Afturelding - 01.04.1982, Page 8
bæninni. var ég fullkomlega laus
við tóbakið. Ég var búin að á-
kveða það að segja engum frá þvi
að ég væri freisuð. fyrr en ég væri
laus við tóbakið. Nú var ég það
og víku seinna bað ég um skím í
Ffladelfíu.
Auðunn: Það er skrítið að fyrst
vaknar áhugi hjá mér fyrir trúnni
og samkomusókn. en Öla varð á
undan til að taka þessa ákveðnu
afstöðu og biðja um skírn. Það
tók tíma fyrir mig að ná fullum
sigri í trúnni. Ég mætti freisting-
um. sem töfðu fyrir mér.
Óla: Þegar ég var búin að ákveða
mig, sagði ég Auðunni frá því. Ég
gleymi aldrei laugardagskvöld-
inu. áður en ég ætlaði að taka
skírn. Það var draumur minn að
við skírðumst saman. en nú var
hann farinn að drekka og mér
fannst útlitið heldur dökkt. Samt
dreif ég ntig á bænastund og
sagði Einari J. Gíslasyni og Dag-
bjarti Guðjónssyni frá ástandinu.
Við ákváðum að taka þetta sem
sérstakt bænarefni. Ég hugsaði,
„fáuni við ekki bænasvar? Fær
Auðunn ekki að skírast með
ntér?“ Jæja, þegar ég kom heim
eftir stundina sat hann með Bibl-
íuna og var að lesa. Hann var
hættur að drekka.
Auðunn: Skírn mín er mér svo
dýrmæt. Fram að skírnarsam-
komunni var allt svo ómögulegt.
En í skírninni breyttist allt. Þá
kom þetta fram að vatnslaugin
hreinsaði mig. Óla minntist á að
hún fórá bænastund. Fyrst þegar
ég kom með fannst mér ein-
kennilegt að koma á bænastundir
í Fíladelfíu. Þessi bænakliður,
eins og hver kepptist við annan í
bæninni. Ég sagði svona við hann
Dagbjart Guðjónsson: „Ég skal
koma á allar samkomur, nema á
bænastundir.“ Þá svaraði Dag-
bjartur: „Hvernig væri nú, að
kvaka eitthvað sjálfur, í stað þess
að hlusta bara á aðra?“ Ég tók
þetta til greina og fór að biðja.
Nú þykja mér laugardagsbæna-
stundirnar einhverjar bestu sam-
komurnar, sem ég fer á.
Þið genguð aftur i hjónaband.
Óla: Já, nú vorum við bæði
frelsuð og við giftum okkur aftur
á sama mánaðardegi í sömu
kirkju og sami prestur vígði okk-
ur í bæði skiptin.
Auðunn: Við Óla eigum svo vel
saman. Það kemur engin í stað-
inn fyrir æskuunnustuna. Við
höfum lært margt á langri leið.
Þetta síðara hjónaband er betra
en hið fyrra. Það er svo öðruvísi á
allan hátt. Þaðgeturenginn trúað
því hvað við höfum fengið að
reyna frá því við frelsuðumst.
Hvernig Guð hefur endurreist
okkur á öllum sviðum. Til dæmis
hvað varðar atvinnu. Ég á góðan
vin, sem heitir Óli Bieltved og
rekur stórfyrirtæki í hljómtækj-
um og sjónvörpum. Hann hafði
kannski einhverja hugmynd um
að ég væri sölumaður í mér og
bauð mér vinnu. Þetta var áður
en ég frelsaðist. Eftir einn dag í
vinnunni varégorðinn drukkinn.
Hann sagði við mig. „Auðunn
minn, ég er að fara til útlanda,
komdu aftur eftir tíu daga.“ í
millitíðinni frelsaðist ég. Þegarég
kom aftur til Óla tók hann mér
svo vel, sýndi mér hlýju og kær-
leika. í fyrirtæki hans vann ég
mig svo upp úr sendilsstöðunni i
deildarstjórastöðu.
En það er mikilvægast að lifa
trúarlífinu í sannleika. Mér var
farið að ganga vel á mannlegan
mælikvarða. Ég fór að hugsa með
mér: „Nú er ég orðinn svo gler-
fínn, það hlýtur að vera í lagi að
fá sér í glas.“ Ég fór að fara á
kenderí svona eitt kvöld í mán-
uði. Þannig gekk það til í sjö
mánuði. En ég uppskar fljótt
vanblessun af þessu. Það er öm-
urlegt að ætla að ganga í eigin
krafti. Ég sneri mér heilshugar til
Drottins og hann breytti öllu til
hins betra. Þetta kostaði ögun. Ég
ákvað að taka mér klukkutíma
stund á hverjum morgni til Bibl-
íulestrar og bæna áður en ég
gerði nokkuð annað. í þessu er
lykillinn að blessuninni fólginn.
Ég tek þetta svo alvarlega að
verði ég fyrir truflun, meðan á
stundinni stendur, þá bæti ég við
þeim tíma sem trufluninni nem-
ur. Mér er þetta lífsnauðsyn. Ég
hefi bjargast og varðveist fyrir
Biblíulestur, bæn og trúna á
Jesúni Krist. Síðan ég byrjaði á
stundunum hefur ekki komið
dropi af áfengi inn fyrir mínar
varir.
Ég vann líka hjá Gunnari Ás-
geirssyni við hljómtæki. Þar fékk
ég að leika trúarlega tónlist allan
daginn eins og ég vildi, svo
hljómaði um fyrirtækið. Það er
von að slíkum öðlingsmönnum
lánist.
Óla: Við höfum reynt. það sem
segir í Korintubréfinu. að Guð
gerir alla hluti nýja. Við erum
eins samlynd í þessu seinna
hjónabandi og við vorum ósam-
lynd í því fyrra. Við erum breytt
og öll afstaða. eins og t.d. til pen-
inga, er breytt.
Við hvað starfið þið nú?
Auðunn: Við fáumst mest við
Biblíusölu. Ég er svo glaður að
geta selt Biblíuna. Það getur
bjargað sál inn í himininn. Ég er
þakklátur fyrir þær góðu viðtök-
ur, sem við fáum. En það var
erfitt að byrja. Fólk hefur for-
dóma gagnvart Biblíunni. Einu
sinni kom ég að húsi kunningja
míns. Hann heilsaði mér hjart-
anlega.
„Ert það þú Auðunn, hvað er
þér á höndum?“