Afturelding - 01.04.1982, Síða 10

Afturelding - 01.04.1982, Síða 10
fiMBIMKS HEIMILIÐ — STOFNUN GUÐS Hjónabandið og heimilið er fyrsta stofnun Drottins hér á jörð. í Biblí- unni lesum við um tilgang þess og hlutverk: . . .“Og Guð blessaði þau (sköpun sína, mann og konu) og sagði við þau: Verið frjósöm, marg- faldistog uppfyllið jörðina . . .“ 1 Hjónabönd og heimilislíf byggjast á elsku og kærleika. Á þeim getur tognað við sjúkdóma og nauðir, en dauðinn einn má slíta þau sundur. Þegar slikt hefur átt sér stað, má eftirlifandi maki stofna til hjóna- bands og fjölskylduhalds að nýju. Einnig ef um hórdómssök er að ræða.2 Samkvæmt eðli sínu sakfellir Guð aldrei saklausan, hvorki mann né konu. Eftir þeim skilningi er undirritaður hefur á Guðs orði, má hinn saklausi aðili, sem líður vegna riftunar heitorða og vígslu, þess er gerist brotlegur við hjúskaparsátt- málann, giftast aftur.3 Ekkjudómur og ástvinamissir er nægjanlega sár, þótt þeir er eftir standa, séu ekki settir í fjötra fordóma og banna, sem ekki eiga samleið með fagnaðarer- indi Jesú Krists. Einar J. Gíslason cr forstöðumaður Hvfta- sunnusafnaðaríns í Reykjavík og hefur gegnt þvf starfi frá 1. október 1970. Fram að þeim tfma, frá 1948, gegndi hann forstöðu- mannsstarfi f Betel, Vestmannaeyjum. Hann lauk námi frá Biblíu- skóla f Svfþjóð og hefur mikið unnið að krísti- legu starfi, innanlands sem utan. Fjölskyld ulífið er varið stórkost- lega í tíu boðorðum Drottins í Gamla Testamentinu. Þar lesum við m.a.: „Heiðra skaltu föður þinn og móð- ur.“4 „Þú skalt ekki drýgja hór.“5 „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu ná- unga þíns.“ 6 Drottinn er hegnari alls þvílíks.7 Orð Heilagrar Ritningar yfir heimilið er á hebresku bajii, sem þýðir liús. Gríska orðið er ovikos eða ovika, sem einnig þýðir hús. Þá er átt við húsföður, húsmóður og börn og þá oft afa og ömmurogeinnigá þeim tímum þræla og þeirra fólk. Húsfað- irinn var og er höfuð heimilisins og í því felst meira en fyrirvinna. Það varð einnig að gæta trúar- og menn- ingararfs feðranna. Jósúa segir í bók sinni, 24. kafla: „En ég og mínir ætt- menn munum þjóna Drottni.“ Um ábyrgðarlilfinningu Jobs fyrir stóra barnahópnum sínum má lesa í bók hans, 1. kafla og 5. versi. Þar gætti Job húsföðurskyldu sinnar. Þáttur húsmóður fær sterkan og góðan vitnisburð í Orðskviðum Salómons, 31. kafla, versunum 10-31. Heimilið er ein af stærstu gjöfum Guðs og verður aldrei of- metið eða þakkað. Þar sem trú og kristindómur fær að ríkja, er heimilið metið. Einkenni vantrúar og guð- leysis hafa ávallt í kjölfari sínu lítils- virðingu á heimili og fjölskyldu- böndum. Takist upplausnaröflum að eyðileggja hornsteina heimilisins og heimilislífsins, með sundurþykkju, þá leggst heimilið í auðn og fær ekki staðist. En þá fer fleira. Fái það ekki að standa, riða hornsteinar þjóðfé- lagsins og falla.8 Sérhver kristinn maður skyldi meta heimili sitt, maka og fjöl- skyldumeðlimi. Húsið skal notast sem vé og skjól, athvarf og heima- staður, en ekki hvað síst sem bæna- staður. f fjallræðu Jesú Krists talar hann um bænina og heimilið: „En þegar þú biðst fyrir, þá gakk inn í herbergi þitt, og er þú hefur lokað dyrum þínum, þá bið föður þinn, sem er í leyndum, og faðir þinn sem sér í leyndum, mun endurgjalda þér.“9 Hversu margir skyldu sjá þessa hlið i heimilislífinu og notfæra sér hana? í heimilinu skal því vera bænaaltari, hliðstætt því sem gengur og gerist í Guðshúsi. Altarið er til notkunar i Guðsþjónustugjörð al- mennt og svo ekki síður fyrir ein- staklinginn. Um fjölskyldulíf er talað áfram í Efesusbréfi, 5. kafla 22.-30. versi og Kólossubréfinu, 3. kafla, 18.-21. versi. Afturelding kemur inn á heimili þitt, lesandi góður og vill vera þér og allri fjölskyldu þinni til blessunar. „Trú þú á Drottin Jesúm.og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“10 Ritstjórinn I) I. Mósebók, 1:28. 2) Matteus 19:9. 3) 5. Mósebók, 24:1—3 og Jerimía 3:1. 4) 5) 6) 2. Mósebók, 20. kafli, vers 12, 14 og 17. 7) 1. Þcssaloníkubréf, 4:6. 8) Matteus, 12:25. 9) Matteus, 6:6. 10) Postulasagan, 16:31.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.