blaðsíða 5
Óskar Gíslason
«t»egar jámið ,flaut‘“
Það að frelsast er náttúrulega stór-
^ostlegt bænasvar. Ég man eftir
^a.*nasvörum í mínu lífi í gegnum
Sextíu ár. Það er eitt bænasvar, sem
e§ kalla ekki stórt, en sem ég var svo
Un(Jrandi yfir að Guð skyldi svara.
^að var eiginlega beðið með von
§egn von, eins og Biblían orðar það.
I'að var þegar járnið flaut á Þing-
vallavatni.
^urnarið ’73, þegar jarðeldarnir
§eysuðu á Heimaey, fór ég ásamt
fjölskyldu minni upp á Þingvelli. Þar
sem við erum að róa á vatninu verður
dóttir mín fyrir því óhappi að missa
hring í vatnið. Bræður hennar höfðu
gefið henni hringinn, þegar hún út-
skrifaðist sem hjúkrunarkona. Við
höfðum séð^hvar hringurinn fór nið-
ur. Dýpið var ca. 90—100 cm. Við
leituðum í tvær til þrjár klukku-
stundir, en höfðum ekki árangursem
erfiði.
Daginn eftir fóru synir mínir aftur
á vettvang til að freista þess áð finna
hringinn. Þeir tóku með sér skóflu og
afmörkuðu svæðið þarsem þeir töldu
að hringurinn lægi. Kona min, Jóna,
bað Drottin sérstaklega um að dýrð
hans mætti verða opinber í þessu
máli. Siðan taka þeir fyrstu skóflu-
stunguna og leita að hringnum í
botnleirnum. Ekki er hann þar að
finna. í annað sinn er eins farið að,
en allt fer á sömu lund. En í þriðju
skóflustungunni finnst hringurinn!
Orð Elísa spámanns komu upp í
huga mér, þegar hann sagði: ..Hvar
misstir þú öxina," þegar sveinn hans
hafði misst lánsöxi í ána. Þá er sagt
að spámaðurinn hafi sniðið af viðar-
grein og skotið henni ofan í vatnið —
og járnið flaut! Þetta er eitt af
hneykslunum vantrúarinnar, en
þegar um kraftaverk og miskunn
Guðs er að ræða. gilda ekki lengur
formúlur eðlisfræðinnar. Orðin i
Filippibréfinu. 4. kafla. 7. versi komu
einnig upp i huga mér: „Gjörið í
öllum hlutum Guðir óskir yðar
kunnar...“
Ég fór til sjós i þrjátiu og fimm
vetrarvertiðir og þar fékk ég stór-
kostleg bænasvör á hverjum einasta
vetri og jafnvel á hverjum einasta
degi. Þar naut ég vemdar og varð-
veislu Drottins. Það fórust margir af
minum jafnöldrum, á miklu betri og
stærri skipum. „Þegar aðrir gengu til
grafar," segir Davið konungur. „léstu
mig lífi halda.“
Lifið með Guði er náttúrulega
fyrst og fremst i gegnum bæn og
lestur Guðs orðs. Að varðveitast með
Jesú Kristi í meira en hálfa öld og
komast óskemmdur að mestu i
gegnum lífið er ein sigurganga. Þar
eru bænasvör á hverjum einasta degi.
Mér finnst orðið svo sjálfsagt að fá
bænasvar að ég undrast ekki lengur
þegar Guð svarar bænunt mínum.
Það er auðlegð að ganga með Guði!
„Bœnin má aldrei bresta þig”
'^firskrift þessarar greinar er eftir
'uUgrím Pétursson, þar sem hann
yrls'r um bænina:
ttcvnin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Hf og sál er lúið og þjáð.
bkill er hún að Drottins náð.
^etur verður þýðing og þörf bæn-
‘lr>nnar ekki túlkuð á íslensku máli.
‘tnin er andardráttur hins kristna
'Uiinns. Hún er líf safnaðarins.
^unlaust líf leiðir af sér kyrrstöðu
dauða. Bænin er meira en orð.
Un er leið, gefur samband við Guð.
. uð leitar þeirra tilbiðjenda, sem
' hiðja Hann í anda og sannleika.
ið leitum Guðs. Guð leitar okkar.
ið mætumst í bæn.
^m áratuga skeið, hefir þessi
reynsla sannast í starfi Filadelfíu-
safnaðarins í Reykjavík. Allt árið um
kring eru daglegar bænasamkomur.
Allt starf er lagt til hliðar, fyrir þá er
taka þátt í bænastundinni kl. 16.00
hvem dag. Laugardagskvöld er svo
samtenging fyrir allar bænastundir
vikunnar, þá hafa flestir aðstöðu til
að koma og taka þátt í bæninni.
Söfnuðurinn hefir fengið að reyna
bænavakningu á undanfömum
misserum. Bænavikur hafa verið
haldnar í söfnuðinum. Þær voru 4,
árið sem leið. Bænin hefir aukið líf
og miklir hlutir gerast fyrir bæn.
Nánast kraftayerk. Daglega er tekið
við bænaefnum, bæði gegnum síma
og svo frá þátttakendunum í bæna-
stundunum. Fólk kemúr méð ótta og
kvíða, hrætt og skelft. É>n lítil stund
með Jesú færir allt í lag. Fólk er hvatt
til að koma með bænaefni sín, fyrst
og fremst til frelsis, svo vegna á-
hyggju og kvíða. erfiðleika í fjármál-
urn. heimilislifi og ekki síst vegna
sjúkdóma. Læknisþjónusta er þakk-
arverð og þekking í notkun lyfja og
aðgerða er aðdáunarverð. Oft kemur
samt fyrir að mannleg þekking og
vilji nær of skammt. Oftast er þá
þrautalendingin bæn, — trúin. —
Guð, Jesús.
Þú sem lest þessar línur skrifaðu,
hringdu. Sírnar Fíladelfíusafnaðar-
ins eru 91 -24156/29077 og síminn á
skrifstofu Aftureldingar er 91 —
20735/25155. Fjöldi safnaðarfólks í
Fíladelfíu vill hjálpa þér i bæn.
Prófaðu, reyndu. „Sá sem vonar á
Drottin verður sér ekki til skamm-
ar,“ segir Guðs Orð.
Ritstjórinn