Afturelding - 01.04.1982, Síða 11
FJOLSKYLDAN
í Ijósi Biblíunnar
„Heimili okkar er í algjörri upp-
lausn.“ „Við erum alltaf að rífast og
slást.“ „Ég er í einni taugahrúgu og
sef orðið ekkert." „Ég get þetta ekki
lengur við verðum að skilja." Þessar
setningar og aðrar ámóta eru alltof
algengar í dag. Um víða veröld eru
milljónir heimila í algjörri upplausn.
Hvað veldur öllu þessu, og hvað er til
úrbóta?
Fjölskyldan — hjónabandið —
heimilið, er styrkur hvers þjóðfélags
°g sá staður þar sem einstaklingurinn
getur haft athvarf, skjól og öryggi,
sem hann er í þörf fyrir. Víða er
uPplausn og hjónaskilnaðir fara ört
vaxandi, en leysir skilnaður einhvern
vanda? í flestum tilfellum ekki,
heldur er hann aðeins flótti frá
vandanum og skapar oft enn meiri
vandamál, áhyggjur, ótta og kvíða.
Saklaus börn verða þá oft fyrir
harðinu á deilum foreldra sinna. Þau
verða rótlaus og finna sig óörugg.
Samband einstaklinga kemur mikið
'nn á tilfinningalíf þeirra og sam-
handsslit er yfirleitt mikið tilfinn-
'ngamál bæði hjá hjónum og svo
börnum. Skapast þa oft sár, sem seint
eða aldrei gróa.
Sumir hafa litið á það sem ein-
hverja lausn að hreinlega sleppa
hjónabandinu. Þeir líta á hjóna-
handið og hið hefðbundna fjöl-
skylduform, sem úrelt fyrirbæri, eitt-
hvað sem er að líða undir lok. í stað
þess vill það innleiða annars konar
hfnaðarhætti svo sem nokkurs konar
kommúnulíf, skammtíma samninga,
sambúð til nokkura ára eða óform-
lega sambúð og er heintilið þá nokk-
Urs konar næturdvalarstaður og
húið. Geta menn þá valið á milli,
hvað þeir vilja vera lengi ú hverjum
stað. Nú ef þetta hentar ekki, þá
hefur það færst i vöxt að tveir ein-
staklingar af sama kyni taki sig til og
fari að búa saman.
En leysir allt þetta nokkurn
vanda? Nei yfirleitt skapar þetta
einungis enn meiri upplausn og al-
gjört rótleysi og einstaklingurinn
finnur sig þá hvergi heima og er
hvergi öruggur. En hvað er þá til
bragðs að taka?
Jú, er það ekki hið gamalgróna
hjónaband og fjölskyldulíf, sem best
á við. Við skulum hverfa til Biblí-
unnar og skoða hvað hún segir um
þessi mál. Nei, við höfum nú ekkert
við það að gera, kynnu sumir að
segja. En við verðum nú að gera
okkur ljósa þá staðreynd að það sem
reynt hefur verið að innleiða í stað
hjónabandsins hefur alls ekki gefið
góða raun.
í Biblíunni er sagt frá því hvernig
manninunt ber að haga sér gagnvart
konunni og konan gagnvart mann-
inum. Foreldrargagnvart börnumog
börn gagnvart foreldrum.
Hjónabandið er
lífstíðarsáttmáli
Samkvæmt Biblíunni er hjóna-
bandið samband og sáttmáli sem
varir alla lífstíð. „Frá upphafi sköp-
unar gjörði Guð þau karl og konu.
Fyrir því skal maður yfirgefa föður
sinn og móður og bindast konu sinni,
og þau tvö skulu verða einn maður.
Þannig eru þau ekki framar tvö,
heldur einn maður. Það sem Guð
hefur tengt saman, má maður eigi
sundur skilja.“l Hjónabandið er
heilög samtenging tveggja einstak-
linga, verk Guðs.
Margt ungt fólk gengur til hjóna-
bands í dag með það fyrir augum að
ef það komist svo að því að það passi
ekki saman þá sé bara að skilja.
Hjónaband byggt á slíku er dæmt til
að mistakast og eins gott að ekki sé af
stað með það farið. Hvenær passa
hjón ekki saman? Er það ef upp
kemur smá deila, misklíð eða
sundurlyndi? Slíkt kemur alltaf fyrir
og þá er að uppræta vandann en ekki
hjónabandið.
Áætlun Guðs var að maður og
kona væru saman. Hjónabandið er
Guðs gjöf til mannsins. Hann hefur
skipað og ákveðið svo og einnig gjört
áætlun hjónabandsins. Því ber að
standa rétt að því á allan hátt. „Hjú-
skapurinn sé í heiðri hafður í öllum
greinum og hjónasængin sé óflekk-
uð, því að hórkarla og frillulífsmenn
mun Guð dæma.“? „Sá sem eignast
konu, eignast gersemi, og hlýtur
náðargjöf af Drottni.“3 Og sáttmáli
hjónabandsins skildi vera lífstíðar-
sáttmáli. Þegar Adam var í aldin-
garðinum í Eden þá sagði Guð að
ekki væri það manninum gott að
vera einsamall. Og Hann útbjó með
honum meðhjálp við hans hæfi.
Hann útbjó ekki eitthvað reynslu-
hjónaband fyrir Adam, né neinn
skammtíma samning. Adam og Eva
skyldu vera eitt meðan þau lifðu.
rfiÆtkÉÍEfikm Sam Daniel Glad lauk
námi frá Bibliuskólan-
um IBTI, í Englandi,
nu áríð 1974. Hann er nú
V aðstoðarforstöðumað-
.JF ur Filadelfíusafnaðar-
ins í Reykjavík.