Afturelding - 01.04.1982, Side 14
Kraftaverk
Kraftaverk! Þau gerast enn í dag.
En hver er ástæðan fyrir þeim? Ég
býst við að ef við vissum það og
hefðum svör á reiðum höndum við
öllum spurningum, þá væri ekki
lengur þörf fyrir Guð.
Það er ýmislegt sem getur hindrað
eðlilega framrás lækninga, frelsis,
bænasvara og kraftaverka. Eitt er
beiskjurót í hjarta. í 66. Davíðssálmi,
18. versi, stendur: „Ef ég hygg á illt í
hjarta mínu, þá heyrir Drottinn
ekki.“
Nýverið fór ég, ásamt dóttur
minni, tengdasyni og nokkrum öðr-
um trúsystkinum í tíu daga trúboðs-
ferð til Englands, þar sem við urðum
vitni að mörgum kraftaverkum.
Blindir fengu sýn, daufir heyrn,
lamir mátt og fólk sem þjáðist af
krabbameini fékk bót meina sinna.
Fyrsta kraftaverkið snerti konu
sem hafði stuðst við spelkur til
margra ára. Gangur hennar var
hægur og hvert skref sársaukafullt.
Hún hlaut fullkomna lækningu,
sleppti spelkunum og hljóp um sam-
komusalinn.
Maður hennar hafði slasast I
námuslysi 14 árum áður. Hann var
þakinn spelkum um allan bolinn. Að
auki var hann spelkaður á báðum
handleggjum, frá öxlum og niður að
úlnliðum, og á báðum fótum, frá
lærum og niðurað ökklum. Hann var
trúr í Kristi og fyrir samkomurnar
hafði hann beðið Guð um að mæta
sér sérstaklega.
Fyrsta kvöldið læknaðist fjöldi
manns fyrir starf Heilags anda.
Tengdasonur minn, Benjamín, gekk
á meðal fólksins og bað fyrir því.
Þegar hann gekk framhjá þessum
manni, heyrði hann hann segja: „Ég
trúi. Ég trúi. Ég trúi.“
Á einum stað I samkomunni bað
Benjamín söfnuðinn að rísa á fætur
og leita lækningar á meðan Guðs
andi væri yfir samkomunni. Maður-
inn í hjólastólnum bað þá er næstir
honum stóðu að hjálpa sér á fætur.
Margir reyndu að aðstoða manninn,
en hann gat með engu móti stigið í
fætuma. Augu mín flóðu í tárum þar
sem ég fylgdist með honum frá
orgelinu. Alls staðar í kringum hann
voru kraftaverk að gerast. Alls staðar
var fólk að læknast. Af hverju ekki
þessi maður? spurði ég sjálfa mig.
Hann kom á allar samkomurnar.
Augu hans voru full eftirvæntingar.
Hann var eins og maðurinn við
laugina í Bedesta forðum, sem beið
eftir því að engillinn „hrærði vatn-
ið“. Einhverra hluta vegna var ég
alltaf með hugann við þennan mann.
Að mogni sunnudagsins dreifðist
hópurinn. Ég predikaði I Elim söfn-
uðinum I Silverdale. Maðurinn og
kona hans voru þar. Sterkir armar
báru hann og hjólastólinn upp
tröppur og inn i kirkjuna.
Ég talaði um fyrirgefningu - það
að fyrirgefa öðrum, fyrirgefa okkur
sjálfum, og að meðtaka fyrirgefningu
Guðs. Ég talaði um undraverðan ár-
angur sem ég hafði orðið vitni að í lífi
annarra, sem höfðu kosið að fyrir-
gefa.
Ég var komin I tímahrak. Ég
leiddi söfnuðinn í stuttri bæn um að
meðtaka Guðs fyrirgefningu, um að
fyrirgefa sjálfum sér og öðrum sem
hefðu gert eitthvað á hluta þeirra.
Síðan bað ég að þeir mættu frelsast
frá hömlum, andúð og hatri. Að síð-
ustu leiddi ég í almennri bæn um
lækningu á ýmis konar sjúkdómum.
Öldungarnir í söfnuðinum komu
síðan fram til að aðstoða við brotn-
ingu brauðsins. Skyndilega varð
andrúmsloftið lævi blandið. Maður-
inn í hjólastólnum var að ganga eftir
ganginum. Sökum spelkanna var
gangur hans mjög stirður og minnti
helst á vélmenni, eða galdrakarlinn í
Oz. Hann féll á kné og hóf upp
hendur sínar til himins.
Síðan stóð hann upp og snéri mót
söfnuðinum: „Guði sé dýrð,“ söng
hann. Andúmsloftið var rafmagnað.
Fólkið þrýsti sér fram og bað um
fyrirbæn til lækningar.
Samkoman dróst i um klukkutíma
enn, þar sem hjartasjúkdómar, liða-
gigt, lungnasjúkdómar og margir
aðrir sjúkdómar voru læknaðir fyrir
verk Guðs anda.
„Hvað gerðist?" spurði ég mann-
inn.
„Á meðan þú talaðir um fyrir-
gefningu," svaraði hann, „meðtók ég
hvert orð og framkvæmdi það sem
þú talaðir um. Skyndilega fann ég
mikinn hita koma yfir mig. í nokkrar
mínútur fannst mér sem ég stæði á
eldi. Síðan svitnaði ég mjög. Ég vissi
að ég væri algjörlega læknaður. Ég
sagði konu minni frá þessu, en hún
bað mig að fara ekki fram fyrr en þú
hefðir lokið máli þinu. Ég ákvað því
að hinkra við.“
Oft hef ég velt því fyrir mér hversu
margir eru andlega, tilfinningalega,
hugarfarslega og líkamlega fjötraðir.
Er það vegna þess að þeir hafa ekki
fyrirgefið? Sá sem stöðugt elurá hatri
og hefndum uppsker samkvæmt því.
Sá sem ekki vill fyrirgefa, þjáist í
rauninni mun meir en sá sem þarfn-
ast fyrirgefningarinnar.
Stattu ekki í vegi fyrir kraftaverk-
um Guðs.
Þýtt úr Charisma 282 (M.Æ.)