Afturelding - 01.04.1982, Page 9
0
>.Ég er að selja Biblíur og
Éristilegar bækur.“
..Ertu orðinn vitlaus? Biblí-
una!!!“
..Hvað gerir þú?“
..Eg er með sjoppu.“
t’á hugsaði ég með mér, er betra
að selja tóbak, sælgæti og sóðarit,
en að selja Guðs orð. En hann
keypti af mér og ég gat vitnað
Svolítið fyrir þessum kunningja
nhnum, áður en við kvöddumst.
fluttuð til Ólafsfjarðar.
Auðunn: Já, það átti sér aðdrag-
anda. Við vorum heima í Gil-
kaga, litla húsinu okkar, ég var á
^æn inni í stofu og Óla var inni í
svefnherbergi, einnig á bæn. Þá
k°m til mín, sterkt hugboð um að
v'ð ættum að breyta til og flytja
Ólafsfjarðar. Þetta kom svo
sterkt og ákveðið, svipað og þeg-
ar ntaður man skyndilega eftir
■hraujárninu í sambandi eða að
nafa gleymt að læsa útihurðinni.
Jæja,
ég ákvað að bera þetta
Undir Ólu, hún er svo jarðbundin
°g lætur ekki stjórnast af hug-
dettum. Þegar Óla kom fram,
sagði ég: „Það kom til mín að við
ættum að flytja út á land.“
Óla: Mér brá, því það hafði líka
komið svona leiftur í huga minn.
Ég sagði Auðunni það og bætti
svo strax við: „Seg þú fyrst
hvert!" Því ég var ekkert á því að
flytja út á land, var í góðu starfi
og leið vel. Jæja, hann segir: „Til
Ólafsfjarðar.“ Þá varð ég dálítið
skúffuð, því sami staður kom
einmitt í huga minn. Ég vildi ekki
standa í móti þessu og ég trúi og
veit að þetta var handleiðsla
Drottins. Það var svo sérstök
reynsla að koma til Ólafsfjarðar í
fyrsta skipti eftir þetta. Þar sem
við komum fyrir Múlann og sá-
um yfir bæinn, þá ljómaði svo
sterk ólýsanleg birta þaryfir Það
var yfirnáttúrulega bjart. Við
vorum frá okkur numin.
Auðunn: Við höfum átt dásam-
legan tíma á Ólafsfirði. Við
kynntumst yndislegum trúsyst-
kinum og Guð sendi okkur fleiri í
hópinn. Við báðum Guð um að
senda okkur fólk og hann gerði
það. Okkur finnst okkar tími vera
liðinn hér og erum á förum til
Selfoss.
Þið hafið fengið mörg bænasvör.
Auðunn: Já, Guð hefur svarað
bænum okkar og varðveitt okkur
á stórkostlegan hátt. Ég skal
greina tvö dæmi:
Þegar við vorum að byrja í
Biblíu- og bókasölunni, áttum
við Mazda-bíl. Við vorum að fara
í sölutúr á Austfirði, en fórum
fyrst á mótið í Kirkjulækjarkoti.
Svo lögðum við af stað austur,
bíllinn var drekkhlaðinn af bók-
um, ég ók allgreitt og sólin skein
að baki okkar, því það var áliðið.
Þá sé ég hvar kemur á móti okkur
Saab-bíll á fleygiferð. Hann hélt
miðjum vegi og greinilega sá
okkur ekki, eftir aksturslaginu að
dæma. Ég sá engin ráð önnur en
að skella Mözdunni fram af veg-
arbrúninni, sem var all há. Bíll-
inn fékk ógurlegt högg, en ég
slapp við veltu. 1 sömu mund
Framhald á bls. 20